Rætast hryllingsspárnar ekki?

Í heilt ár hafa Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. verið bæði þreytt og slæpt við að útskýra fyrir þjóðinni hvílíkur hryllingur biði hennar, ef nokkur einasti dráttur yrði á því að Íslendingar samþykktu að gerast skattaþrælar Breta og Hollendinga næstu áratugina. 

Helsta ástæðan fyrir þessum hryllingsspám var, að enginn myndi vilja veita ríkissjóði lán og ekkert yrði því hægt að gera, hvorki til aðstoðar heimilunum í landinu og hvað þá að atvinnulífið kæmist nokkurn tíma í gang aftur.  Þau skötuhjúin haf ekki dregið af sér við að útmála hvað þessi dráttur á erlendum lántökum sé búinn að kosta þjóðarbúið marga tugi milljarða króna, miklu meira en það myndi kosta að gangastu undir fjárkúgiunina.

Þessi áróður hljómaði daglega, allt fram að 6. mars s.l., en eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir, hefur ekki verið minnst á þetta aftur og nú er meira að segja farið að tala um að erlendar lántökur séu ekkert forgangsmál og geti vel beðið fram undir árslok 2011.

Nú heyrast engar heimsendaspár frá skötuhjúunum, þó ekkert sé fundað um Icesave, enda sé ekkert sem pressi á niðurstöðu í því máli, frekar en öðrum, sem ríkisstjórnin ætti að vera að leysa.

Hver mun nokkurn tíma trúa þessum hryllingsspámönnum framar?


mbl.is Hugsanlega hagstæðara að fresta lántökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki ég

anna (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:03

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Axel. Í ljósi þess að seðlabankastjóri ríkisstjórnarinnar er einn af þeim sem tekur undir með sjálfstæðum álitsgjöfum um að ríkið þurfi í rauninni engin lán í náinni framtíð, þá er þessi hræðsluáróður stjórnarinnar óskiljanlegur.

Það er helst að það hvarfli að leikmanni að þessi lánamanía sé sprottin af öðrum hvötum en íslenskum hagsmunum???

Kolbrún Hilmars, 22.3.2010 kl. 20:09

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Axel Jóhann. Já heimsendi er stöðugt frestað hjá þeim skötuhjúum. Skoðaðu endilega blogg mitt um svipað efni á bloggsíðu minni. 

Gunnlaugur I., 22.3.2010 kl. 20:11

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ígildi skötuselsins ( Heljarkambur ) sem situr hjá Skattriða í fjármálaráðuneytinu - hefur gleypt annað eins og svona smámuni - Hann er jú fjármálaráðherra og þarf með einhverjum hætti að réttlæta allar hækanirnar - bæði á vörum - sköttum og þjónustu -

Hann hefur gleypigetu Skötuselsins og fer létt með það - en nú verður fróðlegt að sjá skýringarnar á hækkununum - einhverjar hljóta jú að ganga til baka - eða hvað?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.3.2010 kl. 21:32

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur, Steingrímur J. mun aldrei lækka skatta, en hann mun hinsvegar hækka þá miklu meira, um næstu áramót, ef ekki fyrr.  You ain't seen nothing yet.

Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2010 kl. 21:56

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Gaman er að skoða myndina af þeim félögum Árna Páli og Steingrími þar sem Steingrímur J fer mikinn á blaðamannafundi í síðustu viku þegar Indriði var búinn að mata hann á því að hægt væri að fara að skattleggja útgjöld í stað tekna og nú væri kjörið tækifæri að breyta langtímaskuldum heimilanna í skammtímaskattaskuldir.   Á myndinni er Árni Páll alveg furðulostinn að sjá, meðan Steingrímur er með dollaramerki í augunum því hann var farinn að sjá möguleika á meiri skattpíningu.   Enda var það svo að Árni Páll kom náfölur og ennþá með hroll eftir þetta í sjónvarpsviðtal um helgina og fullyrti að ekki stæði til að skattleggja leiðréttingar lána (núverandi ríkisskattstjóri var reyndar einnig búinn að leiðrétta forvera sinn í starfi í millitíðinni).  Hvort félagsmálaráðherra takist að hemja fjármálaráðherrann í þessari skattheimtu á svo eftir að koma í ljós.

Jón Óskarsson, 22.3.2010 kl. 23:25

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað ættlið þið að gera er ekki kominn tími á byltingu? Við getum ekki látið fara svona með okkur það er allt reynt til að knésetja almúgann til að þeir sem stálu og sviku af okkur fái að standa uppi með hreint borð. Stjórnvöld og bankar vinna saman í því að binda okkur til skuldaþrælkunnar!

Sigurður Haraldsson, 22.3.2010 kl. 23:44

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er enn tími til að kjósa til þings samhliða sveitarstjórnarkoningum í vor. Best væri að kjósa í leiðinni um áframhaldandi aðildarviðræður ESB.

Gunnar Heiðarsson, 23.3.2010 kl. 01:27

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hugmynd Gunnars hljómar óneitanlega miklu betur og skynsamlegar en hugleiðingar Sigurðar.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 01:31

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við getum ekki treyst fjórflokknum til að stjórna það er orðið ljóst! Við látum vaða yfir okkur með skítugum skónum ESB vill ekki sjá okkur aumingjana.

Ætlið þið að sleppa þeim sem stálu og sviku allt fé úr samfélaginu?

Sigurður Haraldsson, 23.3.2010 kl. 01:39

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, er það ekki bara gleðiefni, ef ESB vill ekki sjá okkur "aumingjana"?  Það myndi a.m.k. spara þjóðaratkvæðagreiðslu um inngönguna, sem allir vita að yrði kolfelld, enda þjóðin ekki með slíka minnimáttarkennd gagnvart útlendingum, að hún lítil á sig, sem einhverja "aumingja" í samskiptum við þá.

Það er verið að rannsaka banka- og útrásarlýðinn hjá öllum rannsóknarstofnunum þjóðfélagsins og þegar rannsóknum lýkur munu þeir fá sína dóma.  Þetta eru flóknar og tímafrekar rannsóknir, en það er engin hætta á að þeir sleppi við dóma.  Hins vegar virðist almenningur vera afar ánægður með þessa menn, eins og góð viðskipti við t.d. Bónus og Iceland Express sýna glögglega. 

Skiptir þú ennþá við þessi fyrirtæki, Sigurður?

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 08:26

12 Smámynd: Jón Óskarsson

Það verður afar fróðlegt fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með því hvernig spilað verður úr málum hjá frændum okkar Írum og hjá Grikkjum.   Báðar þjóðir glíma við mikil vandamál og báðar þjóðirnar eru í ESB.    Við eigum að geta lært mikið af því (sem og ESB sjálft) og hvernig tekst til mun án efa hafa skoðanamyndandi áhrif á marga.

Athyglisvert var að heyra yfirlýsingu kanslara Þýskalands sem ýjaði að því að réttast væri að reka Grikki úr myntbandalaginu. 

Er það þannig sem hugsanlega væri tekið á okkur í framtíðinni ef við stæðumst ekki ýmis skilyrði myntsamstarfsins svo sem um verðbólgu og ríkisfjármál ?

Jón Óskarsson, 23.3.2010 kl. 09:17

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stóru og sterku ríkin í ESB deila og drottna eins og þeim sýnist að þjóni sínum hagsmunum best.  Það er alger misskilningur að halda, að smærri þjóðirnar hafi einhver raunveruleg áhrif innan sambandsins, eða njóti einhverrar sérstarar samúðar hjá þeim stóru og sterku.  Það er ekkert sem heitir "elsku mamma" þar á bæ.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2010 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband