Tekur Steingrímur mark á þeim núna?

Nú hefur verið upplýst, að áður en skrifað var undir Svavarssamninginn, illræmda, þann 5. júní s.l., hafi öll stjórnarandstaðan og a.m.k. fimm þingmenn VG verið búin að tilkynna Steingrími J. að þau væru algerlega andvíg samningnum, eins og hann lá fyrir.  Þrátt fyrir að Steingrímur vissi, að samningurinn nyti ekki stuðnings meirihluta Alþingismanna, lét hann Svavar og Indriða samþykkja fjárkúgunarkröfurnar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, enda var stjórnin þá þegar búin að sverja Bretum og Hollendingum hollustueiða.

Þessir sömu þingmenn VG hafa enn á ný komið þeim boðum til Steingríms, að þeir myndu ekki styðja neina nýja samninga óséða, þeir vilji þó halda viðræðum áfram, en muni ekki vera tilbúnir til að samþykkja hvað sem er, allra síst óséð.

Steingrímur J. tók ekkert mark á stjórnarandstöðunni og sínum eigin flokksmönnum í fyrra, sem leiddi til þess,  að ennþá er málið óleyst og þjóðin hefur hefur kastað Svavarssamningnum út í hafsauga í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með sent skýr skilaboð til kúgaranna, að hún muni ekki láta beygja sig í duftið fyrir erlendum ofbeldisseggjum.

Steingrímur hefur gert litið úr þjóðinni og hennar skoðunum opinberlega.

Mun hann hunsa skoðanir flokksfélaga sína áfram, á sama hátt og þjóðarviljann?


mbl.is Heita ekki stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband