Kreppan grynnri, en verður lengri

Á haustdögum 2008, eftir bankahrunið, voru menn ákaflega svartsýnir um framtíðina og óttuðust allt það versta varðandi efnahagslífið og atvinnuleysi.  Nú eru allir kátir vegna þess að ástandið er eitthvað betra, almennt séð, en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og að sjálfsögðu segir ríkisstjórnin að allt sé þetta henni að þakka.  Það eru auðvitað hreinustu öfugmæli, eins og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa margoft bent á.

Samkvæmt samantekt AGS verða næstu ár síður en svo einhver gósentíð, því eins og segir í fréttinni: 

"Í skýrslunni er birt hagvaxtarspá, sem gerir ráð fyrir 2,3% vexti á næsta ári, 2,4 vexti árið 2012, 2,6% hagvexti árið 2013 og 4% hagvexti árið 2014. 

Þá spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að verulega dragi úr atvinnuleysi á næstu árum. Áætlað er að það verði 9,7% á þessu ári, 8,6% á næsta ári en verði komið niður í 3% árið 2014. Þá verði verðbólga 3,8% á næsta ári en lækki áfram og verði 2,5% árið 2014."

Til þess að endurheimta störf fyrir þá, sem nú þegar eru atvinnulausir og þá, sem bætast við á vinnumarkað á næstu árum, hefur Vilhjálmur Egilsson sagt, að hagvöxtur þyrfti að vera 5% árlega næstu ár, en spá AGS er langt frá slíkum hagvexti.  AGS gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði 3% árið 2014, en verði hátt í 10% næstu ár.

Ef einhver heldur að kreppan sé að verða búin, þá fer sá hinn sami villur vegar, því jafnvel má búast við því að spá AGS sé of bjartsýn, ef tekið er mið af þeim töfum á atvinnuuppbyggingu, sem VG berst fyrir með kjafti og klóm.

Það er áreiðanlega einsdæmi í sögunni, að ríkisstjórn hafi það að markmiði að framlengja kreppu eins mikið og mögulegt er.


mbl.is Kreppan grynnri en óttast var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vísukorn um óráðsíuparið...

Við lagið Alli, Plli og Erlingur)

Nágrímur og Jóhrannar þau ætla út að sigla

á lekri þjóðarskútunni um opið haf.

Í farangrinum loforðin er farin eru að mygla

það mætti halda að þau vildi koma þeim í kaf.

Vor guðlegi frú leiðtogi í brúnni regir sig

á fullu stími siglir hún svo yfir mig og þig.

Hæ og hó og hæ og hó og hí

þau segja:"NEI" þá ef þau hafa fyrir því.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 17:13

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er líka væntanlega einsdæmi í sögunni að ríkisstjórn vinni markvisst á móti hagsmunum landsmanna - það er líka væntanlega einsdæmi að annað eins samansafn lendi saman í tíkisstjórn -

Til þess að hraða efnahagsuppbyggingunni þarf þessi stjórn að fara frá - fram að þeim tíma  ( vonandi í haust ) verður hún að hætta að standa í vegi fyrir uppbyggingu t.d. á Suðurnesjum og víðar -

Fari hún frá strax má líta til hennar með sæmilegum velvilja - því að þá væri hún að viðurkenna það að hún sé óhæf -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.4.2010 kl. 17:14

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ríkisstjórnin er í rauninni búin að kasta hvíta handklæðinu varðandi skuldavanda heimilana. Fólk er beðið um að gera sér engar vonir um leiðréttingar lána, hvorki leiðréttingu, né afskriftir.

Ríkisstjórnin er einnig búin að kasta hvíta handklæðinu vegna Icesave.  Yfirlýsing þess efnis um að greiða ólögvarða Icesavekröfuna til baka með vöxtum, er í rauninni ekkert annað en ganga til samninga við Breta og Hollendinga á grundvelli þess samnings, sem lög um voru felld  í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars sl. , þannig að slíkur samningur, kallará samskonar lög og felld voru, þar sem texti samningsins er sá sami, fyrir utan kannski lægri vaxtaprósentur og vaxtalaus ár.
  Það lýgi það sem stjórnvöld halda fram, að lítið hafi borið í milli þegar samningaviðræðum lauk fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefði það verið raunin, þá væri búið að semja.  Sannleikurinn er sá að það sem bar á milli allan tíman er munurinn á þeim samningsviðmiðum sem íslensku samninganefndinni voru sett af samráðshópi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu og því tilboði sem að lá á borðinu í London í rúma viku og samninganefndinni var skipað að hanga yfir, í þeim eina tilgangi að telja þjóðinni trú um að atkvæði hennar í þjóðaratkvæðagreiðslunni, skipti engu máli.

Stjórnvöld tóku ekki bara ákvörðun um að hundsa þjóðaratkvæðagreiðsluna, heldur tóku þau meðvitaða ákvörðun um að hafa úrslitin að engu og ekki gera hina minnstu tilraun til þess að nýta sér þann stuðning, sem úrslit hennar fólu í sér. Þvert á móti hafa fulltrúar fjármálaráðuneytisins verið í sambandi við viðsemjendur okkar í rauninni þvert á það samráð sem stjórnvöld voru í raun skikkuð til að leita af viðsemjendum okkar og má segja að frá sjónarhóli Steingríms og félaga í Bretavinnunni, þá er það eina sem að ber á milli, það að það á eftir að panta flugmiðann út skrifa undir samninginn, samhljóða þeim sem felldur var hér í þjóðaratkvæðagreiðslunni, með breytingu um vaxtakjör og koma með hann heim aftur og taka slaginn við þing og þjóð.

Endurskipulagning bankana er sögð á undan áætlun.  Það hlýtur að þýða að skilanefndir föllnu bankana, sem halda utan um eignarhlut  nýju eigenda bankana (kröfuhafana), ljúki störfum fyrr en áætlað er. Þrátt fyrir það veit enginn nema skilanefndirnar og kröfuhafarnir,  hverjir þessir nýju eigendur eru, sem taka munu við rekstri bankana, þegar skilanefdirnar ljúka störfum.  Alþingi sem ber ábyrgð á löggjöf um rekstur bankana er haldið í myrkrinu með þetta allt saman.  Það er því þörf á því fyrr en seinna, að sett verði lög um upplýsingaskyldu skilanefnda gagnvart Alþingi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.4.2010 kl. 20:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er merkilegt með pukrið í kringum eigendur nýju bankanna, að Viðskiptanefnd Alþingis skuli vera neitað um upplýsingar um hverjir séu þeir stærstu í þeim hópi.  Eignarhald gömlu bankanna var orðið flækt í köngulóarvef tuga eða hudraða leynifélaga, sem enginn gat áttað sig á og maður hefði haldið að ekki ætti að flækjast í samskonar vef leynilegs eignarhalds aftur.

Skilanefndirnar virðast ekki þurfa að gera nokkrum aðila hérlendis grein fyrir störfum sínum, enda bankaleyndinni alltaf borið við.

Það þarf að setja á stofn nýja rannsóknarnefnd, sem falið verði að fara ofna í saumana á störfum skilanefndanna og nýju bankanna frá hruni, því þar virðist margt einkennilegt vera á ferðinni.

Ótrúlegt að ríkisstjórnin skuli láta þetta viðgangast og bæði viðskipta- og fjármálaráðherra yppa bara öxlum og segja þessa aðila utan síns verkahrings.

Axel Jóhann Axelsson, 21.4.2010 kl. 21:09

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er eins og að stjórnvöld hafi engan áhuga á því að taka mark á því sem stendur í skýrslunni, nema í þeim tilgangi að grýta pólitískum drullukökum í allar áttir.

Einu viðbrögð Samfylkingarinnar eru að leita að "mótefni" við Blairismanum.  Það eru samt minni líkur en meiri að það "mótefni" finnist, án klofnings í flokknum.

Jóhanna vill rjúfa tengsl á milli viðskiptalífs og stjórnmála, eins og þau birtast í skýrslunni.  Gott og vel.  En Samfylkingin þarf þá, í ljósi viðurkenningar Össurar á tengslum flokksins við Baug, að gera hreint fyrir sínum dyrum hvað það varðar, þar sem að eigendur Baugs og viðskiptafélagar þess fyrirtækis eru enn áberandi í íslensku viðskiptalífi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.4.2010 kl. 22:11

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru meiri líkur en minni, að viðskiptafélagar Samfylkingarinnar verði ekki utan rimlanna mikið lengur.

Axel Jóhann Axelsson, 21.4.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband