Ekki er neitt AGS að þakka, að minnsta kosti

Nýlega stormaði heil sendinefnd undir forystu Steingríms J. til New York á fund forstjóra AGS og kom sigri hrósandi til baka, eftir að hafa tekið Landshöfðingjann í bóndabeygju og tilkynnti þjóðinni, að nú væri búið að koma öllum málum vegna samvinnunnar við AGS í lag og önnur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS færi fram strax eftir Páska, og alveg örugglega í aprílmánuði.

Þessi stórsigur Steingríms J. og félaga í New York vannst, að hanns sögn, þrátt fyrir að ekki væri búið að gangast undir fjárkúgun Breta og Hollendinga vegna Icesave, enda væri það mál nánast frágengið, eftir leynifundi með fulltrúum kúgaranna.

Nú er Gylfi Magnússon, lausráðinn starfsmaður í Viðskiptaráðuneytinu, staddur í New York og mun erindið vera að ræða við Landshöfðingjann um endurskoðun efnahagsáætlunarinnnar, því Steingrímur J. og föruneyti skildi víst ekki tungumál Landshöfðingjans, því ekki mun hann hafa nein áform uppi, um að endurskoða þessa áætlun, eða skoða yfirleitt nokkurn hlut, sem snertir Ísland.

Gylfi "staðfesti" það við fréttamenn í stórborginni, að Icesave deilan væri nánast leyst, enda hefðu menn nánast verið komnir með samning í febrúarlok, en þjóðin eyðilagt málið í atkvæðagreiðslu.  Síðan segir:  "Þá sagðist hann einnig vonast til að efnahagsáætlun Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fari af stað aftur á þessu ári." 

Eins og venjulega hafði Steingrímur J. því sagt þjóðinni ósatt, þegar hann kom úr ferðalaginu fyrir Páskana, því nú er vonast eftir að endurskoðun áætlunarinnar fari af stað á þessu ári.  Það er svolítið annað en strax eftir Páska, eða a.m.k. í aprílmánuði.

Gylfi útskýrði fyrir fréttamönnunum að við kennum vondum útlendingum ekki um neitt, en við höfum heldur ekkert til að þakka þeim fyrir.


mbl.is Ekki vondum útlendingum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll Axel.

Það hefur stundum verið gert grín að svona talsmáta eins og Steingrímur viðhafði á einn hátt...

Við vinnufélagarnir höfum stundum óskað eftir sérhæfðri aðstoð til að gera við vinnutækin í fyrirtækinu og þá var hringt í umboðsaðilann og óskað eftir viðgerðarmanni. Okkur var tjáð að hann komi á Fimmtudag...

En þegar kom að lokum Fimmtudags var enginn viðgerðarmaður mættur, ástæðan er jú sú að ekki var talað um hvaða Fimmtudag rætt var um...

Ef viðgerðarmaðurinn kom svo á Föstudeginum var útskýringin sú að í höfuðstaðnum er annað tímaskeið en á landsbyggðinni.

Að þessu sögðu get ég leitt að því líkum að ekki mintist Steingrímur á hvaða páska væri miðað...

Svo er nú hitt að það er rosalega langur tími eftir af þessu ári líka ef miðað er við orð Gylfa að endurskoðun færi fram á árinu ( tek fram "árinu" en ekki hvaða ár)...

Alltaf gaman að horfa á framsetninguna, þeir bulla svo mikið þessir pólitíkusar. Það kostar líka að maður verður að bulla líka sjálfur... :)

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 7.4.2010 kl. 23:44

2 Smámynd: Björn Þröstur Axelsson

  • Getur einhver útskýrt fyrir mérbaf hverju þessir kosnu   og lausráðnu"höfðingjar sjá enga aðra lausn út úr"ástandinu í ÞJÓÐFÉLAGINU"en að væla utaní þessu liði sem allsstaðar hefur orðið til óþurftar.Er  það alveg á hreynu að við getum ekki bara staðið þetta af okkur á egin fótum.Dugar nú ekki til "fegursta land í heimi,fegurstu konur í heimi sterkustu karlar í heimi.duglegustu kálfsskinnsskrifarar í heimi,eitt stykki nóbelssskáld,fyrsti kvenkynsforseti í heimi,(eða svo er fullyrt)klárustu hestamenn í heimi og svo mætti lengi telja,að minnsta kosti ólst mín kynslóð upp við að svona væri þetta,við værum sannarlega eitt af undrum veraldar,hvað varðar vitsmuni og stjórnkænsku.

  • Ég rita þetta með stórum stöfum,af því að ég er, eins og nú er að verða málvenja,

  • I S S L E N D I N G U R.                "Ég held að kvenforsetinn okkar hafi komið þessari málvenju á." Ég segi : tökum okkur nú til og reynum að hugsa þetta allt upp á nýtt,það er ekki bara ein leið. 

  • __________________________

Björn Þröstur Axelsson, 8.4.2010 kl. 04:15

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Björn ! þú gleymir "flinkustu fjármálamenn í heimi" sem var mikið talað um fyrir c.a. 3 árum eða svo, en nú er víst sú goðsögnin hrunin.

En annars svona í alvöru, þó við séum "grobbnir" þá kemur það ekki af engu, landanum er margt til lista lagt og þegar upp verður staðið þá mun stoltið og dugnaðurinn sem íslendingar þrátt fyrir allt búa yfir koma landi og þjóð í góðann gír aftur, mikilvægt þó að ekki gleyma hvað fór úrskeiðis núna síðast.

Og gott hjá þér Axel að gefa "Grímsa" og hans liði inn svona með jöfnu millibili.

Kristján Hilmarsson, 8.4.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband