15.4.2010 | 16:25
Grafalvarlegt ástand í atvinnumálum
Samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja sinna eru horfur á að störfum í þjóðfélaginu muni fækka um 1.500 á þessu ári og mun þá atvinnuleysi verða komið upp í um 10% við næstu áramót.
Þrátt fyrir mikinn fagurgala stjórnvalda um að "margt hafi verið gert" til að fá hjólin til að snúast í atvinnulífinu, er þetta það sem við blasir, þ.e. að atvinnuleysi mun aukast og hátt í 20.000 manns munu verða á atvinnuleysisskrá og til viðbótar hafa nokkur þúsund manns flutt af landi brott og því mælast raunverulega töpuð störf mun færri vegna þess.
Í fréttatilkynningu SA kemur m.a. þetta fram: "Yfirfært á atvinnulífið í heild samsvarar þessi niðurstaða fækkun um rúmlega 1.500 starfsmenn í þessum atvinnugreinum á árinu. Launagreiðslur sem falla brott af þeim sökum nema um 8 milljörðum króna á ársgrundvelli, segir á vef SA." Jafnframt mun þetta viðbótaratvinnuleysi kosta Atvinnuleysistryggingarsjóð a.m.k. 250 milljónir króna á mánuði, en heildartap launþeganna mun verða hátt í fimmmilljarðar króna á ári.
Þetta er grafalvarleg staða og óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli ennþá tefja og í raun stoppa allar stóriðjuframkvæmdir, sem hugsanlegt er að gætu komist í gang, væri ekki fyrir þessa skemmdarstarfsemi stjórnvalda.
Útlit fyrir störfum fækki um 1.500 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Þökk " sé ICESAVE málinu. Hefði þjóðin borið gæfu til að ganga frá þessu ólansmáli í júní á sl. ári-væri hér orðinn uppgangur í atvinnu og efnahagslífinu. þetta mál heldur okkur í helfrosti eftir NEI hjá hluta þjóðarinnar. Og engar líkur á að lausn sé í sjónmáli.
Þannig að enn á þetta mál eftir að valda okkur þungum búsifjum.
En stór hluti þjóðarinnar klappar höfðinu í stein og og segir "helv... ríkisstjórnin"og skilur ekki samhengið....
Sævar Helgason, 15.4.2010 kl. 16:58
Hvaða samhengi er það við Icesave, að neita að staðfesta skipulagstillögur og tefja öll slík mál með öllum ráðum. Fjárfestingar erlendra aðila munu ekki stranda á Icesave og nú á endurskoðun AGS á efnahagsáætluninni ekki að stoppa á Icesave lengur.
Það verður fróðlegt að sjá þann viðsnúning á öllum sviðum, sem sú endurskoðun mun valda, ef marka má orð ráðherranna.
Meira að segja Steingrímur J. er hættur að tala á þessum nótum, sem þú ert nú að gera, svo ykkur aðdáendum hans ætti að vera óhætt að láta af því líka.
Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2010 kl. 17:04
Samkvæmt nýjustu upplýsingum er þetta ICESAVE mál að leysast -Kannski upplýst eftir kosningar í Hollandi og Bretlandi. Rannsóknarskýrslan opinberar allt klúður Íslendinga í málinu . ASG endurskoðun aðstoðar við Ísland okkur í vil er skýrt merki um að málið er að leysast. Því er fagnað. Forseti vor situr eftir í forarpytti við að þvælast fyrir lausninni og skaða þjóðina...Að hafna samþykkt laganna um ára mót voru stór mistök sem og NEI hluta landsmanna....
Sævar Helgason, 15.4.2010 kl. 19:47
Mér þykir þú góður, að hafa svona miklu betri skilning á málinu en flestir aðrir, t.d. 98% þeirra kjósenda, sem afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hvaða leynisamninga verður upplýst um, eftir kosningar í Bretlandi og Hollandi? Eru það samningar, sem er verið að leyna fyrir þingi og þjóð?
Endilega upplýstu fáfróðan almenning um þessi farsælu Icesavemálalok.
Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2010 kl. 21:28
Það hlítur að vera erfitt að þessi Sævar
Gunnar Emil Árnason, 15.4.2010 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.