NEI þýðir NEI og ekkert annað

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardaginn gat varla orðið meira afgerandi, en rúm 98% þeirra, sem atstöðu tóku, svöruðu þeirri spurningu sem fyrir var lögð, með svarinu NEI.  Skýrari en það gat niðurstaðan varla orðið og ætti ekki að þurfa að hártoga á nokkurn hátt.

Það þýðir ekkert fyrir Jóhönnu og Steingrím J. að láta bara eins og ekkert hafi í skorist og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar skipti engu máli og nú verði haldið áfram þar sem frá var horfið í samningum við fjárkúgarana um vaxtagreiðslur af skuld, sem skattgreiðendum kemur ekkert við.

Skilaboð meirihluta þjóðarinnar verða ekki misskilin og mikil má afneitun þessara fýluráðherra vera, ef þeir ætla að reyna að hunsa vilja skattgreiðenda, varðandi algera höfnun á því að semja um nokkurn skapaðan hlut við ofbeldisseggina.

Einu skilaboðin sem þau skötuhjú geta nú borið hinum erlendu húsbændum sínum eru að þeir skuli snúa sér að lögformlegum aðila með kröfur sínar, en það er Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta, sem er tryggingafélag Landsbankans og á að bæta innistæður upp að 20.887 evrum á hvern innistæðureikning Icesave.

Skattgreiðendur eiga ekki að borga vexti af skuldurm tryggingafélaga eða gjaldþrota einkabanka.

Þá skoðun sína létu kjósendur/skattgreiðendur eftirminnilega í ljós á laugardaginn.


mbl.is Engir fundir boðaðir enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Sástu ekki hvað stóð á kjörseðlinum ?  Það var verið að greiða atkvæði um einn tiltekinn samning - ekki samningaviðræður yfirhöfuð.  Þú ert einn af fjölmörgum sem virðist ekki hafa getað lesið einfaldan blaðsnepil á laugardaginn, alveg furðulegt.

Óskar, 8.3.2010 kl. 12:02

2 identicon

100% Sammála þér Óskar. Það er sorglega margt fólk sem virðist ekki hafa hugmynd um hvað kosningarnar snerust.

"Skattgreiðendur eiga ekki að borga vexti af skuldurm tryggingafélaga eða gjaldþrota einkabanka.

Þá skoðun sína létu kjósendur/skattgreiðendur eftirminnilega í ljós á laugardaginn."

Axel, eins og Óskar sagði þá snerust kosningarnar um að samþykkja eða hafna ákveðnum samningi.

Það er í skársta falli óskhyggja að segja að kjósendur hafi látið neitt annað í ljós með atkvæði sínu.

Magnús Ó. (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Um hvað skyldi sá samningur hafa snúist?  Ætli að það geti verið að hann hafi hljóðað upp á ríkisábyrgð á höfuðstól skuldar Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, ásamt greiðslu hudruð milljarða króna í vexti af öllu saman?

Lögunum um þetta var hafnað með 98% atkvæða þeirra sem afstöðu tóku í kosningunni, sem er meirihluti kjósenda/skattgreiðenda í landinu.  Haldið þið virkilega að þessi fjöldi hafi ekki vitað um hvað hann var að kjósa?

Þið viljið kannski útskýra það, hverju þetta fólk var að hafna?

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2010 kl. 13:07

4 Smámynd: Óskar

Axel, hvað stóð nákvæmlega á kjörseðlinum sem þú merktir nei við og tróðst í kassann ?

Óskar, 8.3.2010 kl. 13:16

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, hvað stóð í lögunum, sem þú varst spurður um á kjörseðlinum, hvort þú vildir staðfesta, eða hafna?

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2010 kl. 13:30

6 Smámynd: Óskar

Axel ég kann nú ekki þann texta utan að.  En gott að þú gerir þér grein fyrir því að það var verið að biðja fólk að staðfesta eða hafna ákveðnu lagafrumvarpi en ekki hafna ógerðum samningum eða ríkisábyrgð almennt.  Þú ert þá læs eftir allt saman.

Óskar, 8.3.2010 kl. 13:40

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nefninlega það, Óskar, þú varst sem sagt ekki búinn að kynna þér textann í lögunum, sem þú áttir að greiða atkvæði um.  Þú virðist ekki heldur gera þér grein fyrir, að það var ekki verið að kjósa um lagafrumvarp, heldur lög, sem tóku gildi um áramótin síðustu og voru lög í landinu, þangað til þjóðin hafnaði þeim í kosningunum á laugardaginn.

Ekki efast ég um, að þú sért læs, en eitthvað virðist vanta upp á lesskilninginn.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband