12.3.2010 | 15:10
Anders Borg skammast út af máli, sem hann segir að sér komi ekki við
Össur Skarphéðinsson, utanríkisgrínari, skensaði Andres Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, vegna niðrandi ummæla, sem sá sænski viðhafði um þjóðaratkvæðagreiðsluna þann 6. mars s.l. og niðurstöðu hennar. Í sjálfu sér var Borg einungis að bergmála það, sem bæði Jóhanna og Steingrímur voru búin að boða í langan tíma, þ.e. að atkvæðagreiðslan væri marklaus og hefði enga þýðingu.
Anders Borg tók gríni Össurar illa og svaraði fullum hálsi hjá fréttastofunni TT með því að vísa til þess, sem ríkisstjórnin hefði sjálf sagt honum, eða eins og haft er eftir honum: Við viljum veita Íslandi aðstoð svo framarlega sem Íslendingar standa við efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skuldbindingar, sem þeir hafa sjálfir undirgengist."
Varla getur sá sænski verið að vitna í annað en það sem Össur sjálfur, eða aðrir úr ríkisstjórninni hafa sagt honum, þ.e. að ríkisstjórn Íslands væri búin að samþykkja fjárkúgunarkröfur Breta og Hollendinga og annað væri ekki eftir en borga, nema jú það smáatriði, að forsetinn væri eftir að skrifa undir lögin. Ekki getur hann verið að meina neinar aðrar skuldbindingar, sem "þeir hafa sjálfir undirgengist".
Að endingu verður Borg að vísu örlítið tvísaga þegar hann segir: " Íslenska ríkisstjórnin lýsti því yfir, að það hefði verið gerður samningur við Holland og Breta. Nú halda samningaviðræður áfram og það er ekki mitt hlutverk að skipta mér af þeim," segir Borg."
Fyrr í viðtalinu staðhæfði hann, að íslenska ríkisstjórnin yrði að standa við það sem hún hefði sagt og samþykkt, en í lokin segir hann, að samningar haldi áfram og sér komi það ekkert við.
Fyrst hann hefur komist að því, að honum sé Icesave óviðkomandi, væri þá ekki hægt að ætlast til þess, að hann hætti að blanda því saman við önnur og óskyld mál?
Borg vísar gagnrýni Össurar á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú, ertu að frétta fyrst núna að ísl. stjórnvöld g helstu stofanir landins hafa MARGLÝST YFIR ÁBYRGÐ Á UMRÆDDRI SKULD !
Sjallastjórnin marglýsti yfirábyrgð og ma. seðlabankinn og Dabbi Odds skrifaði undir !
Það er ekkert ríki eða sjálfsstjórnarsvæði í heiminum sem tekur undir "borgum ekki" vitleysuna. Ekki einu sinni Ísland !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2010 kl. 15:31
Mikið til í þessu hjá þér.
Ómar, hve oft þarf að segja að Íslendingar munu ábyrgjast skuldbindingar sínar. Það þýðir ekki að Svavars-samningur með vaxtaokri sé umræddar skuldbindingar. Það leikur vafi á því - endurtek: leikur vafi á því!
Steingrímur getur ekki skotist undan ábyrgð á þessum ógeðssamning sem hann sagði glæsilegan. Hann treður honum ekki upp á neinn annan. Hann hefur barist eins og ljón fyrir ríkisábyrgð á honum og tókst það næstum.
Það er rétt hjá þér að Borg er bara að enduróma það sem við erum búin að margheyra hér hjá Jóhönnu og Steingrími (og hans fylgifiskum).
Kveðja
Eó (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 15:39
Ómar, það ætti ekki að vera erfitt að skilja tilskipun ESB um tryggingasjóði og íslensk lög um sama efni. Þar kemur skýrt fram, að engin ríkisábyrgð skuli, eða megi vera á slíkum sjóðum. Ef ráð hefði verið gert fyrir því frá upphafi, að ríkisábyrgð væri á þessum tryggingasjóðum, þyrftu Bretar og Hollendingar varla að vera að neyða Íslendinga til að samþykkja hana núna.
Alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga í þessu sambandi var stofnun Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta og hann á, og mun, greiða innistæðutrygginguna. Skattgreiðendum kemur málið einfaldlega ekki við, hvorki vegna höfuðstólsins, né vaxtanna. Bretar og Holledingar eiga að snúa sér að lögformlega réttum aðila með kröfur sínar, enda hafa íslensk stjórnvöld fyllilega staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu efni.
Það kemur málinu bara ekkert við hvað hver sagði hvenær um þetta mál. Enginn hefur heimild til að skuldbinda ríkissjóð til að taka á sig einkaskuldir, nema Alþingi, sem setti svo góða fyrirvara við samþykkt sinni á ríkisábyrgð, að Bretar og Hollendingar höfnuðu henni. Þjóðin hafnaði svo seinni lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þannig að nú eru engir samningar í gildi um ríkisábyrgð og skattpíningu Íslendinga vegna vaxta.
Þar með er málið komið á byrjunarreit, sem gefur Bretum og Hollendingum færi á að biðjast afsökunar á því, að reyna að hneppa Íslendinga í skattaþrældóm í sína þágu, til margra áratuga.
Ef þeir gera það, skulum við fyrirgefa þeim vitleysuna og vona að þeir bæti ráð sitt og eitthvað af því tjóni, sem þeir hafa valdið með kúgunartilraunum sínum.
Axel Jóhann Axelsson, 12.3.2010 kl. 15:53
Lagaleg ábyrgð íslands er kristalskýr og óumdeild. Ísl. ber ábyrgð á lágmarksbótum sem lögleidd eru. Period. Siðferðilega hliðin sótsvört.
En auðvitað vilduð þið sjallar frekar sjallasamninginn. 7% vexti, borgað á 10 árum.
jú jú, við getum alveg skoðað það. Best við gerum það bara svo sjallar verði ánægðir. Tökum bara upp sjallasamninginn þessu viðvíkjandi - enda voru sjallar afar ánægðir með hann á sínum tíma og fögnuðu ógurlega sem kunnugt er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2010 kl. 16:10
Ómar, þú hefur sýnt það undanfarna mánuði, út um allt á blogginu, að þú hefur engin rök til að styðja mál þitt með, heldur er þetta tómur skætingur hjá þér og persónulegar svívirðingar, þegar mikið liggur við.
Þú bregst ekki núna, frekar en fyrridaginn, með þitt ómálefnalega stagl, þannig að ekki þýðir nokkurn skaðaðan hlut, að reyna að rökræða meira við þig, svo það verður látið ógert.
Axel Jóhann Axelsson, 12.3.2010 kl. 18:59
Eins og Òmar segir er lagalega hliðin algerlega óvéfengjanleg, nema þá af siðlausumu íslendingum.
Ìslendingum sem gefa skít í orðspor landsins.
Og hvernig er hægt að segja að 5.5% vextir séu óhagstæðir, þegar Ísland þyrfti að borga ekki minnna en 12% vexti með það lánstraust sem landið hefur. Ef Ìsland fengi lán á alþjóðlegum lánamarkaði
Einnig er það skrítin röksemdarfærsla að tala um að kjör séu óhagstæð við að endurgreiða peninga sem í raun var stolið!
Ágóðin af Icesave var notaður til að fjármagna rekstur bankans hér á landi.
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 21:31
Ragnar, stálu skattgreiðendur einhverjum peningum úr bönkunum? Ef ekki, af hverju eiga þeir þá að taka á sig skattaþrældóm til að endurgreiða eitthvað, sem þeir stálu ekki.
Axel Jóhann Axelsson, 12.3.2010 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.