Vaxandi skilningur íslenskra ráðamanna

Upp á síðkastið hefur farið að örla á vaxandi skilningi íslenskra ráðamanna á hagsmunum íslenskra skattgreiðenda í baráttunni gegn fjárkúgunartilraunum Breta og Hollendinga.  Það hefur að vísu tekið níu mánuði að síast inn hjá þessum ráðamönnum, aðallega Jóhönnu og Steingrími J., að Svavarssamningurinn var enginn samningur, heldur fjárkúgunarkröfur, sem Svavar nennti ekki að berjast gegn og Jóhanna og Steingrímur ætluðu síðan að láta Alþingi samþykkja, óséðar.

Í allt fyrrasumar var strögglað á Alþingi við að koma saman fyrirvörum við þá ríkisábyrgð, sem kúgararnir kröfðust og hafðist það að lokum í ágústlok, s.l., þrátt fyrir harða andstöðu flestra ráðherra ríkisstjórnarinnar.  Þar sem fjárkúgararnir áttu svo trygga bandamenn innan ríkisstjórnar Íslands, voru enn settar fram nýjar kröfur, sem meirihlutinn keyrði með offorsi í gegnum Alþingi, en öllum að óvörum nýtti forsetinn stjórnarskrána til að vísa málinu til afgreiðslu þjóðarinnar, sem auðvitað snerist öndverð gegn allri undanlátssemi við fjárkúgunarkröfum ofbeldisseggjanna.

Nú segir Össur, að skilningur sé að aukast á norðurlöndunum á málstað Íslendinga og helst það í hendur við skilningsauka íslenskra ráðamanna, sem aldrei virðast hafa talað máli þjóðarinnar á erlendum vettvangi, sem varla er von, fyrst hún hafði engan skilning á honum, fyrr en nú.

Skilningur Dana, Svía og Finna dugar hins vegar ekki til, því þeir bjuggu svo snilldarlega um hnútana, þegar þing þeirra samþykkti lánveitingu til Íslands í tengslum við endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS, að binda í samþykktir þinganna, að ekkert lán yrði veitt, fyrr en Íslendingar hefðu gengið að fjárkúgunarkröfum félaga þeirra í ESB.

Það er hinsvegar skref í rétta átt, að íslenskum ráðamönnum skuli vera að aukast skilningur á hagsmunum sinnar eignin þjóðar. 


mbl.is Sterkari skilningur en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband