Langt rútuferðalag fyrir stutt flug

Útlit er fyrir að millilandaflugið til og frá Íslandi þurfi að grípa til varaflugvallarins á Egilsstöðum, þar sem flugvellirnir í Keflavík, Reykjavík og á Akureyri verði allir lokaðir.

Það verður þreytandi ferðalag fyrir Evrópufarþega, að fara í 12 tíma rútuferðalag til Egilsstaða til þess að komast í þriggja til fjögurra tíma flugferð til meginlandsins.

Eins verður auðvitað með komufarþegana, að þurfa þessa löngu rútuferð eftir flugið, ef áfangastaðurinn er Reykjavík.

Með bið á brottfararstað og flugvelli mun Kaupmannahafnarferð taka hátt í tuttugu klukkutíma og til viðbótar við annað, er þetta líklegt til að mikið verði um afbókanir ferða til landsins á næstunni.

Kreppan náði ekki til ferðaþjónustunnar, en eldgosið gerir það svo sannarlega.


mbl.is Akureyrarflugvelli líka lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband