6.3.2010 | 22:12
Stefnir í ótrúlega glæsilega niðurstöðu
Fyrstu tölur úr þjóðaratkvæðagreiðslunni sýna að niðurstaðan stefnir í að verða ótrúlega glæsileg. Tölur um kjörsókn eru ekki komanar, en allt bendir til þess að hún hafi verið eins góð og búast mátti við.
Fari svo, að yrir 90% þátttakenda í kosningunni hafi sagt NEI, er dagurinn sannkallaður merkisdagur og íslenskir skattgreiðendur sýnt fjárkúgurunum bresku og hollensku að þeir láta ekki kúga sig baráttulaust.
Merkur kafli í sögu þjóðarinnar hefur verið skrifaður og verður lengi minnst, sem eins glæsilegasta dags í lýðveldissögunni.
Nær allir segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha ha ha ha........ Axel... þú ert óborganlegur gleðigjafi..
Þú ert hreinlega skygn.. sást neiið fyrir þér
hilmar jónsson, 6.3.2010 kl. 22:15
Sigur hrunaflokkanna
Ekkert gerst og allir ánægðir með 50-60% þátttöku.
Hulda (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:17
Hulda: þetta hefur ekkert með 'sigur hrunaflokkana' að gera. Ef þú mannst ekki betur en það þá voru það Sjálfstæðismenn sem samþykktu ríkisábyrgð á IceSlave...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.3.2010 kl. 22:18
Þið kommatittirnir getið ekki sætt ykkur við þennan sigur hrunaflokkanna. Icesave verður ekki borgað og allt verður gott. Húrra.
Hulda (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:22
Já alveg stórglæsilegt ,,, en hvað svo? 200 milljónir kostuðu svo herlegheitin. Og við hljótum að fá þjóðaratkvæðagreiðslur á vikufresti, ef Òlafur ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur í framtíðinni.
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:22
Ættir að loka fyrir athugasemdirnar frá honum hilmari, niðurrifs og nöldurseggur sem getur aldrei tekið þátt í heilbrigðum eðlilegum rökræðum. Það vantar vasaklút handa svona landráðamönnum sem reyna að gera lítið úr baráttuþreki þjóðarinnar sem mættu og sýndu bretum og hollendingum löngutöng. Svona fólk hefur aldrei verið til gagns hér á landinu og mun aldrei verða, já eins og einn gamall kunningi sagði eitt sinn, sumir eru best geymdir í Kristjaníu
Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:27
Flestir sem hér hafa sett inn athugasemdir eru sannir fulltrúar fýlustjórnmálanna, en helstu foringjar slíkrar stjórnmálabaráttu eru Jóhanna og Steingrímur J., sem stóðu fyllilega undir þeim titlum í sjónvarpsfréttunum áðan.
Daprari og hnípnari fýlustjórnmálamenn hafa aldrei sést áður á sjónvarpsskjá og hafa þau þó oft komið þar sjálf áður. Þetta sló allt út.
Fylgismenn þeirra gefa þeim lítið eftir og geta ekki leynt vonbrigðum sínum með góða kjörsókn og ótrúlega glæsilega niðurstöðu fyrir íslenska skattgreiðendur.
Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2010 kl. 22:29
Baldur, það er ástæðulaust að loka á Hilmar. Hann verður sjálfum sér til skammar í hvert sinn, sem hann setur inn athugasemd hérna og ég hef ekki geð í mér til að banna honum það.
Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2010 kl. 22:31
Hmmmmm... Kristjanía hljómar alls ekki illa Baldur..
En þú ert sem sagt einn af þeim sem þagga vill niður í ákveðnum röddum sem ekki eru þóknanlegar þínum stjórnmálaskoðunum......Minnir óneitanlega á ákveðna hreyfingu...hvað hét hún aftur ? fasismi... eða eitthvað í þá áttina. .
hilmar jónsson, 6.3.2010 kl. 22:32
Jú, nokkuð dýrar eru kosningar en líklegt má telja peningurinn sem þær kosta fari allur á innanlandsmarkað og margir hafa fengið vinnu (og þal. laun) í tengslum við þær þannig að þetta eru í raun bara peningar sem fara í umferð í samfélaginu. Það má því færa rök fyrir því að kosningar séu bæði lýðræðisbætandi og atvinnuskapandi. :)
Nú er vilji þjóðarinnar ljós og nú verða stjórnmálaflokkar og almenningur að standa saman í að byggja upp betra þjóðfélag....og það þýðir ekkert að standa og grenja um það hvað hverjum er að kenna. Áfram Ísland - til framtíðar!
Anna (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:37
Nú ferð þú að sofa Hilmar lýðræðið sigarði ekki flokksræðið vona að þú vaknir ekki upp við það að fá martröð út af vonbrigðum þínum.
Sigurður Haraldsson, 6.3.2010 kl. 22:39
Vil ekki þagga niður í heilbrigðum skynsamlegum röddum. En Axel hefur rétt fyrir sér, orð þín eru þér sjálfum til háborinnar skammar, hugsandi fólk sér það. Það er bara dapurt að sjá á slíkum stórdegi í sögu lýðveldisins að hér séu til þegnar sem vinna gegn eigin þjóð. Til hvers, skilur enginn því ekki eruð þið fólk sem leggið eitthvað markvert á vogarskálar samfélagsins.
En óska öllum Íslendingum til hamingju með daginn, þeim sem er ekki sama um framtíð lands og þjóðar.
Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:45
Eru skuldirnar virkilega horfnar?
Er búið að leysa úr Icesave?
Er svona bjart framundan eins og Bjarni og Sigmundur segja? Það má bara geyma þetta allt saman?
Þarf ekki annað en að kalla fólk sem fýlupúka og þá er allt gott?
Ég held ég fái mér bara öllara því ég skil þessi fagnaðalæti ekki þrátt fyrir að vera einn af þeim sem sagði nei.
Málin eru í algjöru klúðri.
Svarar Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:45
Baldur ef þú vil röfl, og læti..drullastu þá til þess að koma fram undir nafni bölvuð bullan þín..
hilmar jónsson, 6.3.2010 kl. 22:47
Svavar fáðu þér meira en einn öllara...rík ástæða til þess að fagna.
Óska þér alls hins besta Hilmar, vona að þú sjáir ljósið..einhvern tíma.
Annars enn og aftur til hamingju landsmenn!
Baldur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:50
Svavar, Icesave skuldin er ekki horfin, en nú hlýtur að gefast tækifæri til að ræða um uppgjör hennar á lögformlegan hátt. Það eru ekki íslenskir skattgreiðendur sem eiga að borga hana, heldur Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta. Sá sjóður er í raun tryggingafélag, sem bankarnir greiddu iðgjöld til og hann á að ábyrgjast lágmarksútborgun á hvern innistæðureikning upp á 20.887 evrur. Þetta eiga allir að vita og jafnframt það, að Bretar og Hollendingar ætla að neyða ábyrgð á þessum tryggingasjóði upp á íslanskan almenning, sem kemur málið akkúrat ekkert við.
Við eigum að krefjast þess, að þessi ábyrgð verði ekki sett á skattgreiðendur, því nú eru tveir bankar komnir aftur í einkaeign, þ.e. eign erlendra vogunarsjóða, og væntanlega vilja íslenskir skattgreiðendur ekki setja það fordæmi, að þurfa jafnvel í framtíðinni, að bera ábyrgð á bönkum, sem erlendir vogunarsjóðir eru eigendur að.
Ræða málið á lögformlegum nótum, það er málið núna.
Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2010 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.