Tortolavexti til að borga þetta

Bústjóri þrotabús Baugs hefur gjaldfellt og sent í innheimtu rúmlega tveggja milljarða króna lán, sem félag skráð á eiginkonu Jóns Ásgeirs í Bónusi skuldar þrotabúinu vegna kaupa á hlut í Landic Property, sem nú er auðvitað orðið gjaldþrota, eins og flest ef ekki öll félög Baugsfeðga.

Fyrir örfáum vikum snaraði eiginkonan einum milljarði króna í hlutafjáraukningu í 365 miðlum og er nú stærst eigenda í því fyrirtæki og stjórnarmaður, enda má eiginmaðurinn hvergi vera í stjórn fyrirtækja á Íslandi, þó skilanefnd gamla Landsbankans greiði honum rífleg laun fyrir stjórnarsetur í fyrrum Baugsfélögum, sjá hérna

Ekki hafa verið gefna neinar skýringar á því, hvaðan svo illa settri eiginkonunni kom þessi milljarður til hlutafjáraukningarinnar í 365 miðlum, en að minnsta kosti hefur allt þótt til vinnandi að missa ekki yfirráðin yfir þeirri áróðursmaskínu, sem það félag hefur verið fyrir eigendur sína á undanförnum árum.

Þessi hjón hafa sýnt að þeim er ákaflega annt um mannorð sitt, sérstaklega eiginmanninum, sem sífellt klifar á því að vondir menn séu að reyna að reyta af honum æruna, þannig að þau hljóta að leggja áherslu á að greiða þessa smáupphæð, miðað við heildarskuldaklafa þeirra, til þess að ekki falli neitt kusk á hvítflibbann, sem lögð hefur verið svo mikil áhersla á, að láta líta út fyrir að væri tanduhreinn.

Ef allar aðrar bjargir þrýtur, mætti kíkja á reikningana á Tortola og athuga hvort ekki væri hægt að  taka út a.m.k. hluta vaxtanna, til að greiða þessa smáaura.


mbl.is Tveggja milljarða lán til 101 Capital gjaldfellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Höskuldsson

Jón Ásgeir segir orðrétt í aðsendri grein í morgun í Fréttablaðinu. "Fjármuni í felum á aflandseyjum á ég enga" og Jón Ásgeir heldur áfram" en ég heiti Íslensku þjóðinni því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta fyrir mistök mín og leggja mitt af mörkum til að byggja Ísland upp að nýju".

Svo mörg eru þau orð þannig að kíkja á reikninga á Tortola er víst óþarfi það finnast ekki peningar þar. 

Páll Höskuldsson, 22.4.2010 kl. 09:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ja, þar fór í verra, engir aurar til að gera eitt eða neitt.  Jóhannes Bónuspabbi sagði einhversstaðar að "vinir" hans ætluðu að lána honum pening til að kaupa aftur 10% hlut í Högum.  Vandræði fyrir soninn að tilheyra ekki þessum sama vinahópi, fyrst hann er orðinn alveg jafn blankur og pabbinn.

Það er þó huggun við þessa dapurlegu frétt af blankheitunum, að Jón Ásgeir í Bónus er ekki þurftarfrekur maður, hann er glaður og hamingjusamur, bara ef hann á fyrir Diet Coce, svo, eins og hann sagði sjálfur, þá þarf þjóðin ekki að hafa áhyggjur af honum.

Aðstoð hans við enduruppbyggingu Íslands er hins vegar sama og þegin. 

Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2010 kl. 09:23

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Subbulegt hvar sem að því er komið og enginn lætur þessa timburmannajátningu Jóns Ásgeirs sig nokkru skipta. Hann mun hér eftir sem hingað til hafa eigin hagsmuni að leiðarljósi en vill bara fá frið til þess. Og svo finnst honum líklega óþægilegt að koma til Íslands í fermingarveislur og sjá að hann er fyrirlitinn.

Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband