Afþökkum þessa falsaðstoð strax

Claus Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra Danmerkur, er sami ósannindamaðurinn og aðrir norrænir ráðherrar, sem hafa tjáð sig um upplogna aðstoð norðurlandanna, vegna viðreisnar efnahags Íslands, eftir hrunið.

Á heimasíðu Norðurlandaráðs lætur þessi lygamörður hafa eftir sér:  "Norrænu grannríkin og sjálfstjórnarsvæðin styðja ríkisstjórn Íslands í starfi hennar við að rétta efnahag landsins við, m.a. með innleiðingu áætlunar AGS og því að standa við alþjóðlegar skuldbindingar landsins."

Norrænu ríkin hafa ekki gert neitt, annað en tefja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS, með því að neita að afgreiða lánsloforð sín til landsins, fyrr en Íslendingar hafi látið fjárkúgun Breta og Hollendinga vegna skulda einkafyrirtækis, sem kemur íslendingum skattgreiðendum minna en ekkert við.

Íslenska þjóðin getur ekki látið bjóða sér svona fals og lygi lengur og ríkisstjórnin verður tafarlaust að hafna öllu frekara "samstarfi" við þessa ómerkinga á norðurlöndunum og krefjast endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar á nýjum forsendum og fáist það ekki samþykkt af AGS, verði frekari aðstoð sjóðsins afþökkuð jafnframt.

Íslendingar hafa áður glímt við kreppur og komist út úr þeim hjálparlaust.

Það verður einnig hægt núna, án þess að þurfa að hlusta á háð og spott af hendi ráðherra norðurlandanna endalaust.

Nú er nóg komið af svo góðu.

 


mbl.is Styðja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svona yfirlýsingar eru auðvitað ætlaðar til heimabrúks en gera okkur meira ógagn en gagn. Ég er sammála að taka þurfi samskiptin við þessa granna okkar til gagngerrar endurskoðunar verði ekki breyting á "velvilja" þeirra í okkar garð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2010 kl. 16:42

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Við eigum að hafa frumkvæði að því að hafna aðkomu þessara ríkja að endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS og gera það strax.

Það er óþolandi að hlusta á þennan fagurgala þeirra um gæði sjálfra sín og að það standi bara á Íslendingum að "uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar".  Aldrei dettur þessum skrumurum í hug að skýra nánar í hverju það ætti að vera fólgið.

Burt með afskipti og aðkomu þeirra ekki seinna, en strax.

Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2010 kl. 16:48

3 identicon

æiiii enginn vill vera vinur vesalings litla Ìslands sem ekki gerir neitt af sér.

Ekki Norðurlöndin, já ekki Evrópa öll, hver vill vera memm...?

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 17:16

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svo má líka spyrja sig "hvers vegna ættu norrænir skattborgarar" að punga út með pening handa okkur ? Verðskuldum við það ?

Finnur Bárðarson, 22.3.2010 kl. 17:21

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragnar, svon væl lýsir engu nema rosalega heimóttalegri minnimáttakend.

Finnur, það var enginn að biðja um styrki frá norrænum skattborgurum.  Þeir þóttust ætla að lána peninga til Íslands og taka vexti af því.  Það flokkast undir lánaviðskipti, en ekki ölmusu.

Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband