28.4.2010 | 11:44
Hverjir hafa fjárfestingagetu upp á 500 milljónir?
Smáralindin er nú auglýst til sölu, en eignarhaldsfélag hennar er eitt af þeim fyrirtækjum sem bankarnir hafa þurft að taka upp í skuldir útrásarvíkinganna, en ekki eitt einasta af fyrirtækjum þeirra snillinga virðist hafa gengið hjá þeim í rekstri, enda blóðmjólkuð af öllu eigin fé, í formi arðgreiðslna til skúrkanna sjálfra.
Í fréttinni kemur fram að: "Söluferlið hófst 28. apríl 2010 og er opið öllum áhugasömum fjárfestum, sem standast hæfismat og sýnt geta fram á fjárfestingargetu umfram 500 milljónir króna." Ekki er víst að margur maðurinn á Íslandi nú til dags hafi fjárfestingargetu umfram 500 milljónir króna nema útrásarglæponarnir, sem hljóta að eiga einhversstaðar einhverja aura afgangs af öllum þeim milljörðum króna, sem þeir skömmtuðu sér í arð í "gróðærinu".
Jón Geral Sullenberg skrifar opið bréf til Jóns Ásgeirs í Bónusi í Mongunblaðinu í morgun þar sem hann biður hann að útskýra hvað hafi orðið um allan þann arð, sem hann og fjölskylda hans greiddi sér út út gjaldþrota fyrirtækjum sínum, alveg fram á síðustu dagana fyrir bankahrun og eins hvernig þotur, snekkjur, skíðahallir og lúxusíbúðir upp á milljaða króna var fjármagnað. Svar frá Bónusdrengnum hlýtur að birtast á sama stað fljótlega.
Nú er að sjá hvort Smáralindin verður keypt fyrir Tortola- eða Luxemborgarpeninga, nema mjög stór hópur annarra en útrásarglæpamanna taki sig til og safni saman 500 - 1000 milljörðum til að leggja í púkkið.
Smáralind til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er fullt af fólki sem á nóg af peningum ennþá
Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.4.2010 kl. 12:08
Einstaklingar sem lúra á svon upphæðum, sem ekki væru komnir frá banka- og útrásarævintýrinu, eru varla mjög margir, en þó bara vonandi sem flestir. Aðalatriðið er að þeir fáist þá til að nota þessa peninga til þess að endurreisa atvinnulífið og koma hlutunum á góðan skrið á ný til þess að minnka atvinnuleysið og auka veltuna í þjóðfélaginu.
Eins og ástandið er núna, virðist enginn þora að gera neitt og á meðan ríkir bara stöðnun og jafnvel afturför, því ekki hefur skattahækkunarbrjálæði ríkisstjórnarinnar bætt úr skák.
Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2010 kl. 13:05
Þetta eru kolrangar hæfniskröfur. Í stað þess að væntanlegir kaupendur sýni fram á að þeir geti reddað hálfum milljarði, ætti frekar að gera kröfu um að þeir sýni fram á mikla hæfni og/eða reynslu í skuldastýringu og fjárhagslegri endurskipulagningu. Vegna þess að Smáralindin er veðsett langt út á bílastæði!
Guðmundur Ásgeirsson, 28.4.2010 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.