Álfheiði blöskrar og fleirum einnig

Ekki hefði verið hægt að ímynda sér að hægt yrði að vera sammála Álfheiði Ingadóttur um nokkurt mál, því svo einstrenginslegar og öfgafullar eru skoðanir hennar yfirleitt, að þær falla yfirleitt ekki inn í hugsunarhátt eðlilega þenkjandi fólks.

Ummæli hennar um Ólaf Ragnar Grímsson, klappstýru útrásarinnar, sem hún lét falla á Alþingi í dag, eru hins vegar orð að sönnu, en hún sagði m.a:  „Ég verð að segja, að mér ofbuðu viðbrögð eins aðalleikara og klappstýru í útrásinni, sem er forseti Íslands, við skýrslunni í fjölmiðlum í gær. Ég harma þau.“

 

"Hún bætti síðar við að hún hefði búist við öðrum viðbrögðum í ljósi áramótávarps forsetans 1. janúar 2008. „Þar mátti  kenna nokkra iðrun yfir aðkomu hans og embættisins að útrásinni. Það er ljóst, að það er á fleiri vígstöðum sem menn þykjast ekki bera ábyrgð en stjórnmálaflokkum. “"

Í þessu efni má segja að kjöftugum hafi ratað rétt orð á munn, sem sjaldgæft er með Álfheiði, en fólk var farið að trúa því, eftir að forsetinn neitaði Icesavelögunum staðfestingar, að hann væri fullur iðrunar og tilbúinn til þess að taka afstöðu með þjóðinni.

Það hefur hann nú afsannað með gagnsókn sinni gegn rannsóknar- og siðferðisskýrslunum.


mbl.is Ofbauð viðbrögð forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

Þú veldur mér vonbrigðum, Axel Jóhann, með þessari færslu:Þú færir engin rök fyrir ganrýni þinni á viðbrögðum forsetans við ákveðnum atriðum í rannsóknarskýslunni.

Agla, 15.4.2010 kl. 14:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er að taka undir með Álfheiði, að hann sé að reyna núna að fegra sinn þátt í útrásinni, en allir vissu að hann var helsta klappstýra útrásarvíkinganna og hörð gagnrýni kom fram á hans aðkomu að málunum kom fram í rannsóknarskýrslunum.

Það er ekki lengra en fjórir mánuðir síðan þjóðin var meira og minna sammála þessu og þá var Ólafur Ragnar einn óvinsælasti maður þjóðarinnar.  Það breyttist á einni nóttu, þegar hann neitaði Icesavelögunum staðfestingar, en það þýðir ekki, að þar með hafi hann verið hreinsaður af útrásarmálunum, þó honum hafi tekist með því að verða einn vinsælasti maður landsins við það.

Fortíðin gleymist varla á svona skömmum tíma.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2010 kl. 14:56

3 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Menn geta ekki falið sig eða dulist með því að þyrla upp moldviðri til þess eins að beina athyglinni frá eigin persónu.

-Nei, forsetinn gerði það sem honum bar. Og gerði það vel. Kannski of vel, en hann hefur líka stutt íslenskan iðnað, útflutning á fiski, lopapeysum og tengdum iðnaði og hann studdi á sama hátt einnig fjármálastarfsemina þegar allir töldu hana mesta undur veraldar.

Það eina sem ég tel að hann ætti að hafa látið ógert ,er að hafa þegið afnot af einkaþotum auðmanna og þannig tengt nafn þeirra hjóna og nafnbót við einstaklinga tengda þessarri þjóðarskömm sem hrunið var og er.

Árni Þór Björnsson, 15.4.2010 kl. 15:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, Ólafur Ragnar átti fáa svona einlæga aðdáendur eins og þig, fram að síðustu áramótum.  Háværar kröfur voru á lofti um að hann ætti að segja af sér og í skoðanakönnunum kom fram, að hann væri einhver óvinsælasti maður þjóðarinnar, t.d. miklu óvinsælli en Bónusfeðgar, sem þó ollu hruninu ásamt öðrum glæpamönnum, sem þó voru flestir minni í sniðum.

Það hefur oft verið sagt að minni þjóðarinnar sé ekki mikið og virðist það nú sannast enn einu sinni vegna þessarar umræðu um Ólaf Ragnar.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2010 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband