Óþolandi samkeppni við bankana

Samkeppniseftirlitið skoðar nú 15 yfirtökur bankanna á fyrirtækjum, sem þeir hafa yfirtekið og halda áfram rekstri í fullri samkeppni við önnur fyrirtæki á markaði, sem oft eru viðskiptavinir sömu banka.  Slíkt er óþolandi fyrir þau fyrirtæki, sem komist hafa í gegnum allar þrengingar hingað til vegna varkárs rekstrar á "bullárunum", en þurfa nú að keppa við bankafyrirtækin, þegar eftirspurn er í lágmarki og útboðsmarkaður nánast dauður.

Gera veður ríka kröfu til að þessi "bankafyrirtæki" séu ekki að undirbjóða hin, hvorki í vöruverði eða með undirboðum á öðrum sviðum, því vonlaust er fyrir önnur fyrirtæki að keppa við fyrirtæki, sem hafa bankana sem rekstraraðila og grunur leikur á að fjármagni taprekstur þeirra í von um að úr rætist innan fárra ára.

Því verður að gera þá kröfu, að "bankafyrirtækin" séu rekin fyrir opnum tjöldum og birti uppgjör á þriggja mánaða fresti, sem verði aðgengileg, og rekstri þeirra verði hætt umsvifalaust, ef þau verða rekin með tapi í eðlilegri samkeppni við þau einkafyrirtæki, sem enn berjast fyrir lífi sínu með seiglu og hagsýni.

Eðlilegast væri að bankarnir styddu við bakið á viðskiptafyrirtækjum sínum með því að stuðla að sameiningu "bankafyrirtækjanna" við þau, með eðlilegri lánafyrirgreiðslu.  Þannig mætti ná fram miklum rekstrarsparnaði fyrirtækjanna, enda í mörgum tilfellum of mörg fyrirtæki að keppa á hinum litla markaði sem enn er til staðar.

Allt varðandi "bankafyrirtækin" verður að vera framkvæmt fyrir opnum tjöldum og rekstur þeirra má alls ekki verða til að drepa þau einkafyrirtæki, sem enn ná að halda í sér lífinu, þrátt fyrir erfiðan markað.


mbl.is Skoðar yfirtöku 15 fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband