Ólíkt hefst fjármálaráðherrann að

Þegar erfiðleikar bresta á, þarf oft sannar hetjur til að takast á við vandann, sem aldrei leysist sjálfkrafa, en sumir ýta alltaf vandanum á undan sér eða gefast alveg upp, en aðrir ráðast að vandamálinu og leysa úr því.

Eftirfarandi klausa úr fréttinni lýsir vel viðbrögðum sannrar alþýðuhetju á örlagastundu, þegar brúnni á Markarfljóti var bjargað frá skemmdum vegna flóðsins, sem eldgosið orsakaði, en frásögnin er svona:  "Bændur á svæðinu bera mikið lof á Guðjón Sveinsson gröfumann frá Uxahrygg á Rangárvöllum og segja að hann hafi forðað því að hlaupið olli ekki meira tjóni. Guðjón rauf þrjú skörð í veginn til að auðvelda hlaupinu að komast áfram og létti þannig þrýstingi á brúna.

Þegar Guðjón var að rjúfa skarð númer tvö sá hann að bylgja kom að honum. Hann hélt samt áfram að grafa, en þegar hann leit við sá hann að önnur og enn stærri bylgja var að koma. Þá bakkaði hann vélinni í snarheitum á öruggan stað og hóf að grafa þriðja skarðið í veginn.

Guðjón er núna að moka möl í áveituskarð í um 100 ára gömlum varnargarði við Markarfljót."

Þetta er lýsing á aðdáunarverðum viðbrögðum við aðsteðjandi vanda, en á meðan að á þessu stóð var fjármálaráðherra að álpast um veginn og varð innlyksa milli tveggja flóða, en björgunarmönnum þótti ástæða til að láta hann dúsa þar, en vera heldur til taks til að bjarga einhverju mikilvægara, ef á þyrfti að halda.

Ríkisstjórnin og ráðherrarnir ættu að taka hugsunarhátt og framtakssemi Guðjóns Sveinssonar frá Uxarhrygg til fyrirmyndar í sínum störfum.  Þá er hugsanlegt að einhverntíma tækist að áorka einhverju til uppbyggingar atvinnulífsins í landinu og minnkunar atvinnuleysisins.

Það gerist ekki með því að standa og horfa á vandamálin vaxa á báðar hendur.


mbl.is Gröfumaðurinn bjargaði miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þér, þetta var líka mín fyrsta hugsun við lestur fréttarinnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2010 kl. 15:42

2 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Þetta er rosalegt. Í ljósi þess að hér var fjármálaráðherra á ferðinni og einnig þess að samgönguráðherra er Samfó-maður, má gera ráð fyrir því að þessi gröfumaður eigi yfir höfði sér málsókn fyrir skemmdarverk á samgöngumannvirkjum. Fær áreiðanlega háar fjársektir og eða fangelsisdóm því hvergi kemur fram að hann hafi gert þetta samkvæmt beiðni eða skipun yfirvalda.  Það væri eftir öðru sem frá þessum mönnum kemur þessa dagana.

Viðar Friðgeirsson, 14.4.2010 kl. 15:46

3 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Hverjum nema þér þér Axel minn hefði dottið í hug að fara að hnoða pólitík inní fréttir af jökulhlaupi o0g eldgosi? Bara til að fullnægja eigin þörfum við að gera lítið úr pólitískum andstæðing. Sumt breytist aldrei. En enginn dregur hæfni gröfumannsins í efa, enda þarna greinilega á ferð maður sem kann vel til verka, og vanur að vinna hratt og vel við erfiðar aðstæður. Heldur þú virkilega að gosið og jökulhlaupið sé ráðherranum og ríkisstjórninni að kenna?

Stefán Lárus Pálsson, 14.4.2010 kl. 15:47

4 Smámynd: Svavar Bjarnason

Sumir eiga til að leggjast ansi lágt í pólitíkinni. Að nota náttúruhamfarir til að koma höggi á pólutísa andtæðinga á þennan hátt er ekkert anneð en lágkúra.

Svavar Bjarnason, 14.4.2010 kl. 15:54

5 identicon

Stefán auðvitað er þetta gos pantað af Alþingi, þetta dregur athygli frá skýrslunum og æseif (ice save), ég veit að þú sérð þetta.  Svo erum við náttúrulega ekki seif þó að við séum með æsaeif hangandi yfir okkur þó svo að orðið segi maður sé á valt seif.

allidan (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 15:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán og Svavar,  það er alveg greinilegt að þið lesið alla texta með hliðsjón af eigin pólitísku skoðunum.  Hvergi var í færslunni minnst á, að gosið væri pólitískt, hvað þá Vistnri grænt eða Samfylkingarvænt. 

Hins vegar var verið að benda á mismunandi dug og kraft manna og að ráðherrar mættu taka dugnaðarforka og hvunndagshetjur sér til fyrirmyndar, og forðast að vera alltaf strand á flæðiskeri.

Axel Jóhann Axelsson, 14.4.2010 kl. 16:09

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála þér Axel

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2010 kl. 16:27

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ætli svandís kæri ekki gröfubóndann fyrir umhverfisrask?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2010 kl. 16:29

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnar, var hún ekki líka að tala um að friða gossvæðið og þar með hlýtur hún að hafa ætlað að banna frekara hraunrennsli, öskufall og hlaup í ánum á svæðinu.

Hún þyrfti að drífa í þessu, svo Katla taki nú ekki upp á því að fara að valda umhverfisspjöllum, því þau gætu meira að segja orðið hnattræn og eins og allir vita hafa Vinstri grænir áhyggjur af fleiru en nærumhverfinu.

Axel Jóhann Axelsson, 14.4.2010 kl. 16:46

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Axel, "skóflu-pakkið" sem ég hef mikið álit á, bjargar alltaf!!!

"Skóflu-pakkið" kann að vinna og er ráðagott á hættutímum! Ég vildi nú óska þess að fólk sleppti allri illgirni, rétt á meðan er verið að ná andanum?

Fólk og skepnur eru ekki óhult og óvissan er mikil, og hér skal skíta-pólitískur hugsunarháttur áfram með illgirni og hatri sundra þessari þjóð??? Myndir þú ganga fram hjá manni í hættu, án þess að bjarga honum ef hann væri ekki á sama máli og þú í svika-pólitíkinni???

Er ekki komið nóg af svona pólitískum barnaskap??? Mér finnst það! M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.4.2010 kl. 17:44

11 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þessi færsla er ekki sæmandi nokkrum manni, enda hefur þú fengið viðbrögð sem staðfesta það. Mikið er hatur þitt maður á ríkisstjórninni. Svo mikið að það verður bæði brjóstumkennanlegt og hlægilegt. Taktu þér tak!

Björn Birgisson, 14.4.2010 kl. 19:04

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, ekki hata ég nokkurn mann og ekki ríkistjórnina heldur.  Það getur varla flokkast undir hatur að gagnrýna stjórnina fyrir getu- og verkleysi hennar í glímunni við að koma þeim atvinnutækifærum í gang, sem þó gætu staðið til boða.  Atvinnuleysið er eitt versta bölið sem hrjáir fullfrískt og vinnufúst fólk.

Ert þú á þeirri skoðun að þeir sem gagnrýna stjórnvöld hverju sinni, t.d. þeir þingmenn sem eru í stjórnarandstöðu, geri það af hatri á stjórnarþingmönnunum og ráðherrunum?

Þessi framsetning þín á minni færslu hlýtur að teljast brjóstumkennanleg, þó hún sé hreint ekki hlægileg.

Axel Jóhann Axelsson, 14.4.2010 kl. 19:35

13 identicon

Þetta er nú meira aula-gaulið.

SO

SO (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 20:46

14 identicon

Steingrímur reyndi að mjólka flóðið fyrir PR og því ekkert að því að skjóta á hann í tengslum við það.

Geiri (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 04:06

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þau eru afar karlmannleg viðbrögð hægri manna þegar það upplýsist að fulltrúar þeirra í stjórnsýslunni brugðust þjóðinni hvar sem þeir komu því við.

Getur verið að skömmin tengist því að þeir finni til samábyrgðar?

Það er fyrirkvíðanlegt ef litlir gulir hænuungar eiga eftir að verða að fullorðnum gulum hænum og tína korn á akri íslenskra stjórnsýslustofnana og sjóðum landsmanna.

Nóg er nú þessi fuglategund búin að rífa í sig þar.

Árni Gunnarsson, 15.4.2010 kl. 08:33

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, ekki telst nú Samfylkingin til hægri manna, eða hvað, en burtséð frá því, þá sýnir rannsóknarskýrslan vel fram á það hvað stjórnsýslan hér á landi, frá ráðherrum og þingmönnum til allra kima embættismannanna, er orðin algerlega sálarlaus og hvergi frumkvæði að finna til nokkurs skapaðar hlutar, sem máli skiptir.

Þeir sem muna nógu langt aftur vita vel, að þetta er ekkert nýtt hjá okkur, því svo lengi sem ég hef fylgst með, hefur umræðan verðið á þeim nótum, en enginn gert neitt í því, hvorki vinstri stjórnir, hægri stjórnir eða stjórnir þar á milli. 

Man enginn lengur eftir Framsóknaráratugnum, sem varði að vísu í ein átján ár, og lengst af þann tíma var Sjálfstæðisflokkurinn ekki í ríkisstjórn?  Man enginn lengur eftir því hvaða flokkar komu kvótaframsalinu á og man enginn efir öllum bjargráðasjóðasukkinu, sem viðgekkst á þessum tíma?

Árið 1983 fór verðbólga yfir 100% um tíma og hver skyldi hafa verið fjármálaráðherra þá?  Svona væri hægt að halda áfram endalaust og vinstri menn geta manna síst vísað ábyrgð á aðra fyrir óstjórn efnahagsmála hér á landi, allt frá lýðveldisstofnun.

Nær væri að nota nú tækifærið og stokka allt stjórnkerfið upp og skilgreina ábyrgð og verkahring hvers og eins í kerfinu, til að koma í veg fyrir að hver geti bent á annann, án þess að gera nokkurn tíma nokkuð sjálfur.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2010 kl. 08:58

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Steingrímur J. sá Icesave flóðbylgjuna koma á Landsbankann. Hann fór að grafa og gróf undan réttarstöðu þjóðarinnar til að flóðið lenti örugglega á skattgreiðendum í stað þeirra sem ollu flóðinu.

Theódór Norðkvist, 15.4.2010 kl. 15:01

18 Smámynd: Oddur Ólafsson

Eymingi geturðu verið.

Oddur Ólafsson, 15.4.2010 kl. 17:57

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Oddur, hver er svona mikill eymingi?  Vonandi ertu eymingjagóður maður.

Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2010 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband