2.4.2010 | 22:31
Fórnfýsi björgunarsveitanna
Það verður að teljast stórfurðulegt að fólk skuli leggja í margra klukkutíma gönguferðir upp á hálendið eða leggja á jökla á bílum og hvers kyns öðrum farartækum, þrátt fyrir að veðurspá sé slæm og verður eru fljót að breytast til hins verra á þessum slóðum.
Alltaf þurfa björgunarsveitirnar að vera í viðbragðsstöðu vegna fólks, sem ekkert mark tekur á viðvörununum um slæmt veðurútlit og er þá sama hvort um er að ræða rjúpnaveiðimenn eða jökla- og hálendisfara. Þar að auki er margt af þessu fólki ekki klætt samkvæmt tilefninu og vanbúið að öllu öðru leyti.
Björgunarsveitirnar eru skipaðar sjálfboðaliðum, sem sjálfsagt vildu frekar eyða helgunum með fjölskyldum sínum, en að þurfa að fara á fjöll í hvernig veðri sem er og ekki láta þessir ferðalangar kostnaðinn af björgunaraðgerðunum ergja sig, að því er virðist.
Björgunarsveitirnar vinna ótrúlega erfitt og tímafrekt starf við að bjarga fólki, sem lendir í vandræðum, þrátt fyrir góðan búnað og vera vant fjallafólk, en lendir í ófyrirséðum vanda. Slíkt starf sveitanna er ómetanlegt, en það er nánast eins og misnotkun, að ætlast til að þær sjái um að halda fólki frá hálendi og jöklum þrátt fyrir slæmar veðurspár og viðvaranir um ferðalög.
Eftir að hafa fengið flutning til byggða, eða aðra aðstoð er vonandi að menn muni eftir að styrkja björgunarsveitirnar, enda eru þær að mestu reknar fyrir eigið aflafé og fórnfýsi.
Smala fólki af gossvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér. 100% sammála!
anna (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 22:41
Sammála.
Sumir taka ekkert mark á veðurspám, enda eru þetta bara spár og þeir vita miklu betur. Best væri að birta nöfn þeirra sem haga sér svona, öðrum til viðvörunar.
Hamarinn, 2.4.2010 kl. 22:41
Gagnrýni er auðvitað i lagi og eðlileg...... enn hinsvegar get eg sagt ykkur að ég hefði misst af sumum af mínum bestu dögum á fjöllum ef ég hefði farið eftir veðurspá. Vandamálið við þetta er að núna er mikið að óvönu fólki að leggja á jöklana... það er ekkert hættulegt að dvelja uppá jökli í brjáluðu veðri ef þú ert búinn undir það og þekkir þín takmörk.
Munum að styrkja björgunarsveitirnar því þær koma okkur til bjargar þegar á reynir.
Agnar þórsson (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 22:52
Ég fór eitt sinn upp á Fimmvörðuháls með Flugbjörgunarsveitinni á Hellu til að bjarga ferðamönnum. Í annarri eins blindhríð man ég ekki eftir að hafa lent, ekki einu sinni fyrir vestan. Ég botnaði ekkert í því hvernig bílstjórinn fór að því að sjá veginn (ef veg skyldi kalla, er eiginlega stígur aðeins fær breyttum jeppum), því það hafði skafið mikið yfir dekkjaförin og ekki sást lengra fram en 1-2 metra.
Það getur skollið á alger blindhríð þarna upp frá. Ég man eftir að hafa heyrt sögu um mann sem fórst í vitlausu veðri aðeins örfáa tugi metra frá sæluhúsi, en það var minnir mig í grennd við Landmannalaugar.
Theódór Norðkvist, 2.4.2010 kl. 23:17
Veður geta breyst snögglega á Fimmvörðuhálsi. Fók hefur orðið úti á Fimmvörðuhálsi og það hefur staðið mjög tæpt með fólk þar uppi.
Njörður Helgason, 3.4.2010 kl. 01:07
Mér finnst nú ekki hægt að dæma alla út af hegðun nokkurra byrjenda sem vita ekki út í hvað þeir eru að fara. Ég er viss um að langflestir sem fara þarna uppeftir vita alveg nákvæmlega hvað þeir eru að gera og eru langt frá því að vera hjálparþurfi. Að dæma alla sem fífl er svipað rökrétt og að dæma alla ökumenn seka þegar nokkrir þeirra keyra fullir.
En auðvitað ættu allir að kaupa rakettur af björgunarsveitunum og vera þakklátir fyrir starf þeirra og fórnfýsi.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 03:20
Þyrla sótti konu sem týnt hafi hæl undan skóm á Fimmvörðuhálsi og um leið var náð í mann á Selfoss, en hann hafði ælt í þynnku um síðustu helgi,var hann fluttur á sjúkrahús.Sjómenn sem slasast úti á sjó í meira en 20 sjómílna fjarlægð frá landi,þurfa að vera nær landi til að eiga séns á að verða sóttir af þyrlu,sama hv...að þeir eru veikir. 20 sml eru um 36 km,bein loftlína frá Reykjavík að Fimmvörðuhálsi er 126 km.
Soldið ýkt dæmi en halló er eitthvað vit í þessu.
Pétur Karlsson (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.