29.3.2010 | 21:42
Clinton tekur málstað Íslands, þrátt fyrir móðgun Össurar
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf ráðstefnu norðurhjararíkja í mótmælaskyni víð að frumbyggjum á svæðinu, auk Íslands, Svíþjóðar og Finnlands var ekki boðið að taka þátt í fundinum, þrátt fyrir augljósa hagsmuni á svæðinu.
Það verður að teljast frekar óvænt, að Clinton skuli yfirleitt styðja Ísland í nokkru, eftir að Össur, eða einhver á hans vegum sleit stjórnmálasambandi, óformlega, við Bandaríkin með grófri móðgun við sendiherra þeirra og þar með bandarísku þjóðina, þegar sendiherra þeirra var lítillækkaður á leið á Bessastaði til að meðtaka Fálkaorðuna, en fékk þau boð á leiðinni að hætt væri við að veita henni orðuna, en hún mætti svo sem kíkja í kaffi, ef hún vildi.
Aldrei hefur verið upplýst hver ástæðan var fyrir þessari ótrúlegu framkomu við bandarísku þjóðina og fulltrúa hennar og eins ótrúlegt og það nú er, hafa "rannsóknarblaðamenn" fjölmiðlanna aldrei reynt að komast til botns í málinu.
Ef til vill var Clinton ekki beint að taka málstað Íslands, en leyfði nafni landsins eingöngu að fljóta með í stuðningi sínum við aðra frumbyggja á svæðinu.
Er ekki mál til komið að upplýsa ástæðu móðgunarinnar og biðjast opinberlega afsökunar?
Yfirgaf norðurhjararáðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að "kella" sé með nokkuð þroskaða réttlætiskennd og þó svo geti verið að hún hafi bara látið Ísland "fljóta" með þá er það gott mál samahvort.
En það besta er að hvernig þessi viðbrögð hennar eru svona "smellur" með reglustikunni á hönd þeirra sem 1: boðuðu til fundar og 2: þeirra sem þáðu boðið vitandi að fleiri sem hefðu átt að vera þarna en var ekki boðið.
Og þó ég taki upp málstað Norðmanna þegar mér finnst þeir ósekju bornir þá er mín skoðun nú að þeir hefðu átt að afþakka þetta boð, ef ekki annars en vegna þess að það næst aldrei almennilegt samkomulag nema "ALLIR" séu með.
En svo á hinn bóginn, ef maður horfir "ofaná" hnöttinn, norðurpólinn, þá auðvitað gæti þetta átt sér einhvern rökstuðning, en "Norðurhjarinn" er bara svo miklu meir ;)
Kristján Hilmarsson, 29.3.2010 kl. 22:03
Það er auðvitað rétt, að "Norðurhjarinn" er stór og mikill og auðvitað eiga allar þjóðir, sem hagsmuna eiga að gæta, eða gætu átt það í framtíðinni, t.d. þegar siglingaleiðirnar opnast um svæðið.
Norðmenn og Danir hefðu átt að afþakka boð á fundinn, fyrst öllum hagsmunaaðilum var ekki boðið.
Einnig er athyglisvert að þeir skyldu sitja sem fastast, þegar Clinton yfirgaf samkomuna.
Axel Jóhann Axelsson, 29.3.2010 kl. 22:19
Já, það er með ólíkindum að þessu skelfingarmáli (með orðuna) skuli ekki hafa verið fylgt eftir af blaðamönnum. Það er ljóst að þetta hefur eðlilega móðgað Bandaríkjamenn gróflega. Hefur forsetinn, ríkisstjórnin eða Alþingi beðið bandarísku þjóðina afsökunar á þessu slysi? Af hverju höfum við ekki fengið opinbera skýringu á því að ekki er búið að skipa sendiherra hérna? Er svona erfitt að finna manneskju sem vill koma hingað, eða er skýringin tengd þessu hörmungaratviki?
Hansi (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 09:14
þetta með orðuna já, kannski er sendiherrann ekki nógu góð í handbolta ?
Kristján Hilmarsson, 30.3.2010 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.