Ein lög fyrir alla

Nú á tímum þykir ýmislegt í fari manna og gerðum alveg eðlilegt og sjálfsagt, sem áður og fyrrum þótti bæði óeðlilegt og ósiðlegt og var þar af leiðandi bannað með hörðum viðurlögum, jafnvel dauðadómum.  Samkynhneygð féll undir þessa skilgreiningu og gerir reyndar enn í sumun löndum og enn tíðkast dauðarefsing vegna slíkra mannlegra kennda í nokkrum löndum.

Kennisetningin hefur verið sú í gegnum tíðina, að hjónaband skyldi einungis viðurkennt milli karls og konu og hlýtur að hafa byggst á þeirra tíma þjóðfélagsháttum þar sem karlinn hafði það hlutverk að afla bjargar í búið og vernda fjölskyldu sína og ætt fyrir utanaðkomanandi áreiti.  Börnin, sérstaklega strákarnir voru síðan líftryggingarfélag foreldranna og bar að sjá fyrir þeim í ellinni og eins systrum sínum, féllu eiginmenn þeirra frá.

Nú eru tíma breyttir, þó ekki allsstaðar, því enn er karla- og feðraveldi við líði víða og annarsstaðar tekur nokkrar kynslóðir að breyta hugsunarhætti fólks um gömul gildi, en a.m.k. á vesturlöndum er farið að viðurkenna fjölskyldur, sem samsettar eru af einstaklingum af sama kyni og börnum þeirra, enda vandalaust fyrir konur að eignast börn, án þess að notast við gamla lagið og karlar geta ættleitt börn, hafi þeir á því áhuga.

Vegna þessara þjóðfélags- og hugarfarsbreytingar eiga auðvitað að gilda ein lög í landinu fyrir alla þegna, hver sem kynhneygð þeirra er og eiga öll lög um sambúðarfólk, rétt þeirra, skyldur og erfðir að gilda jafnt fyrir alla.

Jafnvel íhaldssöm stofnun, eins og kirkjan, er að verða tilbúin til þess að viðurkenna þetta.


mbl.is Biskup býst við einum hjúskaparlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

maður og maður í sambúð geta ekki verið hjón, hvað sem þeir reyna við það
kona og kona í sambúð getur heldur ekki orðið hjón

kona og maður í sambúð, geta hinsvegar orðið hjón, þannig er það bara

það er svo um að gera að viðurkenna samkynhneigðum rétt til að búa saman "eins og hjón" og fá blessun á sína sambúð "eins og" hjón hvort sem það er í kirkju eða á opinberum vettvangi,, samkynhneigðir eru manneskjur eins og gagnkynhneigðir, þessvegna á kynhneigð ekki að vera til greina þegar verið er að spá í réttindamál, heldur manneskjan sjálf, allir eiga skilið virðingu og að mannréttindi þeirra séu virt.

G (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 11:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg er mér sama hvað sambúðarform tveggja einstaklinga kallast, hvernig sem samsetning paranna er háttað.  Einfaldast væri að nota bara orðið "hjón" í staðinn fyrir að vera með tvö eða þrjú heiti á sama fyrirbærinu.

Mestu skiptir að vera ekkert að aðgreina fólk eftir einhverjum úteltum mælikvörðum.

Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2010 kl. 11:48

3 identicon

Þið eruð báðir að misskilja þetta.  Kristinn trú er trú en ekki samfélagsviðmið.  Það samræmist ekki Kristinni trú að fólk af sama kyni sé gefið saman óháð því hverjar skoðanir manna eru.  Þetta hefur ekkert með skoðanir eða samfélagsgerð að gera.  Kirkjur landsins eru eign Þjóðkirkjunnar og Þjóðkirkjan er Kristið trúfélag.  Kristið fólk trúir því að Biblían sé skrifuð af mönnum sem voru innblásnir af Heilögum anda og því sé allt rétt sem í henni stendur.  Þeir sem endurfæðast af andanum (endurfæðast í Jesú Kristi) þeir hafa upplifað þennan mátt orðsins.

Það þýðir ekkert að rífast og skammast yfir þessari staðreynd.  Hins vegar er það val hvers og eins hverju hann trúir.

Valur (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 12:48

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sjálfsagt má leiða að því líkur að trúfélögin eigi að hafa rétt til þess að ráða því sjálf hverja þau gefa saman og hverja ekki.

Aðalatriðið er að sömu lög gildi fyrir alla og allir njóti nákvæmlega sömu réttinda í þjóðfélginu burtséð frá því hvernig einstaklingar parast saman, t.d. varðandi sameiginleg fjármál, erfðir o.s.frv.  Þar eiga trúarskoðanir ekki að skipta neinu máli.

Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2010 kl. 13:10

5 identicon

Valur, einmitt af þessum ástæðum er með öllu ólíðandi að kirkjan sé ríkisstofnun. Trúfélög geta haldið úti hvers konar fordómum sem þau vilja, en ríkið á ekki að ýta undir þá með því að reka þessi félög; það er beint brot á stjórnarskránni.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband