Skýrslan eilífa

Þó skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verði umræðu- og rifrildisefni þjóðarinnar og alls kyns sérfræðinga til eilífðar, er biðin eftir henni orðin eins og heil eilífð fyrir þá, sem spenntir bíða eftir að upplýsingar úr skýrslunni verði gerðar opinberar.

Nú hefur loksins verið gefinn upp ákveðinn útgáfudagu, en hann verður ekki fyrr en 12. apríl, þannig að þjóðin verður að láta sér nægja að smjatta á páskaeggjum þangað til.  Þessi sífelldi dráttur á útgáfu skýrslunnar er orðinn þreytandi, enda byggist upp spenna í þjóðfélaginu og væntingar um niðurstöður skýrslunnar verða sífellt meira umræðuefni manna á meðal og alls kyns kjaftasögur farnar að ganga um hver niðurstaðan sé.

Þó skýrslan eigi ekki að fella dóma yfir einstaklingum, á nefndin að vísa öllum málum, þar sem grunur leikur á um saknæmt athæfi til Sérstaks saksóknara og ennþá hefur ekkert verið gefið upp um hvort og í hve miklum mæli, nefndin hefur vísað málum þangað.

Óskiljanlegt er að ekki skuli vera hægt að birta skýrsluna á netinu, þó prentaða útgáfan verði ekki tilbúin fyrr en síðar, svo fræði- og fréttamenn ásamt þingmönnum gæfist kostur á að kynna sér hana og hafið umræður um hana og greiningar á niðurstöðum, því auðvitað eru allir orðnir dauðleiðir á þessum endalausu frestunum útkomu hennar.

Kannski skipta fáeinar vikur og mánuðir ekki svo miklu máli í eilífðinni, en fyrir þá sem bíða, er það nokkuð langur tími.


mbl.is Skýrslan kemur 12. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Síðasta setning þín er ansi góð. Segir nánast allt.

Finnur Bárðarson, 22.3.2010 kl. 15:06

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli það sé gert ráð fyrir að þetta verði námsbókaútgáfan óbreytt?

Mér finnst nú lágmarks kurteisi að fyrrv. menntamálaráðherra sjálfstæðismanna Þorgerður Katrín fái að gera einhverjar athugasemdir áður!

Árni Gunnarsson, 22.3.2010 kl. 18:03

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Forseti Alþingis Ásta Ragnheiður segir "að það sé túlkunaratriði hvort rannsóknarefndin hafi brotið lög"   Skv. framlengdum lögum átti nefndin að skila af sér fyrir lok janúar og Alþingi hefur ekki hirt um að framlengja aftur þann frest með lagabreytingu.   Slíkt er mjög óheppilegt þó ég sé vissulega því fullkomlega sammála að betra sé að fá þessa skýrslu með vönduðu og vel unnu innihaldi og þurfa að bíða eftir henni en að hún kæmi út hálfunnin, óvönduð og marklaus.   En svör forseta Alþingis í blaðaviðtali í dag voru afar sérstök og hún bætti við "Menn túlka það svo ef að þetta er af óviðráðanlegum orsökum og menn séu að ljúka þessu þá sé ekki sé hægt að segja að þetta sé beint lagabrot."

Ætli forseti Alþingis muni viðhafa sambærilegar setningar um þá einstaklinga sem munu verða nefndir í skýrslunni ?

Jón Óskarsson, 23.3.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband