Steingrímur J. missti út úr sér á blaðamannafundi í morgun að ekki væri hægt að semja við fjárkúgara, þegar sumir fulltrúar íslenskra skattgreiðenda vildu ekki láta eftir ofbeldisseggjunum og borga mölglunarlaust ólöglega og siðlausa kröfu þeirra.
Þarna á Steingrímur vafalaust við þá snjöllu og viti bornu samningamenn, sem stjórnarandstaðan neyddi upp á ríkisstjórnina, eftir að útséð var með að þjóðin myndi kyngja þeim "glæsilega" afarkosti, sem félagar hans og vinir, Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, skrifuðu undir á föstudagskvöldi í júní s.l., þegar þeir nenntu ekki að hafa málið lengur "hangandi yfir höfði sér", eins og Svavar orðaði það svo einlæglega í fjölmiðlum.
Hagsmunum íslenskra skattgreiðenda er ágætlega borgið á meðan hluti "samninganefndarinnar" berst gegn rangindum og kúgunum Breta og Hollendinga, sem ætla sér að hneppa Íslendinga í skattalega ánauð til áratuga, vegna vaxta af skuld, sem er ekki þjóðarskuld, heldur einkaskuld.
Engin lög á Íslandi eða í öðrum ríkjum Evrópu gera ráð fyrir því, að skuldum einkafyrirtækja, hvorki einkabanka né annarra einkafyrirtækja, sé breytt í þjóðarskuld og þannig velt yfir á skattgreiðendur landanna.
Þess vegna er svo mikilvægt, að góð þátttaka verði í þjóðaratkvæðagreiðslunni og niðurstaðan verði svo afgerandi, að enginn geti velkst í vafa um hug skattgreiðenda til slíkra fjárkúgara.
Þjóðarhagur er að veði.
NEI við Icesavelögunum.
Hvað á Steingrímur við? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.