26.2.2010 | 12:54
Ótrúlegar yfirlýsingar ráðherra
Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. lýstu því yfir eftir ríkisstjórnarfund í morgun, að fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla, sem fram á að fara 6. mars n.k., væri orðin úrelt áður en hún færi fram, vegna þess að "betra tilboð" væri þegar á borðinu frá fjárkúgurunum.
Þetta er algerlega ótrúleg yfirlýsing, því þjóðaratkvæðagreiðslan snýst ekki um "verra tilboð", heldur snýst hún um að staðfesta, eða fella úr gildi, lög frá Alþingi, sem heimila ríkisábyrgð á greiðslur úr Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og að íslenskir skattgreiðendur taki á sig að greiða hunduð milljarða króna í vexti til kúgaranna vegna skuldar, sem einkafyrirtæki stofnaði til og sem tilskipanir ESB banna að ríkissjóðir, þ.e. skattgreiðendur, innan Evrópu verði neyddir til að greiða.
Á sama tíma berast fregnir af því, að nýjasta "gagntilboð" ríkisstjórnarinnar til fjárkúgaranna sé, að hún sé tilbúin til að láta þegna sína borga sttighækkandi vexti til fjárkúgaranna frá og með árinu 2012 og að stjórnin harmi, að því "góða" tilboði sé ekki tekið. Fjárkúgarar gefa ekkert eftir af kröfum sínum, nema tekið sé á móti þeim af fullri einurð, enda er yfirlýst stefna flestra ríkisstjórna, að semja alls ekki við hryðjuverkamenn og fjárkúgara.
Ísleskir skattgreiðendur eiga ekki að borga eina einustu krónu, ekki eitt einasta pund og ekki eina einustu evru vegna þessa máls, hvorki vegna höfuðstóls eða vaxta.
Því er nauðsynlegt að kjósendur sýni hug sinn til fjárkúgunartilraunar Breta og Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslunni með einu risastóru NEIi.
Óvíst hvort Steingrímur kýs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei - skal það vera.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2010 kl. 13:09
Já þið hafið greinlega verið heilaþvegnir af gamla kolkrabbanum sem reynir allt til að komast aftur til valda. Þið vonandi munið að Sigmundur vogunarstjóðastjórasonur og Bjarni olíuprins eru synir gamla kolkrabbans, kolkrabbans sem tapaði völdum. Núna sjá þeir tækifæri að hrifsa völdin aftur. Aðferðin er að setja ísland á hliðina fyrst, síðan getur kolkrabbinn athafnað sig óáreittur.
Bjöggi (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 13:12
Bjöggi, ef þú hefur ekkert til málanna að leggja, sem inniheldur snefil af vitglóru, ættir þú ekki að opinbera þig svona fyrir almenningi.
Axel Jóhann Axelsson, 26.2.2010 kl. 13:16
Það skiptir ekki máli hvort þið talið um hægri eða vinstri, því að þetta eru í raun tvær hliðar sama penings. Það þarf augljóslega að skipta út nánast allri "þrælkunarhugmyndafræði" núverandi kerfis, og opna fyrir bælda tæknilega getu og þekkingu mannkyns.
Framtíðin er okkar!
TESLAGROUP.
Kalikles, 26.2.2010 kl. 13:33
Utanþingsstjórn óháða flokkum! Eins og ég hef áður sagt fjórflokkurinn er ekki starfhæfur vegna spillingar og einkavinavæðingar!
Sigurður Haraldsson, 26.2.2010 kl. 13:53
Dettur nokkrum heilvita manni það í hug að almenningur hafi unnið til saka í bankahruninu?
Því skildi almenningur sem svaf svefni hinna réttlátu eiga yfir höfði sér fjárhagslega fjötra um ókomin ár með ófyrirsjáanlegum áhrifum fyrir komandi kynslóðir.
Sú stjarnfræðilega upphæð sem almenningur er krafin um vegna Icesave plús það að fá enga leiðréttingu höfuðstóls lána, höfuðstóls sem vegna ranglátra og óskiljanlegra reiknikúnsta hefur vaxið svo að ekki einu sinni fræðingar talna og speki geta fært rök fyrir eða skilið sjálfir.
Skilningsleysi og ráðaleysi þeirra sem með völdin fara er er eitt af undrum veraldar. Það er ekki undarlegt að upp í huga manns komi að um heilsubrest sé að ræða
Hefur þetta fólk ekki verið sprautað?
IGÞ, 26.2.2010 kl. 14:25
IGÞ, ekki er víst að búið sé að finna upp nokkurt bóluefni, sem gagnaðist gegn því, sem hrjáir þetta fólk.
Axel Jóhann Axelsson, 26.2.2010 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.