Er ESB ekki annað en Stór-Þýskaland?

ESB hefur verið lýst sem bræðralagi þjóða, sem vinni saman að settum markmiðum í sátt og samlyndi og þar séu allir jafnir og mál leyst í samvinnu og sátt milli allra bræðralagsþjóðanna.  Fram til þessa hafa þó stóru ríkin, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Spánn og Ítalía verið jafnari en önnur aðildarríki og þau smærri sætt sig við það, vegna molanna sem hrotið hafa af borðum hinna jafnari.

Nú er hinsvegar að koma berlega í ljós að Þýskaland er orðið jafnast af öllum ríkjum ESB og hin þora ekki annað en sitja og standa eins og Kanslari Þýskalands segir þeim.  Þetta kemst upp á yfirborðið núna, þegar Grikkir eru búnir að sigla öllu í strand heima fyrir og evrusambandið þar með komið í mikla hættu, en eins og allir vita er evran arftaki þýska marksins, sem önnur ESB ríki hafa náðasamlegast fengið aðgang að, með ströngum skilyrðum. 

Evrusamstarfið er að bresta, vegna efnahagserfiðleika Grikkja og þá er það Kanslari ESB, afsakið Þýskalands, sem tekur af skarið og leggur línurnar, án nokkurs samráðs við sýslur og hreppa, sem undir embættið heyra.  Þetta kemur vel í ljós í fréttinni, en þar segir:  "Samkvæmt breska blaðinu Financial Times setja stjórnvöld í Berlín það skilyrði fyrir efnahagsaðstoð Evrópusambandsins að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verði kallaður til og settar verði harðari kröfur á evrusvæðinu um efnahagsstjórn aðildarríkja."

Þjóðverjar eru að verða ófeimnari við að sýna hver raunverulega stjórnar ESB, enda er klikkt út í féttinni með þessum orðum:  "Ljóst má vera að erfitt verður fyrir önnur ríki að andmæla skilyrðum þýskra stjórnvalda fyrir efnahagsaðstoðinni vegna þess að þau myndu bera hitann og þungann af allri efnahagsaðstoð ESB handa Grikkjum."

Þjóðverjar töpuðu seinni heimstyrjöldinni, en hafa nú unnið friðinn.


mbl.is Þrjú skilyrði Þjóðverja fyrir neyðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB er það sem það er.   Evrópusambandið, samband þjóða í evrópu.

Þýskaland er stærsta ríkið í því bandalagi.

Ef Grikkir hefðu hagað sér eins og menn, þá þyrfti Þýskaland ekki að hjálpa þeim.

Það er krafa í Þýskalandi að hætta þessari aðstoð við önnur ríki ESB.  Er það ekki sanngjarnt?  

Er ekki sanngjarnt að það ríki sem "þarf" að veita aðstoðina setji kröfur?

Ef þú lánar einhverjum pening eða bók eða verkfæri, þá setur þú "kröfu" um skiladag, eða?  

Ég hef búið í Þýskalandi í næstum 10 ár.  Ég hef ekki fundið einn Þjóðverja sem lýtur á sig sem sigurvegara í stríðinu um yfirráð í ESB.

Umræðan um ESB er svo hreinlega á villigötum á Íslandi.  Þetta snýst um samvinnu en ekki yfirráð.  En eins og í öllum pólitískum bandalögum, þá er höndlað.  Er ekki höndlað á Alþingi? 

Grikkir eru í vandræðum.  Þeir munu komast út úr þeim vandræðum því vinir þeirra í ESB segja að þeir verða að taka sig á.  Segir þú ekki þínum vinum sem eru komnir í vandræði að þú hjálpir þeim, en það mikilvægasta sé að þeir verði að skilja að þeir þurfi fyrst og fremst að horfast í augu við vandamálin og vinna í þeim sjálfir.  Það er engum greiði gerður að gera eitthvað annað. 

Maður sem fær lánin sín greidd af öðrum sækir um ný lán næsta dag!! 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 09:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég var að bend á hver ræður ferðinni í ESB og að bandalagið sé ekki samband "jafnra" ríkja, enda er sífellt verið að minnka atkvæðavægi smærri ríkjanna.  Það er algjörlega eðlilegt, að skilyrði séu sett fyrir lánum, en það er ekki þar með sagt að Kanslari Þýskalands geti sett þau skilyrði fyrir hönd allra hinna ríkjanna, án þess að þau skilyrði séu rædd fyrst innan bandalagsins.

Það kom skýrt í fréttinni að Merkel hefði sett skilyrðin fyrir því að ESB kæmi Grikkjum til aðstoðar.  Það voru sem sagt Þjóðverjar sem ákváðu skilmálana, en ekki ESB, því framkvæmdastjórnin kemur ekki saman fyrr en 25. mars, en frúin er búin að tilkynna niðurstöðuna gagnvart Grikkjum.

Þú segir að höndlað sé í öllum pólitískum bandalögum, en það er ekki það sama og að smærri aðilunum sé skammtað vöruúrvalið og fái ekki að hafa nein áhrif, hvorki á vöruúrvalið eða verðið á vörunni.

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2010 kl. 09:29

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

það er þrælgaman að sjá Axel ! hvernig þú "blámerkir" og "feitletrar" setningar úr textanum til að fá fram hvernig þú túlkar þetta sem staðfestingu hvernig ESB er stýrt af Þýskalndi, en eiginlega er það sem þeir (Þjóðverjar) leggja til í málinu, bæði jákvætt og skiljanlegt með tilliti til að þeir "bera þungann" af aðstoðinni við Grikkina.

En íöllum samböndum, bandalögum og t.d. þingum, eru auðvitað þeir stærstu sterkastir, og þegar þeirra sjónamrmið eru í öndverðu við þá minni, kvarta þeir minni um yfirgang, öðruvísi er þetta ekki.

Og Stefán ! samlíking "vinir" á ekkert við hér, vinir þurfa ekkert að gera bandalag sín á milli, svo bara gleymum því, en ég held að umræðan um ESB/EES sé heldur betur að breytast, þetta lætur kannsi ekki mikið yfir sér svona við fyrstu sýn, en kíkið nú bara hér og svo fylgjumst við með.

http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1033203/

MBKv. til ykkar beggja :)

Kristján Hilmarsson, 25.3.2010 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband