Bakkabræður

Bakkabræður voru skemmtilegir karlar, sem t.d. reyndu að bera sólina inn í bæinn sinn í húfunum sínum og losuðu sig við heimilisköttinn, þegar þeim var sagt að kötturinn æti allt og þá reiknuðu þeir með að hann myndi éta þá bræður líka, eins og annað.

Einn slíkur Bakkabróðir er nú forseti Bólivíu, en hann heldur að karlmenn, sem borða hormónabætta kjúklínga eigi á hættu að stórskaða karlmennskuna og ef þeir gæða sér á evrópskum mat, geti þeir orðið sköllóttir.  Annar fjarskyldur ættingi þeirra bræðra er forseti í Venuzuela, enda góður vinur frænda síns í Bólivíu.

Bakkabræðurnir af norðulandi voru þó miklu skemmtilegri en þessir fjarskyldu ættingjar þeirra og mun gáfulegri.


mbl.is Karlmennskan í hættu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://twospiritsone.blogspot.com/2010/04/is-evo-morales-homophobic-his-remarks.html  

Hann var bara að segja það sem satt er að karlar em innbyrtu mikinn hvenhormóm yrðu kvenlegri, alveg eins og konur sem innbyrtu karlhormón yrðu líkari körlum, hann minntist ekkert á samkynhneigða, þetta er því alveg tekið úr samhengi.  Hann minntist líka á að coca cola væri það stert að það væri hægt að þrífa klósett með því.  Hann var í rauninni að ræða þá óhollu siði sem vesturlönd hafa tamið sér sem eru bæði slæmir fyrir umhverfið og okkur sjálf.  Ein birtingarmynd þessara siða er offita.  Önnur er Chernobyl.

Níels Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 02:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er alveg sammála, það má alveg hafa gaman af þessum Bakkabræðrum, sem komist hafa til æðstu metorða í sínum heimalöndum.  Þetta er langt í frá það fyndnasta sem frá þeim félögum hefur komið.

Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2010 kl. 08:06

3 Smámynd: Vendetta

Þótt Morales hafi kannski komið óheppilega að orði, þá er þó nokkur sannleikur í því sem hann segir. Vaxtarhormónar sem dælt er í búfénað, allt frá kjúklingum til nautgripa, er allt annað en hollt. Fyrir utan allt penicillínið sem er sprautað í kjúklinga og svín til að þau drepast ekki úr sýkingu. Og það er vitað, að skalli orsakast aðallega af testesteron, sem er skýringin á hvers vegna karlmenn verða sköllóttir en konur ekki.

Það er vitað mál, að evrópskum bændum, fóðurframleiðendum og matvælaframleiðendum er andskotans sama um heilbrigði neytenda, þangað til glæpurinn kemst upp, þá þykjast þeir ekkert hafa vitað. Ég mundi treysta Morales og Chavez betur til að tryggja matvælagæði en evrópskum eða bandarískum ráðamönnum.

Fyri utan það að Morales er bezti forsetinn, sem Bólivía hefur haft og fyrsti forseti álfunnar sem hefur gefið frumbyggjum einhver raunveruleg réttindi. Hinn rangkjörni forseti México, Felipe Calderón, mætti vel taka Morales sér til fyrirmyndar.

Vendetta, 22.4.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband