27.3.2010 | 08:30
Er nýtt "plott" í gangi með AGS?
Fyrst eftir bankahrunið var spáð svo illa fyrir um gang mála á Íslandi, að hér myndi allt fara í rúst strax á árinu 2009 og ekki síðar en á árinu 2010, að engin leið yrði fyrir þjóðina að komast út úr hörmungunum, nema taka á sig viðbótarhörmungar vegna Icesave og í framhaldi af því gríðarlega mikil lán frá norðuröndunum og AGS til þess að nokkur von væri fyrir þjóðarbúið að greiða niður erlend lán þess.
Allt var þetta svo ýkt og útblásið að nú þegar kemur í ljós að þessar hörmungar voru allar ofmetnar, þá túlkar ríkisstjórnin það svo, að hún hafi staðið sig svo vel í því, að koma í veg fyrir að spárnar rættust. Það sem sannara er, að þær hafa ekki ræst, þrátt fyrir ríkisstjórnina, sem ekkert hefur gert annað en að tefja og stöðva alla þá atvinnuuppbyggingu sem í boði hefur verið og er ein skýring hennar á aðgerðarleysi sínu og skemmdarverkum, að atvinnuleysið sé ekki eins mikið og spáð var.
Nú er komið í ljós að erlenda lánsfjárþörfin er ekki nálægt því eins mikil og "spáð" var og því virðist þátttaka norðurlandanna í fjárkúgun Breta og Hollendinga vera að misheppnast og þá er ekki annað að sjá, en Steingrímur J., Gylfi og AGS séu að setja saman nýja áætlun, sem á að byggjast upp á því að önnur endurskoðun efnahagsáætlunarinnar fari fram í apríl og í tengslum við hana muni Norðmenn, einir þjóða, veita lán til Íslands, enda engin þörf á fleirum.
Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvort á spýtunni hangir loforð Steingríms J. og félaga um að gera aðra tilraun til að undirgangast fjárkúgunina vegna Icesave í framhaldinu, í þeirri von að þjóðin verði farin að hugsa um annað, þegar þar að kemur, t.d. sveitarstjórnarkosningar.
Það eina sem er alveg víst er, að hádegisverðurinn er aldrei ókeypis.
Þurfum ekki öll lánin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er að gerast þrátt fyrir niðurrifsstarfssemi stjórnarinnar.
Sovétaðferðin í upphafi - -- allt á bóla-kolsvarta kafi - -- hækka skatta - fremja hryðjuerk á þjóðinni -- ofboð - kúgun - þrælkun - -- allt var þetta réttlætt með "ástandinu eftir hrun" -
Dettur einhverjum í hug að með því að halda uppi atvinnuleysi - halda niðri atvinnuskapandi verkefnum og fyrirtækjum að þá lagist "ástandið"?
Dettur einhverjum í hug að með gjaldeyrishöftum og súludansstaðabanni batni fjárhagsstaða þjóðarinnar.
Um leið og fréttist að miklu minna fé þyrfti í banka reiknaði ég með slökun á pyntingum stjórnarinnar.
Um leið og ég sá að ekkert slíkt var að gerast vissi ég að skollaleikur þeirra var allur gerður í þeim tilgangi að rústa þessu samfélagi.
Það er að takast.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.3.2010 kl. 10:25
"Sovét Ísland, hvenær kemur þú?" orti Jóhannes úr Kötlum í gamla daga og lét sig dreyma um sæluríki kommúnismans.
Nú, þegar draumurinn er að rætast, er hann alger martröð.
Axel Jóhann Axelsson, 27.3.2010 kl. 10:33
Það er eitt, sem ber að skoða hér. Undanfarið hefur seðlabankinn verið að bruðla sínum litla gjaldeyrisvarasjóð í að kaupa skuldir af ríkinu. Sennilega að ráðum Anne Sibert Buiter, sem hefur tengsl við Citybank, sem aftur veðjar á frekara hrun. Þessi útgjöld virðast hafa það að hjámarkmiði að tryggja það að við getum ekki losnað undan AGS. Vittu til.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2010 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.