Engir skuldheimtumenn á eftir Jóhannesi í Bónus

Jóhannes í Bónus sedi frá sér fréttatilkynningu, þar sem hann segir að Mogginn sé að reyna að sverta mannorð sitt með ýmsum fréttum af fjármálabralli hans og fyrirtækjavefs hans og fjölskyldunnar.  Hann segir alrangt, að hann hafi verið að reyna að skjóta eignum undan, með því að flytja félag úr félagi og þaðan í enn annað félag.  Einnig heldur hann því fram að í frétt Moggans segi að hann sé á flótta undan skuldheimtumönnum, þó enginn annar geti lesið það út úr textanum.

"Hvort tveggja er rangt, enda eru engir skuldheimtumenn á eftir mér" segir Bónusbrallarinn í yfirlýsingunni og eftir öll þau hundraðamilljarða gjaldþrot, sem hann og fjölskyldan hefur staðið fyrir, þykir einhverjum það kannski vera með miklum ólíkindum, að enginn skuli telja sig eiga kröfur á þá Bónusfeðga.

Þetta er þó skiljanlegt í því ljósi, að feðgarnir hafa hælt sér af því opinberlega, að þeir hafi aldrei nokkurn tíma látið sér detta í hug, að ganga nokkursstaðar í persónulegar ábyrgðir fyrir nokkurri skuld og hafa því sín persónulega lúxuslíf algerlega út af fyrir sig.  Að vísu eru félög í þeirra eigu skrifuð fyrir öllum lúxusvillunum, sem þeir eiga, svo og þotu, skíðahöllum, skútum, snekkjum og hverju öðru sem nafni nefnist og þeir nota til persónulegra nota.

Þess vegna er afar skiljanlegt að engir skuldheimtumenn séu á eftir þeim feðgum persónulega.  Allir skuldheimtumenn landsins og víðar um lönd, eru hins vegar á eftir þrotabúum þeirra, til að reyna að lágmarka töp sín eins og hægt er.

Á meðan geta feðgarnir sent þeim tóninn, sem leyfa sér að segja frá öllu svínaríinu.


mbl.is Jóhannes segir fréttina ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessir menn breyttust í vörumerkið sitt svínið

en afhverju er fólk enn að versla við þennan viðbjóð

Maggi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband