Er Stauss-Kahn fyrirmunað að segja satt?

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS kemur enn einu sinni með rulluna um að sjóðurinn sé "skuldbundinn til þess að aðstoða Íslendinga" og að Icesavedeilan sé "einkamál" sem komi sjóðnum og fyrirgreiðslu hans ekkert við, en hinsvegar séu það norðulöndin, sem neiti að standa við sinn hluta varðandi lánsloforð, þangað til búið sé að afgreiða Icesavedeiluna.

AGS dró fyrstu endurgreiðslu efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins í átta mánuði og enn hefur önnur endurskoðunin ekki verið afgreidd, þrátt fyrir að það hafi átt að klárast í janúar s.l.  Nú er komið fram í mars og ekkert frést af því, að AGS ætli að standa við sinn hluta samningsins, frekar en í fyrra sinnið. 

Ef norðulöndin vilja ekki veita Íslendingum lán til að efnahagsáætlunin geti haft sinn gang, þá ber AGS skylda til að aðstoða við að finna aðra lánveitendur og mætti t.d. benda á Kínverja, sem alltaf hafa verið Íslendingum vinsamlegir og munu hvort sem er, verða drottnarar heimsins innan fárra áratuga.

Blekkingar Strauss-Kahn og raunar hrein ósannindi duga Íslendingum ekki lengur.  Annað hvort drífur AGS í að standa við þá aðstoð, sem hann skuldbatt sig til að veita, eða slítur samstarfinu.

Geri hann hvorugt í þessum mánuði, eiga Íslendingar að þakka sjóðnum pent fyrir komuna og óska honum góðrar heimferðar.


mbl.is Strauss-Kahn segir AGS skuldbundinn til að aðstoða Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé ekki frekar Steingrímur og Jóhanna sem séu að þylja upp einhvern lygaspuna til að draga athyglina frá eigin getuleysi

Grímur (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 15:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki eru þau sannsögul að minnsta kosti, þessir fulltrúar fýlustjórnmálanna.

Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér flökrar í hvert skipti sem þessi glæpahöfðingi opnar sinn lygakjaft. Hvað á hann við með að hann sé skuldbundinn til að aðstoða okkur? Að þeir ætli ekki að sleppa klónum af okkur og "aðstoða" okkur frekar hvort sem við viljum eða ekki? Þeir hafa flogið um allar jarðir frá hruni til að stöðva bjargræði hingað. Við fengu einhliða lánavilirði frá vinaþjóðum í upphafi, en þá stukku þeir til og fengu þær til að sameina þetta "lánapakka" sínum, svo þeir hefðu punghaldið til að þvinga okkur í Icesave. Ekkert annað réði því. Til helvítis með þennan sjóð. 'ut með hann hið snarasta.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband