28.4.2010 | 13:37
Enn hægt að kenna Icesave um að lítið þokast
Þegar ríkisstjórnin var mynduð fyrir rúmu ári síðan neyddi Samfylkingin Vinstri græna til að samþykkja aðildarumsókn Íslands að ESB, enda væri innlimun í stórríkið eina von landsins í efnahagsþrenginum þess. Reyndar hélt Jóhanna Sigurðardóttir því fram, að aðildarumsóknin ein og sér myndi auka svo mikið traustið á íslenskum efnahag, að öll viðskipti við erlendar lánastofnanir myndu sjálfkrafa komast í besta horf. Reyndar var að sögn Jóhönnu allra brýnast af öllu, að reka seðlabankastjórana, til þess að hægt væri að lækka vexti og styrkja krónuna, enda var fyrsta verkið að reka þá, en ekkert breyttist reyndar við það.
Þegar ekkert gekk eftir varðandi þessi atriði, var gripið til þeirrar skýringar að hér skylli á frostavetur í efnahagsmálunum, ef ekki yrðu samþykkar fjárkúgunarkröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave, enda setti AGS uppgjöf Íslands í því máli, sem skilyrði fyrir frekari efnahagssamvinnu við Íslendinga.
Icesavekúgunin tókst ekki eins og ríkisstjórnin ætlaði sér og AGS endurskoðaði efnahagsáætlunina og sjóðurinn og norðurlöndin, ásamt Póllandi samþykktu að greiða út annan hluta af lánsloforðum sínum og þar með hefði öll vandamál að leysast, samkvæmt fyrri yfirlýsingum ráðherranna.
Þar sem ekkert af þessum lausnum hafa dugað til að slá á getu- og hugmyndaleysi stjórnarinnar í atvinnuuppbyggingu landsins, þá er enn gripið til Icesave til að réttlæta ræfildóminn við lausn á brýnasta vandanum, sem er að koma almennilegum skriði á atvinnulífið og minnka þar með atvinnuleysið.
Á meðan ríkisstjórnin hefur enga trú á sjálfri sér og eigin getu, munu engir aðrir treysta henni, allra síst erlendar lánastofnanir.
Icesave tefur afnám gjaldeyrishafta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
er ekki kominn tími til að viðurkenna að stjórnun landsins snýst ekki um vinstri,hægri samfylkingu,framsókn,sjálfstæðisflokkinn eða vinstri-græna,heldur að landinu er stjórnað af glæpamönnum sem aftur eru að fá til sín fyrirtæki sem þeir settu á hausinn,í öllum siðmenntuðum ríkjum væru þessir einstaklingar á vanskilaskrá og fengju ekki að koma nálægt neinu fyrirtæki,en nei,þeir flytja sitt lögheimili erlendis til að þurfa ekki að taka á sig skattahækkanir og skerta þjónustu sem ÞEIR OLLU hérlendis,svo njóta þeir trausts íslenskra lánastofnana sem þeir settu á hausinn.....er ekki eitthvað mikið að hérlendis annað en erlendar skuldir einsog icesave og ags....er ekki uppgjöf stjórnmálamanna sem láta ræna landið svoldið alvarlegra mál.....hér eru topp tíu skuldugustu einstaklingar bankanna samkvæmt skýrslunni fyrst eru skuldir í evrum svo milljörðum króna....þurfa ráðamenn myndir af þessu sorpi til að taka á málum eða á bara að látta þetta hverfa í gleimsku.
árni (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.