Dálkahöfundur Bloomberg hvetur Íslendinga til dáða

Sífellt fjölgar þeim erlendu sérfræðingum og fjölmiðlamönnum erlendis, sem styðja málstað íslenskra skattgreiðenda gegn fjárkúgunum Breta og Hollendinga vegna uppgjörsins á þrotabúi Landsbankans.

Nýjustu skrifin af því tagi eru skrif dálakahöfundarins Matthew Lynn, sem skrifar fyrir Bloomberg fréttaveituna, sem fjallar aðallega um viðskiptamálefni og fylgst er með um allan heim.  Hann eggjar íslenska skattgreiðendur lögeggjan til að senda umheiminum skýr skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn um að skattgreiðendur vilji ekki og eigi ekki, að taka á sig byrðar vegna glæfrareksturs örfárra óábyrgra bankamanna.

Hann tínir til mörg rök fyrir máli sínu, sem ríma algerlega við þau rök sem sett hafa verið fram af ýmsum færustu sérfræðingum, bæði íslenskum og erlendum, fyrir því að skattgreiðendur verði ekki settir í áratuga skattaþrældóm venga skuldbindinga, sem þeir hafa aldrei haft nokkuð með að gera, hvað þá stofnað til, eða gefið öðrum umboð til að stofna til í sínu nafni.

Það eina, sem getur komið í veg fyrir að íslenska þjóðin geti sent umheiminum skilaboð sín um að hún láti ekki fjárkúga sig í þessu máli, er undirlægjuháttur íslenskra stjórnvalda við kúgara sína, sem lýsir sér best í því, að nú er unnið hörðum höndum að því að reyna að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna.

Verði það gert, eru það hrein svik við málstað íslenskra skattgreiðenda og íslenska ríkisstjórnin mun verða að athlægi um víða veröld.

Slíkt yrði afar slæmt veganesti fyrir Íslendinga inn í framtíðina.


mbl.is Sendi skýr skilaboð með þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband