Á meðan engir fundir eru haldnir er hagsmunum þjóðarinnar borgið

Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave ólögin, sögðu Jóhanna og Steingrímur að áfram yrði haldið samningaviðræðum við fjárkúgarana, eins og ekkert myndi í skerast, strax eftir kosningahelgina, enda væri kosningin marklaus og sóun á fjármunum. 

Stórglæsileg kjörsókn og enn glæsilegri niðurstaða úr kosningunni, þar sem 98,1% þeirra sem afstöðu tóku, felldu lögin úr gildi og sendu með því kristaltær skilaboð til umheimsins. að íslenskir skattgreiðendur vildu ekki og ætluðu ekki, að setja sig í skattafjötra til áratuga í þágu erlendra ofbeldisseggja. 

Jafnvel Jóhanna og Steingrímur virðast loksins vera farin að skilja, að þau hafa engan stuðning á bak við sig, í þjónkuninni við kúgarana og það sem betra er, er að þeir eru sjálfir farnir að skilja, að íslenska þjóðin mun aldrei samþykkja, að taka á sig að greiða eina einustu krónu, hvorki af höfuðstól skuldar einkafyrirtækis, hvað þá að borga vexti af skuld, sem hún hefur ekki stofnað til.

Meðan engir fundir eru haldnir, semja stjörnvöld ekki af sér og því er það þjóðinni í hag, að fundahöld tefjist sem mest. 

Trúin á að ríkisstjórnin geti leitt þetta mál til lykta, eftir lagalegum leiðum, er engin.


mbl.is Gengur hægt að koma á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband