Slæmt er þeirra óréttlæti, en verra er "réttlætið"

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hefur oft átt góða spretti í málflutningi sínum, síðan hún kom inn á þing, en nýjasta útspil hennar um "réttlætið" er svo yfirgengilet, að hefðu orðin ekki fallið inni á hinu háa Alþingi, hefði ekki nokkrum manni dottið í hug, annað en að hún væri að grínast.

Lilja lét eftirfarandi út úr sér í þingræðunni;  „Skuldarar hrópa á réttlæti, norrænt réttlæti. Það felst í því að gripið er til almennra aðgerða og svo er skattkerfið notað til að taka frá þeim sem ekki þurfa á aðgerðunum að halda.“ 

Eins og ástandið er í efnahagsmálunum í landinu snúast hlutirnir hjá flestum um að fleyta sér frá degi til dags og þeir eru sárafáir, sem eiga einhvern afgang, a.m.k. sem heitið getur þegar líður að mánaðamótum og næstu útborgun.  Þannig er ástandið hjá þeim, sem ekki lentu verst úti í hruninu, en þeir sem tóku erlendu lánin og fóru óvarlega að öðru leyti í lántökum árin fyrir hrun, eru auðvitað í miklum vandræðum og munu margir missa eignir sínar á uppboð og jafnvel verða gjaldþrota.

Margir hafa nýtt sér þau úrræði sem skuldurum hafa staðið til boða og enn fleiri verða að skoða þau mál, áður en uppboðsfrestir renna út og leita allra leiða til að bjarga sér fyrir horn.  En að láta sér detta í hug, að þeir sem ekki yfirveðsettu sig fyrir hrun, geti tekið á sig að borga niður lánin fyrir hina, er svo glórulaust, að óskiljanlegt er að nokkrum þingmanni skula detta svona vitleysa í hug.

Og þó, kannski er þess einmitt að vænta að þingmenn VG fái hugdettur, sem ekkert vit er í.


mbl.is „Skuldarar hrópa á réttlæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þú ert farinn að stimpla þig inn sem fordómafyllsti hrokagikkur sem bloggar á MBL.

Þú ert gjörsamlegs sniðinn nokkurrri réttvísi og stendur fyllilega á bak við svikula lánastarfsemi bankana, ertu á launum hjá þeim eða ertu bara svona eðlilega vitgrannur.

Vilhjálmur Árnason, 27.4.2010 kl. 15:07

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Tek heils hugar undir með Axeli. Þetta er glórulaust.

Finnur Bárðarson, 27.4.2010 kl. 15:15

3 identicon

Já þetta er glórulaust Axel, en það eru svo margir glórulausir Vilhjálmur Árnason vill komast í veskið þitt til að geta borgað sínar skuldir með þínum peningum. Þetta er ótrúlegt lið. Hver er vitgrannur????.

Eyjlofur Gardar Svavarsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 15:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vilhjállmur, ég verð að viðurkenna að ég er svo eðlilega vitgrannur, að ég skil athugasemd þína ekki alveg.  Hvaða fordómafulli hroki, af fyrstu gráðu, lýsir sér í upphaflegu færslunni.  Annað sem ég skil ekki heldur, er hvernig ég, eins sniðinn nokkurri réttvísi og þú bendir á, stend fyllilega á vak við svikula lánastarfsemi bankanna. 

Ekki er ég á launum við þetta, hvorki brá bönkum eða öðrum, enda svo vitgrannur að mér hafði bara ekki dottið í hug, að það stæði til boða.

Axel Jóhann Axelsson, 27.4.2010 kl. 15:41

5 Smámynd: halkatla

ég hef bara kosið vg í kosningum en ég er fullkomlega sammála þér

halkatla, 27.4.2010 kl. 15:53

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Bloggaði hér en það var svo laaaangt að ég "henti" því inn á hér : http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1048070/ fyrir þá sem nenn að lesa það:)

Kristján Hilmarsson, 27.4.2010 kl. 17:10

7 Smámynd: IGÞ

VÁLEGIR TIMAR FRAMUNDA !

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er ríkisstjórn sem fékk sitt gullna tækifæri til að sýna að hún væri hin raunverulega félagshyggjustjórn

Stjórn réttlætis og stjórn sem myndi koma og rétta við hag alþýðu Íslands svo áþreifanlegt væri.

Það þarf ekki að útskýra það í alltof mörgum orðum hvernig þessari stjórn hefur tekist til.

Það þekkja allir og ekki síst saklausar fjöldskyldur sem engan þátt áttu í því mikla hruni sem dunið hefur yfir þjóðina.

Og ef einghverjum heilvita manni dettur það í hug að almenningur hafi átt þátt í bankahruninu, þá þarf sá hinn sami að kynna sér málin betur.

Nú heyrist það, að ekki verði lengur frestað nauðungaruppboðum á húsnæði þeirra sem ekki geta staðið í skilum.

Hvar er skjaldborgin?

En það heyrist líka að að viðskiptaráðherra telji það vera frekar skyldu stjórnvalda að koma verðbréfafíklum til hjálpar,

frekar en að koma í veg fyrir að fjöldskyldur fari á vergang.

Ég vil ekki heyra þá fásinnu að það sé búið að gera allt sem hægt sé að gera og ekki heldur að fólk þurfi bara að koma og semja.

Þekki vel tilfelli þar sem leitað hefur verið til Ráðgjafastofu heimilanna og hvorki gengið né rekið.

Alveg frá því í janúar hafa skuldarar verið sveittir við að fylla út óteljandi plögg og skrifa greinagerðir með hnút í maganum.

Þegar hamfarir verða, eldgos, jarðskjálftar svo eitthvað sé nefnt þá eru allir sammála og samtaka um að bjarga þeim sem verða fyrir tjóni.

Og það er gott til þess að vita að enn sé samkendin fyrir hendi með þjóðinni.

En þegar heimilin lenda í þeim erfiðleikum sem nú dynja yfir þá er eins og ráðamenn haldi enn í gamla ruglið: ÞETTA REDDAST..

Hvert er sú ríkistjórn komin sem ekki vill standa vörð um hornstein samfélagsins?

Ekki seinna en í haust. Þá segjum við: GUÐ BLESSI ÍSLAND.

IGÞ, 27.4.2010 kl. 20:55

8 Smámynd: Friðrik Jónsson

Hvað skeður þegar allt fer á fullt og almenningur missir allt sitt,hvað verða margir sem fara af landi brott,hvað verða margir sem láta gera sig gjaldþrota og borga bara ekkert lengur? verður lánastofnunum bjargað aftur á okkar kostnað?

Friðrik Jónsson, 28.4.2010 kl. 11:48

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er greinilega samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og AGS að láta sverfa til stáls í þessum skuldamálum og hreinlega láta þá fara í gjaldþrot, sem ekki geta eða vilja nýta sér þau úrræði, sem ríkisstjórnin hefur þegar gefið kost á, því a.m.k. Árni Páll hefur margsagt að meira verði ekki gert í þessum efnum.

Bönkunum verður alltaf bjargað fyrir horn, því ekkert samfélag getur þrifist án bankanna.

Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2010 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband