Evruland í ruslflokki

Ísland hefur orðið fyrir hlutfallslega mesta bankahruni í veröldinni og er í mikilli fjármála- og skuldakreppu, sem ekki sér fyrir endann á ennþá.  Þrátt fyrir allt, sem á undan er gengið hefur tekist að halda uppi bankaþjónustu við almenning, þó mikið vanti upp á að þjónustan við atvinnulífið sé komin í viðunandi horf.

Lánshæfismat íslenska ríkisins og þjóðarinnar í heild er í næsta flokki fyrir ofan ruslflokk, þ.e. það hefur haldist í fjárfestingarflokki og ástandinu nýlega verið breytt úr neikvæðu í stöðugt.  Þeir sem lenda í ruslflokki í þessum mötum teljast ekki lengur nógu traustir aðilar, til þess að óhætt sé að versla með skuldabréf þeirra af öryggi á fjármálamörkuðum, því í slíku mati felst spá, um að viðkomandi muni ekki geta greitt skuldir sínar í nánustu framtíð.

Grikkland hefur nú dottið niður í ruslflokk hjá matsfyrirtækjunum og getur því ekki lengur endurfjármagnað skuldir sínar og hefur orðið að leita til AGS og ESB eftir neyðarhjálp.  Því hefur lengi verið haldið fram, að Íslendingar hefðu ekki lent í neinni kreppu, ef þeir hefðu verið gengnir ESB á hönd og búnir að taka evruna upp sem gjaldmiðil.

Grikkland, Spánn, Ítalía, Írland, Portúgal og fleiri ESB lönd hafa nú afsannað þessa kenningu á eftirminnilegan hátt.


mbl.is Skuldir Grikkja verða endurfjármagnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já herferð ESB trúboðsins sem byrjaði fljótlega eftir bankahrunið og stóð alveg fram að kosningum fór fram undir áróðursslagorunum: "ÞETTA HEFÐI ALDREI GERST HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB"

Allur þessi áróður þeirra er kolfallinn og stenur ekki steinn yfir steini í ESB lyginni.

Besti og eindregnasti bandmaður okkur ESB andstæðinga nú um þessar mundir er ESB apparatið sjálft sem stendur sjálft fyrir því að opinbera lygina um allar goðsagnirnar sem þessi sértrúarsöfnuður ESB innlimunarsinna á Íslandi hefur reynt að halda að þjóðinni með dyggum stuðningi all flestra fjölmiðla meðal annars Ríksfjölmiðlanna þeim til ávarandi skammar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 09:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mæl þú manna heilastur, Gunnlaugur.

Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2010 kl. 10:02

3 Smámynd: Eva

Vill bara taka undir orð ykkar beggja :) heyr heyr....

Eva , 28.4.2010 kl. 12:00

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halelúja!

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2010 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband