Er verið að höndla með þýfi?

Því meiri upplýsingar sem berast um framferði eigenda bankanna og snata þeirra, sem eingöngu virðast hafa farið að skipunum eigendanna, jafnvel þó þær hafi innifalið augljós lögbrot, því fleiri spurningar vakna um siðblindu þessara manna.

Í aðdraganda gjaldþrots Baugs var Högum komið undan gjaldþrotinu með dularfullum fjármálagerningum innan Kaupþings banka og þá voru jafnvel hlutabréf Baugsfjölskyldunnar í Baugi keypt af henni, þrátt fyrir að vitað væri að félagið stefndi í gjaldþrot.

Iceland Express var á svipaðan hátt stungið undan þrotabúi Fons og Pálmi Haraldsson á og rekur það fyrirtæki áfram, eins og ekkert hafi í skorist.

Í stefnu skilanefndar Glitnir á hendur þeim Jóni Ásgeiri í Bónus og Pálma í Fons, kemur fram að þeir félagarnir hafa skammtað sér sitt hvorn milljarðinn í eigin vasa, um leið og dularfullar fjármálakúnstir voru leiknar við óveðtryggðar lánveitingar til Fons og tengds félags, þrátt fyrir að Fons stefndi í gjaldþrot og undirfélagið væri algerlega eignalaust.

Tölvupóstar milli bankamannanna sannar þennan gjörning og má sjá tvo þeirra í þessu bloggi frá því í morgun.

Allt vekur þetta upp þá spurningu hvort ekki megi í raun líta á alla núverandi þátttöku þessara kumpána í verslun og viðskiptum, sem viðskipti með þýfi.


mbl.is Skeyttu engu um lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég held að það sé borðleggjandi að svarið er já við spurningunni sem birtist í fyrirsögn þinni.

Finnur Bárðarson, 8.4.2010 kl. 15:39

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tek undir með Finni.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 8.4.2010 kl. 16:41

3 Smámynd: Elle_

JÁ.  HLÝTUR AÐ VERA ÞÝFI.  

Elle_, 8.4.2010 kl. 17:07

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Er ekki allt sem Jón Ásgeir hefur undir höndum af verðmætum - þýfi - ????

Eða hvernig má það vera að tugmilljarða skuldir séu ekki greiddar á meðan hann höndlar með öll þessi verðmæti.

Af hverju situr þjóðin uppi með skuldir hans og margra annara á sama tíma og verið er að afskrifa ( setja á þjóðina ) áður óheyrðar upphæðir en  þetta fólk leggur svo stórfé ( JÁJ og frú ) í hlutafjárkaup?

Svo koma þessir menn fram og segja - órökstuddar kærur - peningurinn fór ekki til mín heldur til þess að greiða skuld míma við bankann - hvert fór sá peningur þegar það lán var tekið -?? Hverjar voru tryggingarnar á bakvið þau lán ?

Hver voru rökin á bakvið lánveitinguna??  Af hverju komst Jón Ásgeir og fyrirtæki í hans rekstri upp í 940 milljarða skuld við bankakerfið?

Hvað er orðið um þá upphæð?

Og svo má lengi telja - KB (bankastjórar +aðrir  eigendur )- Björgólfsfeðgar - Landsbankinn ( bankastjórar + aðrir eigendur ) Pálmi - Bakkabræður - Wernersystkinin - o.fl.ofl.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2010 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband