Ótrúlegur afleikur íslensku samninganefndarinnar

Eftir að bresku og hollensku fjárkúgararnir settu fram sitt "besta tilboð" vegna Icesaveskuldar Landsbankans, gerði íslenska samninganefndin ótrúleg mistök, sem gætu átt eftir að verða afdrifarík fyrir íslenska skattgreiðendur.

Líklega vegna þeirrar óskiljanlegu afstöðu stjórnmálamannanna, að reyna með öllu móti að hindra að þjóðaratkvæðagreiðslan um þrælalögin fari fram, rauk samninganefndin til í einhverju taugaveiklunarkasti og lagði fram "gagntilboð" til fjárkúgaranna, í stað þess að hafna kröfum þeirra algerlega og halda þannig rétti íslenskra skattgreiðenda til haga.

Krafa Breta og Hollendinga er á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta, sem aftur á forgangskröfu í þrotabú Landsbankans og eftir þvi, að sú krafa innheimtist, eiga þeir að bíða, án allra afskipta eða aðkomu ríkisstjórnarinnar, sem er fulltrúi skattgreiðenda í vörninni gegn þessari fjárkúgun.

Með því að ámálga og gera "gagntilboð" um að skattgreiðendur taki á sig hluta af skyldum tryggingasjóðsins og hudruð milljarða vexti að auki, er gjörsamlega óskiljanleg afglög af hálfu íslensku samninganefndarinnar, því hún mun ekki geta dregið þetta "tilboð" sitt til baka, næst þegar fjárkúgararnir hringja og herma upp á hana þetta loforð.

Óskiljanlegt er með öllu, að stjórnarandstöðuforingjarnir skulu hafa samþykkt þetta "gagntilboð", sem er ekkert annað en viðurkenning á að réttmætt sé að gera skattgreiðendur ábyrga fyrir óábyrgum rekstri einkabanka, ekki síst þar sem tilskipanir ESB banna slíka meðferð á skattborgurum Evrópulanda.

Samninganefndin verður að afturkalla þetta "gagntilboð" samstundis og segja skýrt og skorinort, að það sé alls ekki í gildi.  Þjóðin mun svo sýna hug sinn til fjárkúgunartilraunanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 6. mars n.k.

Vegna væntanlegra stjóranrskipta í Bretlandi og Hollandi, á ekki að ræða við fulltrúa þeirra fyrr en ný stjórnvöld láta frá sér heyra vegna málsins, en þá þarf að byrja upp á nýtt með hreint borð, en ekki með "gagntilboðið" hangandi yfir sér.

Íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að borga eina krónu, hvorki í höfuðstól eða vexti, af þessum skuldbindingum tryggingasjóðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband