7.3.2010 | 11:43
Hroki norska utanríkisráðherrans - minnir á Jóhönnu Sig.
Ef það er eitthvað sem Jonas Gahr Störe og Jóhanna Sigurðardóttir eiga sameiginlegt, fyrir utan flokkatengslin, þá er það hrokinn og fýlan. Enginn hefur farið fram á lán frá Noregi, umfram lánin, sem tengjast efnahagsáætlun Íslands og AGS, en samt leyfir þessi hrokagikkur sér að lýsa því yfir að Noregur muni ekki lána Íslendingum krónu umfram það og hann ætli ekki að láta norska skattgreiðendur greiða fyrir bankahrunið á Íslandi.
Ofan á þetta bætir hann svo, að Íslendingar geti sjálfum sér um kennt, að hafa kosið yfir sig stjórnmálastefnu, sem valdið hafi hruninu. Ekki kusu Íslendingar yfir Breta kratana, sem þar hafa komið efnahagsmálunum í óefni og þurft að glíma við bankakreppu, sem er engu minni en Íslendingar þurfa að glíma við. Ekki kusu Íslendingar yfir sig stjórnmálamenn í Bandaríkjunum, þar sem upptök bankakreppu heimsins eru talin eiga upptök sín og ekki hafa Íslendingar kosið yfir sig stjórnir í þeim ESB löndum, sem nú eru að hruni komin, efnahagslega.
Allar þessar yfirlýsingar ráðherrans í garð Íslendinga hafa heyrst frá "samflokksmönnum" hans hér á landi og líklega er hann eingöngu að bergmála málflutning Steingríms J., Jóhönnu og Össurar, sem telja Störe til bestu vina sinna.
Eins og þau, er Jonas Gahr Störe verðugur fulltrúi fýlustjórnmálanna.
Ekki frekari lán til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjendur vorir "norðmenn".
Hörður Einarsson, 7.3.2010 kl. 11:47
Hvað voru Sigmundur Davíð og Höskuldur að gera í Noregi í haust?
Og er það ekki rétt að íslendingar kusu aftur og aftur D og B í stjórn?
Norski ráðherrann var ekkert að tala um hin löndin, hvers vegna blandar þú þeim inn í þetta?
Hamarinn, 7.3.2010 kl. 11:52
ekki taka við hallærislegum norskum ullarsokkakrónum, ekki norge mere
obbi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:55
Ég veit ekkert hvað Framsóknarmenn voru að gera í Noregi, en þeir hafa að minnsta kosti ekki verið fulltrúar íslenskra stjórnvalda í viðræðum við norsk stjórnvöld.
Það er hárrétt hjá Störe, að Íslendingar kusu D og B í stjórn, en það olli ekki bankahruninu, heldur glæfralegur, að ekki sé sagt glæpsamlegur, rekstur bankanna hérlendis, sem voru jafnvel miklu verr reknir en bankar erlendis, sem þó hrundu hver af öðrum. Bankahrunið kom stjórnmálaskoðunum nákvæmlega ekkert við.
Ég blanda hinum löndunum inn í málið, vegna orða fýlustjórnmálamannsins Störe, einmitt til að sýna hvað bullið í honum er sambærilegt við ruglið í skoðanabræðrum hans hérlendis.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 11:59
Bankahrunið kemur stjórn D og B við, vegna þess að þeir leyfðu þennan óskapnað.Það verður ekki tekið frá þeim.
Hamarinn, 7.3.2010 kl. 12:08
Hvað eru að afsaka þig með að segja þetta "Ekki kusu Íslendingar yfir Breta kratana, sem þar hafa komið efnahagsmálunum í óefni og þurft að glíma við bankakreppu, sem er engu minni en Íslendingar þurfa að glíma við. Ekki kusu Íslendingar yfir sig stjórnmálamenn í Bandaríkjunum, þar sem upptök bankakreppu heimsins eru talin eiga upptök sín og ekki hafa Íslendingar kosið yfir sig stjórnir í þeim ESB löndum, sem nú eru að hruni komin, efnahagslega." Kemur það eitthvað því við að kosið var á Íslandi í áratug eða svo algerlega ónýtir eiginhagsmunaseggir sem silgdu skútunni í strand sem nú er verið að reyna að bjarga þjóðinni frá með "kratískrikomma" stjórn?
nolli (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 12:16
Mikið ert þú vitlaus Axel og örugglega XD maður.
XD og XB afhentu bankana til vina sinna sem voru algjörlega vanhæfir til að reka banka og þar fyrir utan þá borguðu þeir ekki fyrir þá.
Þannig að XD sem er búinn að vera í stjórn frá 1991-2009 er sökudólgurinn fyrir bankahruninu.
Friðrik Ingi Ágústsson, 7.3.2010 kl. 12:20
Er það hroki að vilja ekki lána óábyrgum ættingja peninga?
Skeggi Skaftason, 7.3.2010 kl. 12:29
Friðrik, þú hefur algerlega rétt fyrir þér með það, að ég er stoltur Sjálfstæðismaður og get auðvitað ekkert gert við því, að annað eins gáfnaljós og þú greinilega ert, finist ég vera vitlaus. Þú og Þráinn Bertelsson eruð greinilega báðir fullfærir um að dæma um gáfnafar annarra (en sjálfra ykkar).
Samfylkingin var í ríkisstjórn í mesta "lánærinu" og stjórnaði bankamálum, viðskiptaráðuneytinu og Fjármálaeftirlitinu. Væntanlega hafa menn þá skoðun, að Samfylkingin hafi ekkert gert í þeirri ríkisstjórn, frekar en hún er að gera í núverandi ríkisstjórn. Auðvitað er það rétt ályktun, hjá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, að sá stjórnmálaflokkur sé algerlega getu- og verklaus í ríkisstjórnum.
Ekki get ég verið meira sammála.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 12:38
Það á að banna Sjálfstæðisflokkinn, áður en örfáum fársjúkum flokkseigendum tekst endanlega að tortíma íslenskri þjóð. Heilbrigðir hægri menn þurfa að finna sér annan vettvang. Sjálfstæðiðflokkurinn hefur ekkert lært, iðrast einskis og hyggst ekki fara í neinskonar enturmenntun. Sami súri grauturinn í sömu 2007 skálinni. Aðrir flokkar virðast tilbúnari að endurnýja sig , með nýju fólki með nýja hugsun. Samt vantar mikið á að nóg sé að gert. Samfylking og Vinstri grænir þurfa að taka sig verulega á. Ég tek fram, að nýtt fólk getur verið á ýmsum aldri. Ég vil ekki samansafn einhverra unglinga á þing. Þingmenn verða að hafa þroska, þekkingu, vit og vammleysi og nenna að vinna.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 13:06
Jæja Axel.
Það þarf ekki gáfnaljós að sjá að það er pólitíkini að kenna hvernig komið er fyrir fjármálum þjóðarinnar.
Þess vegna mátt þú vera stolltur yfir því að hafa kosið þetta yfir þig.
Friðrik Ingi Ágústsson, 7.3.2010 kl. 13:09
Kolbrún, þú hefur greinilega ekket fylgst með störfum Sjálfstæðisflokksins undanfarið ár og hefur t.d. ekki lesið endurreisnarskýrsluna, sem samþykkt var á síðasta landsfundi flokksins og t.d. Davíð Oddson var ákaflega óánægður með.
Ekki lýsis það nú beinlínis víðsýnum huga, að vilja banna ákveðna stjórnmálaflokka í landinu. Ekki dytti mér í hug, að bera slíkt á borð vegna þeirra flokka, sem ég er ekki sammála í stjórnmálaskoðunum.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 13:13
Friðrik Ingi, ert þú á þeirri skoðun, að glæpamenn sem sitja á Litla Hrauni, t.d. fyrir innbrot, nauðganir, morð og annað, hafi framið glæpi sína í nafni þeirra stjórnmálaflokka, sem þeir aðhyllast.
Gáfnaljós á borð við þig, verður ekki í vandræðum með að greina hvað á bak við slíka glæpi býr.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 13:16
Axel,
Það sem þú þarft að gera kallinn minn er að skilja loks að pólitík er ekki fótbolti og að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki liðið þitt.
Þangað til þá munun allir, sem ekki eru í sama klúbbi og þú, einungis sjá lítinn kall með brúnt nef.
Heillaóskir um skjótan bata,
Þráinn
Þráinn (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 13:17
Vonandi er þessi Þráinn ekki Þráinn Bertelsson, þó skoðanirnar smellpassi.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 13:20
Hvaða hroka ert þú að tala um í færslu þinni?
Þú lánar ekki fólki pening, sem virðist ekki ætla að borga til baka, er það?
Það hefur kanski enginn farið fram á meiri lán frá norðmönnum, en skrifaði Jóhanna ekki bréf til Stoltenberg, og spurðist fyrir um það, eftir för framsóknarsnillinganna til Noregs síðastliðið haust.
Hamarinn, 7.3.2010 kl. 13:23
Bréf Jóhönnu var til algerra málamynda og hún var áður búin að leggja fram svarið fyrir hönd þeirra norsku.
Það er hroki af norska fýlustjórnmálamanninum, að leyfa sér að vera með afskipti af íslenskum stjórnmálum og að segja að Íslendingar verði sjálfir að borga Icesave, en norskir skattgreiðendur verði ekki látnir gera það. Um það hefur enginn beðið.
Norðmenn hafa verið beðnir að afgreiða lánsloforðið, sem tengist AGS og annað ekki.
Sá norski getur rekið sín fýlustjórnmál heima fyrir, við höfum nóg af fýlustjórnmálamönnum hér á landi.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 13:30
Lára Hanna sýnir enn og aftur að hún er með fingurinn á meininu. http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/03/07/afrakstur-byltingarinnar/#comment-30260
Gísli Ingvarsson, 7.3.2010 kl. 15:23
Sendum Wernersrotturnar og Pálma Haraldsson í gasklefann og það strax
Krímer (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 16:55
Krimer, ekki er þetta nú fallegur hugsunarháttur, þó þeir eigi vafalaust eftir að fá á sig dóma fyrir verk sín. Gasklefinn setur þetta í afar óþarft og hrollvekjandi samhengi.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 17:50
Það er rétt hjá þér Axel
Krímer (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 21:38
Já hvort ætli séu betri fýlustjórnmál eða fíflastjórnmál.
Annars horfði ég á Silfur Egils í dag og ég held að stjórnmálin á Íslandi séu bæði fífla og fýlustjórnmál.
Annars vinn ég talsvert í Noregi og Støre þessi er ákaflega fær.
Jonas Gahr Støre er í raun meiri hægri maður en margir Sjálfstæðismenn. Hann er nákvæmur og duglegur. Þetta er enginn pólitískur rindill sem er alinn upp í uppeldisherbúðum flokksdindla. Hann er virkilegur þungaviktamaður.
Annars er það rétt sem hann segir að stjórnvöld hér eru og voru kosin af þjóðinni og ef landstjórninni er ábótavant eins og raun varð á. Ber þjóðin þá væntanlega nokkra ábyrgð með því að velja þetta fólk. Það er raunar alveg dæmigert að hér er enginn sem viðurkennir eitt eða neitt og fólk sem ekki einu sinni horfist í augu við og viðurkennir vandann hvernig á það að geta lært af sínum mistökum?
Vísa til þess sem stendur um Støre. í Wikepedia:Á að kasta til þeirra meiri spilapeningum?
http://no.wikipedia.org/wiki/Jonas_Gahr_St%C3%B8re
Jonas Gahr Støres er sønn av skipsreder Ulf Jonas Støre og Unni Gahr. Hans familie overtok i 1927 industribedriften Jøtul, som så på 1970-tallet ble solgt til Norcem. Støres formue stammer fra oppgjøret ved salget av bedriften. Han er gift med sosiologen og forskeren Marit Slagsvold og har tre barn.
Etter å ha fullført videregående skole på Berg i Oslo, tok Støre Marinens befalskole, og deretter videre utdannelse ved Sjøkrigsskolen i Bergen i 1979–1981. Han tok utdannelse som statsviter med spesialisering i historie og sosialøkonomi ved Institut d'études politiques de Paris i Frankrike fra 1981 til 1985. Han ble også opptatt som doktorgradsstudent ved London School of Economics, men sluttet etter få uker da han hadde bestemt seg for ikke å satse på en akademisk karriere.
Støre begynte yrkeskarrièren som «teaching fellow» ved Harvard Law School i 1986. Deretter jobbet han som forsker ved Bedriftsøkonomisk Institutt fra 1986 til 1989 frem til han ble ansatt som spesialrådgiver ved Statsministerens kontor. I 1995 ble han utnevnt til ekspedisjonssjef for internasjonale saker samme sted, før han i 1998 ble eksekutivdirektør (stabssjef) ved Gro Harlem Brundtlands kontor i Verdens helseorganisasjon. I årene 2002–2003 var han arbeidende styreleder i analyseselskapet Econ, før han ble generalsekretær i Norges Røde Kors i august 2003. Denne jobben beholdt han frem til han ble utenriksminister høsten 2005.
Jonas Gahr Støre ble ikke medlem av Arbeiderpartiet før i 1995- I 1988 søkte han, og ble tilbudt jobb som utenrikspolitisk rådgiver i Høyres stortingsgruppe, men takket nei. ( Já takið eftir því.)
Da Jens Stoltenberg var statsminister i årene 2000–2001, hadde Støre for første gang en politisk stilling ved Statsministerens kontor som stabssjef og statssekretær.
Etter stortingsvalget i 2005 ble han utnevnt til utenriksminister i Jens Stoltenbergs annen regjering 17. oktober 2005. Flere meningsmålinger har vist at Støre er regjeringens suverent mest populære statsråd.
Ved stortingsvalget 2009 var Støre nominert på fjerdeplassen på Oslo Arbeiderpartis liste. Han ble dermed valgt inn på Stortinget.
Gunnr (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 01:42
Axel, ég er alveg sammála þér. Já og eitt enn, jörðin ER flöt.
Bjöggi (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 17:49
Þar tek ég undir með þér Bjöggi töggi, hún er meira að segja þríhyrningslaga en ekki hringlaga eins og flestir halda
Krímer (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.