Hroki og flumbrugangur Álfheiðar

Álfheiður Ingadóttir er vanari að stjórna mótmælaaðgerðum en sjálfri sér og hvað þá að hún skilji opinbera stjórnsýslu, að ekki sé minnst á reiðistjórnun, því hún á vægast sagt erfitt með að hemja skap sitt, enda hrokafull með afbrigðum.

Það hlýtur að teljast óvenjulegt, að ríkisendurskoðandi skuli setja ofan í við ráðherra vegna hroka hans og yfirgangs í garð stjórnenda ríkisstofnana, ekki síst þegar ríkisforstjórinn hefur ekki annað til saka unnið, en leita ráða hjá Ríkisendurskoðun um hvernig beri að gæta þess að fara eftir illa unninni reglugerð ráðherrans, til þess að vera viss um að skilningur eftirlitsaðilans og forstjórans væri örugglega sá sami.

Annað eins stjórnsýsluklúður og Álheiður hefur sýnt í þessu máli er algerlega fáheyrt og toppar jafnvel stjórnun hennar á óeirðaseggjum Vinstri grænna úr Alþingishúninu í búsáhaldabyltingunni, en þá stýrði hún árás þeirra á sjálft þinghúsið.

Þessi ráðherranefna hefur aldrei tekist að skapa sér nokkurt traust, hvað þá virðingu, svo ekki hefur hún úr háum söðli að detta.


mbl.is Ákvörðun Álfheiðar „ólíðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Er hérna bara ekki um að ræða samskipti spillts og afdankaðs íslensks embættismanns við spilltan, heimskan og vanhæfan íslenskan pólitíkus í hinu gegnumsýrða bananalýðveldi sem Ísland er?  Ég sé ekkert athugavert við það þó svo að þessir aumkunarverðu  aumingjar séu að gera sjálfa sig að fíflum eins og þeim er von og vísa.

Það skal viðurkennt að gamla truntan hún Álfheiður hefur mjög líklega vinninginn í þessum duel hvað varðar heimsku, hroka, spillingu, fávisku og vanhæfni.

Guðmundur Pétursson, 7.4.2010 kl. 11:04

2 identicon

Hvað í fjandanum hefurðu fyrir þér að embættismaðurinn ( og hver þá ) sé spilltur og afdankaður ?

loki (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 11:20

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fastlega má gera ráð fyrir því að Álfheiður blessunin hefði skoðun á því hvað heilbrigðisráðherranum bæri að gera við þessar kringumstæður héti hann Guðlaugur Þór Þórðarson.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2010 kl. 11:42

4 Smámynd: Jón Marteinn Jónsson

Maður á ekki til eitt einasta orð ég held að þessi stjórnlausi ráðherra ætti að lesa og þá meina ég lesa um réttindi og skildur starfsmanna ríkisins og svo sýnar skildur við vinnuveitendur sýna sem erum við almenningur enn ekki að halda að hún sé hafin yfir allt og alla. Svo væri gott að ráðherfan léti nú einhvern góðan lækni líta á sig og athuga hvort hún telst vera með fulla fimm.

Jón Marteinn Jónsson, 7.4.2010 kl. 12:04

5 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Guðmundur Pétursson. Ég krefst þess að þú biðjir Svein Arason afsökunar á móðgun þinni í hans garð, hér að ofan. Sveinn er grandvar, heiðarlegur og samviskusamur embættismaður sem ekki má vamm sitt vita. Því eins leitði hann til ríkisendurskoðanda vegna gerða óhæfrar ráðherfu.

Hitt er svo annað mál að því fyrr sem ráðherfan Álfheiður hverfur frá valdastól sínum innan ríkisstjórnar og reyndar líka á Alþingi, því betra. Nóg er ógæfa íslensku þjóðarinnar.

Tómas H Sveinsson, 7.4.2010 kl. 12:16

6 identicon

Sammála, manneskjan er stórklikkuð.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 12:34

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur Pétursson setur fram hreina sleggjudóma um þann embættismann, sem hann er að tala um hvort sem hann á við Steingrím Ara, forstjóra Sjúkratrygginga, eða Svein, ríkisendurskoðanda, því ekki veit ég betur en þeir séu báðir annálaðir sómamenn, sem ekki mega vamm sitt vita, eins og Tómas segir.

Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2010 kl. 13:07

8 Smámynd: Guðmundur Pétursson

"By default" þá eru íslenskir embættismenn ráðnir af gjörspilltum íslenskum stjórnmálamönnum og eru þ.a.l. splltir sjálfir þangað til annað kemur í ljós.  Nægir þar að nefna sem dæmi hinn gjörspillta drullusokk og fyrrverandi ríkisendurskoðanda, Sigurð Þórðason.  Sá viðbjóður er kannski holdgervingur hins spillta og vanhæfa embættismanns enda er viðrinið tengdur Mattiessen glæpa klaninu.

Guðmundur Pétursson, 7.4.2010 kl. 13:18

9 identicon

Hvað hefur þú fyrir þér með þessu Guðmundur ?

"Er hérna bara ekki um að ræða samskipti spillts og afdankaðs íslensks embættismanns "

 Geturðu komið með einhver dæmi um spillingu þess embættismanns sem hlut á að máli. ?

Kristinn (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:23

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Enginn er yfir gagnrýni hafinn og sjálfsagt er að gagnrýna það sem ámælisvert er. En þegar menn gagnrýna annað fólk og geta ekki gert það nema með uppnefnum og fúkyrðum, eins og sjá af athugasemdunum hér að ofan, þá hitta menn engan fyrir nema sjálfan sig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2010 kl. 13:28

11 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég hef ekkert fyrir mér um Steingrím og eflaust er þetta hinn mætasti maður.   Það er bara þannig í gjörspilltum bananalýðveldum eins og Ísland óneitanlega er, að það eru meiri líkur en minni á því að embættismenn séu spilltir eins og yfirboðarar þeirra, pólitíkusarnir.  Steingrímur er væntanlega ein af örfáum undantekningum sem sannar regluna.

Guðmundur Pétursson, 7.4.2010 kl. 13:32

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, þú mátt þakka almættinu fyrir að vera sjálfur svona óspilltur og hæfur til að dæma allt embættis- og stjórnmálakerfið eins og þú gerir, án þess þó að rökstyðja svo harðan dóm nokkuð.

Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2010 kl. 13:49

13 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hvað ætli skipun Davíðs Oddsonar í embætti seðlabankastjóra sem og skipan Jónas Fr. Jónssonar í embætti forstjóra FME hafi kostað íslenskt þjóðarbú Axel.  Voru þeir skipaðir í þessi embætti vegna hæfni sinnar og þekkingar á viðfangsefnunum? 

Ég er ekki að dæma allt embættis- stjórnmálakerfið en sagan sýnir okkur svo ekki verður um villst að þarna er spillilngin og vanhæfnin ráðandi.  Eða er það kannski bara óheppni að Ísland skuli vera gjaldþrota í dag og varla þjóð meðal þjóða?

Guðmundur Pétursson, 7.4.2010 kl. 14:03

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvernig getur þú fullyrt, að þessir menn sem þú nefnir þarna síðast, hafi ekki verið hæfir til að gegna störfum sínum?  Er lögreglustjórinn vanhæfur, vegna þess að það eru framdir glæpir í hans umdæmi, jafnvel þegar hann er sjálfur á vakt?

Þetta eru bara sleggjudómar, eins og halda því fram að nánast allt embættis- og stjórnmálakerfið sé spillt.  Langflestir eru að gera sitt besta og vinna heiðarlega, þó auðvitað séu þar misjafnir sauðir innanum, eins og annarsstaðar.

Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2010 kl. 14:30

15 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er kannski líka óheppni að íslensku orkufyrirtækin skuli vera mjög illa stödd fjárhagslega og í ruslflokki hjá matsfyrirtækjunum á meðan flest orkufyrirtæki heims hafa malað gull hin síðari ár. Sama má segja um sjávarútveginn, árans óheppni hvað hann stendur höllum fæti.

Guðmundur Pétursson, 7.4.2010 kl. 14:38

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú manst að það varð efnahagshrun í landinu fyrir átján mánuðum síðan og búin að vera kreppa síðan.  Kreppur lýsa sér nefninlega þannig, að fólk og fyrirtæki stendur mun verr á eftir, en áður var.  Orkufyrirtækin flest eru að glíma við kreppuna, ekki síst gjaldeyrishrunið, en hins vegar hafa útflutningsfyrirtækin það gott núna, t.d. sjávarútvegur, stóriðjan og ferðaiðnaðurinn, þannig að ekki eru nú allir jafn illa settir.

Svona smáatriði flækjast náttúrlega ekkert fyrir þér, þegar þú dæmir alla í fallöxina, hvort sem það eru fólk eða fyrirtæki.

Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2010 kl. 15:21

17 identicon

Guðmundur Pétursson, ertu nokkuð Álfheiður sjálf að skrifa undir röngu nafni?

Jonas (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 16:40

18 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ekki einu sinni í spilltustu bananalýðveldum svörtustu Afríku hefðu menn eins og Davíð Oddsson, Jónas Fr., Friðrik Sophusson eða Haukur Leósson verið skipaður í þau embætti sem þeir voru skipaðir í hér í bananalýðveldinu Íslandi þar sem spillingin og vanhæfnin ræður ríkjum.  Við súpum núna seiðið af því þar sem bæði fjármálageirinn og orkugeirinn eru rjúkandi rústir og landið gjaldþrota.

Guðmundur Pétursson, 7.4.2010 kl. 17:20

19 Smámynd: Landfari

Það er og hefur alltaf verið þannig að menn reynast misjafnlega vel í því sem þeir taka sér fyrir hendur Guðmundur. Þér hefur til dæmis verið treyst til að blogga hér og skrifa athugasemdir en hefur sýnt það og sannað með munnsöfnuði og fúkyrðaflaumi að þér er ekki treystandi til þess.

Þú hefur enga þekkingu til að fullyrða um ráðninar í svörtustu Afríku frekar en berir skynbragð á störf þessara manna sem þú hefur nefnt hér í athugasemdum þínum. Jafnvel þó augljóst virðist að einhverjir þeirra hefðu mátt standa sig betur í starfi þá segja svona sleggjudómar um alla embættismenn meira um greindarvísitölu þína en hæfni þeirra í þeirra.

Ef við gefum okkur að Guðmundur sé þitt rétta nafn þá prísa ég mig sælan fyrir að heita ekki Guðmundur því aðrir álíka gáfumenn og þú gætu haldið að nafnið væri samnefnari fyrir fólk af sama sauðahúsi.

Landfari, 7.4.2010 kl. 19:36

20 identicon

Sjaldan veldur einn þegar tveir deila...

Mér finnst þessi færsla þín og athugasemdir við henni mjög ósmekklegar og í anda þess sem ríkir á Íslandi síðan eftir hrun. Ekkert nema skítkast, kvart og kvein. Aldrei hægt að tala málefnalega um hlutina og mest lagt upp úr niðurrifi og níði. Mikið er ég fegin að búa ekki þarna lengur.

What goes around, comes around.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 20:38

21 identicon

Get ekki séð að þarna hafi átt sér stað´´flumbrugangur,, líkt og þú ritar Axel,hún er eingöngu að vinna vinnu sína og auðvitað átti Steingrímur Ari fyrrum starfsmaður einkavæðinganefndar(sagði reyndar af sér þar,heppin hann)að hafa samband við ráðherran,,,,mitt mat.

Númi (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 20:48

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðbjörg, þú ert ótrúlega heppin að þurfa ekki að búa við þessa ríkisstjórn, því aldrei í Íslandssögunni hefur slakari stjórn verið í landinu.  Þú hefur getað forðað þér úr landi, en svo heppin erum við ekki öll, því miður.

Númi, ef Álfheiður heldur að hún eigi að vinna svona í embættinu, þá á hún mikið ólært og því miður óttast ég mest að hún læri enga stjórnun úr þessu, allra síst reiðistjórnun.

Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband