Móðursýki eða móðusýki

Norskur flugmaður, sem hefur flogið fyrir SAS í 35 ár segir að flugbannið vegna eldgossins í Eyjafjallajökli sé meðsta móðursýki aldarinnar og telur að það sé einungis reykur frá eldfjallinu, sem berst suður um Evrópu og flugbannið sé því á algerum misskilningi byggt.  Þó hafa fregnir borist af því að tvær finnskar herþotur hafi lent i "reyknum" með þeim afleiðingum, að hreyflar þeirra eyðilögðust.

Búast mátti við því, að eftir því sem gosið stæði lengur og tjón af þess völdum á ferða- og flugiðnaðinn yrði meira, þá færu svona raddir að heyrast og slakað yrði á öryggiskröfum og einmitt notaðar þær röksemdir að hættan af öskufallinu væri ofmetin.  Ef slakað verður á ýtrustu varúðarkröfum og það myndi leiða til þess að ein einasta farþegaþota myndi farast, þá yrði það dýrkeypt tilraun til að kanna áhrif "reyksins" á farþegaflugvélar. 

Frekar en að slaka á örygginu, ættu flugfélög og ferðaþjónustuaðilar að nota þetta tækifæri til að gera áætlanir um viðbrögð við "alvöru" eldgosi, svo sem Kötlugos, að ekki sé minnst á Lakagíga, sem ollu móðuharðindunum hérlendis og höfðu áhrif á loftslag alls heimsins í langan tíma.

Sú varúð sem nú er sýnd í þessu efni getur hvorki fallið undir að kallsat móðursýki né móðusýki.

Til þess eru mannsífin allt of dýrmæt að enga óþarfa áhættu má taka svo þeim verði stefnt í tvísínu.


mbl.is Segir flugbannið vera móðursýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband