Maður fólksins?

Á forsíðu DV er vitnað í Jóhannes í Bónus, en þar segist hann ennþá líta á sig, sem mann fólksins, hvað svo sem hann á við með því, þar sem hann hefur alltaf unnið fyrst og fremst fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína, eins og þau auðævi, sem hann hefur rakað að sér persónulega, sýna ljósast.

Fólkið, sem hann segist hafa vera fulltrúi fyrir, á ekki lúxusvillur víða um lönd, ekki snekkjur, þotur og tugi lúxusbíla, fyrir utan annan munað, sem Jóhannes hefur leyft sér, að ekki sé talað um aðra fjölskyldumeðlimi.

Ekki á almenningur heldur vef fyrirtækja í skattaskjólum heimsins og ekki hefur þessi sami almennignur tapað hundruðum milljarða króna, eins og Bónusfjölskyldan hefur gert, án þess að þess sjáist nokkur merki á persónulegum högum hennar.

Sami almenningur þarf hins vegar að kljást við afleiðingarnar af gerðum Bónusfjölskyldunnar og fleiri slíkra, í verulega skertum lífskjörum og gríðarlegum hækkunum lána sem hann hefur þurft að taka, til þess að geta búið í venjulegri íbúð og ekið um á fjölskyldubílnum.  Almenningur hefur ekki fengið sín lán, án þess að skrifa upp á þau persónulega og leggja allt sitt undir, enda er fjöldi manns að tapa öllu sínu, á meðan Bónusfjölskyldan þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af sínu lánarugli, því sú fjölskylda og kollegar hennar, fá þau lán sem hún hefur tekið niðufelld, án þess að missa nokkuð persónulega, en fær fyrirtækin afhent aftur á silfurfati, eftir skuldaniðurfellingarnar.

Jóhannes í Bónus var ef til vill maður fólksins, á meðan almenningur hafði ekki vitneskju um viðskiptasvínarí hans, en að hann skuli trúa því, að svo sé ennþá, lýsir algerum dómgreindarskorti.


mbl.is Setti hús í bandarískt félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, algjör dómgreindarskortur

Áslaug (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 16:24

2 identicon

Sú fjárfesting sem hefur skipt sköpum fyrir hann, Jón Ásgeir og fjölskyldu, og leyft þeim þennan alþýðulega lífstíl, er Samfylkingin. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 17:23

3 identicon

Aðal atriðið í þessu máli gleymist, í þessum pistli þínum og það er hvað hafa lífeyrissjóðirnir og þar með landsmenn allir tapað á þessum óskabörnum þjóðarinnar, sem nú stinga eignum undan því ekki skal ein króna renna til baka til samfélagsins.

Guðjón Pétursson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 17:32

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðjón, auðvitað er það alveg rétt, að Bónusfeðgar hafa greinilega ekki tapað neinu sjálfir, þeir hafa rakað auðæfum að sér persónulega, en skilið lífeyrissjóðina og aðra lánadrottna eftir með gífurleg töp.

Ástandið sem þessi háttsemi þeirra hefur svo rýrt afkomu og kaupmátt alls almennings í landinu, sem reyndar heldur áfram að skipta við verslanir þessara tapkónga og kjósa meira að segja Bónus, sem vinsælasta fyrirtæki landsins, ef marka má síðustu auglýsingar þeirra kumpána.

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2010 kl. 18:48

5 identicon

Þessum pappakössum er það svo mikið hjartans mál að borga ekki til samfélagsins að þeir tönkuðu bílana sína á dælunni við flugskýlin á reykjavíkurflugvelli (Á móti ÍE) Fjárfestu  í flugskýli þar, frekar en að láta sjá sig á bensínstöð (Hvorugur með sólópróf).

Guðjón Pétursson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband