Ífréttatilkynningu Forsætisráðuneytisins er viðurkennt, að með úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar séu ekki bara lögin, sem kölluð hafa verið Icesave II, fallin úr gildi, heldur séu lögin um frá því í júní s.l., sem kölluð hafa verið Icesave I, í raun fallin úr gildi líka, enda séu þau dauður bókstafur, þar sem Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörunum við ríkisábyrgðina, sem Alþingi samþykkti.
Þessu hefur verið haldið fram á þessu bloggi lengi, en ýmsir stuðningsmenn fýlustjórnarinnar hafa mótmælt því hástöfum, og Jóhanna Sigurðardóttir hefur reyndar haldið því fram að eldri lögin myndu taka gildi, en nú hefur Forsætisráðuneytið afneitað þeirri túlkun (sjá punkt nr. 2 í tilkynningunni).
Þetta þýðir auðvitað, að borðið er algerlega hreint og eftir eftirminnilega niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslunni eiga íslensk yfirvöld og samninganefndin ekki að samþykkja neinar viðræður við fjárkúgarana, nema samkvæmt þeim lögum og tilskipunum ESB, sem um bankagjaldþrot gilda.
Íslenskir skattgreiðendur höfnuðu kúguninni ekki jafn eftirminnilega og raunin er, til þess eins, að Jóhanna og Steingrímur taki við nýjum þrælasamningi úr hendi hinna erlendu húsbænda sinna.
Krafan hljóðar nú upp á alvöru viðræður um löglega niðurstöðu.
Íslenskir skattgreiðendur sætta sig ekki við neitt annað.
Ríkisstjórnin hefur fulla trú á viðunandi niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega sammála þér.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.3.2010 kl. 23:47
Ríkisstjórnin verður að víkja. Við getum aldrei fengið góða níðurstöðu í þessu máli svo lengi sem þau eru við stjórnvölina. Það þarf bara að veifa ESB boðskort frá bretum og hollendingum og stjórnin slefar. Ríkisstjórnin veit að þau hanga á þræði og vilja "semja" eins fljótt og hægt er. Það geta bara bretar oh hollendingar hagnað á.
Sævar Guðbjörnsson, 7.3.2010 kl. 00:12
Hvaða, hvaða eru menn þá farnir að taka mark á orðum forsætisráðherra? Nú er Bleik brugðið, verulega brugðið, verð ég að segja
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2010 kl. 01:39
Heyrðu nú nafni minn, þér hlýtur að vera verulega brugðið, verð ég að segja, ef þú getur lesið út úr mínum skrifum, að eitthvert mark sé tekið á orðum forsætisráðherra.
Það er nefnilega alveg í hina átina, að forsætisráðherra, eða a.m.k. ráðuneytið er loksins núna, að sá málflutningur sem hér hefur verið haldið fram, sé réttur.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 04:11
Svona átti setningin að vera: Það er nefnilega alveg í hina átina, að forsætisráðherra, eða a.m.k. ráðuneytið er loksins núna að viðurkenna, að sá málflutningur sem hér hefur verið haldið fram, sé réttur.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2010 kl. 04:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.