Sýndarmennska Norðmanna

Fulltrúar Kristilega þjóðarflokksins í fjárlaganefnd norska stórþingsins hafa fengið samþykkta tillögu um að Norðmenn veiti Íslandi lán í tengslum við efnahagsáætlun Íslands og AGS, óháð því að niðurstaða verði fengin í Icesavemálið.

Þetta væri svo sem ágætt, ef þetta væri ekki hrein sýndarmennska, því fram kemur í fréttinni að:  "Fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Kristilega þjóðarflokksins, setja það skilyrði fyrir lánveitingunni, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykki endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland og að landið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum."

Ekki verður annað séð, en þetta sé nánast sama tillaga og áður var búið að samþykkja á norska þinginu og þar að auki ætla Norðmenn ekkert að lána, nema í samfloti með hinum norðurlöndunum, sem aftur setja það skilyrði, að gengið verði að kröfum fjárkúgaranna vegna Icesave.

Þar að auki mun AGS ekki taka fyrir endurskoðun efnahagssamningsins fyrr en lánin verða afgreidd frá norðurlöndunum, þannig að málið er í nákvæmlega sömu sjálfheldunni og áður.  Þannig benda norðurlöndin á AGS og AGS bendir á norðurlöndin og Bretar og Hollendingar bíða sallarólegir á hliðarlínunni á meðan þeir halda að með þessu móti verði hægt að pína Íslendinga til að samþykkja þrælasamninginn.

Við Norðmenn er hægt að segja:  Takk fyrir ekkert.


mbl.is Vilja lána óháð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki er þetta rismikil afgreiðsla hjá Norðmönnum. Ekki gátu þeir verið ærlegir og einfaldlega sagt nei, heldur gefa þeir okkur undir fótinn með lánið en fela svo öðrum að segja nei. Skítlegt eðli og ekkert annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 22:40

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þetta er það sem í boði er, jólasveinninn er ekki til :( en þó er þarna í fyrsta sinn að þing þjóðar leggi til að málinu verði vísað til dómstóla, er það ekki það sem þið helst viljið ?

Kristján Hilmarsson, 20.3.2010 kl. 22:51

3 identicon

Þetta á bara að fara fyrir dómsstóla, það er málið og ekkert annað,.

Gunnar Emil Árnason (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 22:58

4 identicon

Æ,æ, góði A.J.H. !

 Þetta með " skítlega" eðlið. -

 Hverrar þjóðar var nú aftur hann Ingólfur Arnarson ??? !!

 Er það rétt munað, að einhver " afkomandi" hans hafi notað þetta orð um pólitískan andstæðing, niðri á Alþingi ??

 Þetta sannar hinsvegar gamla máltækið að " Frændur eru frændum verstir" - ! 

 Spurningin sem hinsvegar er ósvarað er, -: Þurfum við meiri lán ?

 Ef svo, hve mikið og hvenær ?

 Þetta er  KJARNI málsins - alfa & omega . !

 Við Íslendingar höfum allt til alls. Við eigum nóg af íbúðum. Við þurfum ekki að byggja meira í bili. Við eigum nóg af bifreiðum. Við eigum nóg af mat. Við þurfum ekki betri lífskjör.

 Við eigum að hætta þessu sífellda væli.

Við höfum allt til alls.

 Og hana nú ! ( sagði hænan! )

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 22:59

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristján, víst eru það stórtíðindi, að lýðræðisríki í Evrópu skuli leggja blessun sína yfir að farið skuli með ágreiningsmál fyrir dómstóla.  Ef Bretar og Hollegndingar telja sig eiga einhverjar óuppgerðar sakir við Íslendinga, þá hljóta þeir að stefna þeim fyrir dóm, er það ekki.  Þeir hafa nú reyndar ekki tekið það í mál, fram að þessu, að fara dómstólaleiðina, en kannski taka þeir ráðleggingum vina sinna í Noregi þar að lútandi.

Það yrði besta lausnin fyrir Íslendinga.

Axel Jóhann Axelsson, 20.3.2010 kl. 23:02

6 identicon

Einmitt Kalli, þetta er málið eigum nóg af öllu (nema reyndar vinnu) en öll kvikindin í fangelsi stórt Bauhauserhús með girðingu og öllu klárt

Gunnar Emil Árnason (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 23:07

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kalli Sveins, maður legst í duftið frammi fyrir svona rökvísi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 23:14

8 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Axel Jóhann...Bretar og Hollendingar virðast bara ekki taka það í mál að fara dómstóla leiðina....af hverju!  þeir hafa ekki ennþá útskýrt það en áðstæðan er virðist vera augljós en þegar stórt er spurt, þá er lítið um svör en í staðin beita þessar þjóðir forkastanlegum stríðsagerðum og þótt ótrúlegt megi virðast að þá eru þessar kúgunaragerðir eru látnar afskiptalausar af helstum þjóðum Evrópu.

En eitt er víst að Bretar og Hollendingar hafa sýnt sitt rétta andlit og svo ekki sé á það minnst að Bretar settu hryðjuverkalög á Landsbankann og hvað hafa þessar aðgerðir kostað íslenska ríkið og ásýnt landsins í framtíðinni hvað erlendar fjárfestingar varða?...skaðinn hleypur á hundruðum milljarða.

Friðrik Friðriksson, 21.3.2010 kl. 01:10

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

þeir - bretar og hollendingar - vita að þeir myndu tapa dómsmáli - þessvegna reyna þeir að kúga okkur - með aðstoð stjórnarinnar (þeirrar sem hér situr og þjónar b + h ) - - við eigum ekki að borga neitt og þá hugsanlega neyðast þeir til þess að annaðhvort gefa þetta eftir eða fara fyrir dóm.

Hvað varðar nossarana þá tek ég undir yfirlýsingar um sýndarmensku -  

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.3.2010 kl. 11:05

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég bendi á það niðurlægjandi orðalag sem notað er í samþykkt fjárlaganefndarinnar: Norges bistand til Island !

Einnig finnst mér athyglisvert hvernig vísað er til fortíðar:

Flertallet understreker at Norge ikke har gjort de konkrete Icesave-avtalene mellom Island, Nederland og Storbritannia til en betingelse for videre utbetaling av lånet til Island.

Þarna eru Norsarar að afsaka sig, fyrir að hafa farið að bónum Icesave-stjórnarinnar. Á fleirri stöðum í samþykktinni er vísað til, að þetta er staðfesting á fyrri afstöðu Norðmanna. Menn ættu ekki að vera þeir kjánar að hrópa húrra fyrir því sem ekkert er nema staðfesting á undirgefni Norðmanna við nýlenduveldin og aðstoð við Icesave-stjórnina til að koma klafanum á Íslendinga.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.3.2010 kl. 12:07

11 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Áfram Færeyjar!

Guðmundur St Ragnarsson, 21.3.2010 kl. 14:10

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  En afhverju eru einhverjir 2-3 svona rosa hossa á þessu ?

Eg hélt nú að eg hefði verið búinn að segja fólki þetta.

Þessi margumtöluðu lán í gegnum IMF er nordisk sammarbæd.  Hefur alltaf legið ljóst fyrir og samþykkt þannig á öllum þjóðþingunum.

Í rauninni var .etta haft þannig sem gæðastimpill eða trúverðugleikastumpill ef menn vilja það heldur.

Að umheimurinn sjái:  Ok. Nordisk sammarbæd styður ísl. - þá er þetta líklega í lagi etc. -  því norðurlönd eru með virtustu löndum í heimi ef einhver ísl. skyldi ekki vita.

Stærsta málið er í rauninni ekki þessi lán heldur trúverugleikinn og traustyfirlýsing sem fylgir os.f.rv.

Núna eru sjallar einfaldlega að stórskaða Ísland.  Stóskaða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.3.2010 kl. 15:41

13 identicon

Segjum þessum svokölluðu norrænu frændum okkar ,við munum muna launa ykkur lambið gráa,þó sýðar verði.Snúum okkur til Kínverja veitum þeim aðgang að íslandi með uppbyggingu að vörumiðstöð inn til Evrópu .En fyrst þarf að lostna við draugana sem þvælast fyrir í forustu ríkistjórnarinnar

GuðmundurGunnarþórðarson (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 17:30

14 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Guðmundur ! Já gerið það bara, en úps ! allir vondu strákarnir í götunni eru búnir ða gera "díla" við Kína í mörg ár og byggja undir langtímaviðskifti, meðan við sukkuðum og settum bankana okkar á hausinn, OK förum þá bara aftur til smáríkisins Færeyja og eins fátækasta lands Evrópu, Póllands og biðjum um meiri ölmusu.

Kristján Hilmarsson, 21.3.2010 kl. 17:43

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sumir hér sýna ótrúlegan smásálarskap og undirlægjuhátt gagnvart útlendingum.  Að norrænu lánin ættu bara að vega gæðastimpill á að Ísland væri í lagi o.s.frv. lýsir bara þrælslund og minnimáttarkennd.

Íslendingar þurfa að fara að átta sig á því, að hér er kreppa og enginn kemur okkur út úr henni, aðrir en við sjálfir.

Eina vandamálið er, að það vantar ríkisstjórn með getu, til þess að leiða þjóðina á þessum erfiðu tímum.  Erlendar ölmusur og gæðastimplalán koma ekki geta ekki fyllt það skarð.

Axel Jóhann Axelsson, 21.3.2010 kl. 18:44

16 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þú ert grimmur Axel ! en...

Kristján Hilmarsson, 21.3.2010 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband