Með hvaða peningum var skuldabréfaflokkurinn greiddur upp, Finnur?

Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur sent frá sér tilkynningu um að Hagar hafi, eitt fyrittækja í landinu eftir hrun, greitt upp skuldabréfaflokk, sem skráður var í Kauphöllinni.  Þetta hafi verið gert í október 2009, en ekkert kemur fram, hvaðan peningarnir komu, sem notaðir voru til að greiða þessi skuldabréf.

Ekki alls fyrir löngu, sendi Finnur frá sér tilkynningu svipaðs efnis, en þá var sagt að búið væri að "endurfjármagna" langtímaskuldir félagsins og þar með væri félagið "vel fjármagnað" til langs tíma.  Þegar menn nota orðið "endurfjármagna", þá þýðir það ekki að skuldir hafi verið greiddar upp í þeim skilningi að þar með hafi skulir lækkað, heldur þýðir það á mannamáli, að skuldir hafi verið framlengdar, þ.e. tekið er nýtt, lengra lán, til að greiða upp lán sem eru gjaldfallin.

Í öllum skilningi þýðir það ekki, að Hagar hafi, eitt fyrirtækja í landinu eftir hrun, greitt skuldir, heldur þýðir það að félagið hefur fengið nýtt lán frá öðrum lánveitanda, sem í þessu tilfelli er nánast örugglega viðskiptabanki fyrirtækisins, Arion banki.  Til þess að hafa allt á hreinu í tilkynningum sínum, ætti Finnur að skýra nákvæmlega frá því, hvernig þessi skuldabréfaflokkur var endurfjármagnður, rétt til að öruggt sé, að enginn geti misskilið við hvað hann á, nákvæmlega.

Að endingu hvetur Finnur lífeyrissjóðina til að fara afar varlega í fjárfestingum og hefði hann að ósekju mátt hafa þau varnaðarorð uppi nokkru fyrr, en það hefði getað forðað þeim frá því að tapa hundruðum milljarða króna á því, að treysta eigendum Haga fyrr á árum.

Þar sem Hagar eiga að fara á hlutafjármarkað á árinu, er nauðsynlegt að allar upplýsingar sem gefnar eru á þessu stigi, séu bæði réttar og nákvæmar.


mbl.is Finnur: Hagar greiddu upp skuldabréfaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skiljanlegt að margir (þ.á.m ég) hafi áhyggjur af þeirri fjármálaóreiðu sem fyrirtækið Hagar hafa staðið fyrir, en það er mér óskiljanlegt af hverju það þarf alltaf að finna öllu til foráttu sama hversu jákvætt það er.

Ég er alveg sammála þér um að endurfjármögnun þíðir ekki að skuldir fyrirtækisins hafi verið greiddar, en ég er ánægður með ákvörðun fyrirtækisins að nota "endurfjármagnið" til að greiða niður þennan skuldabréfaflokk.

Hér með hafa þeir þó allavega klárað ákveðinn skuldapakka sem engin önnur fyrirtæki hafa séð sóma sinn í að reyna greiða niður.

Hefðir þú kvartað minna ef Hagar hefðu ákveðið að sleppa að borga niður þennan skuldabréfaflokk til að henda peningum í eitthvað annað sem fyrfram er dæmt til að brotlenda.

Allavega hér hafa þeir klárað að binda hnút á einn enda af þeim fjölmörgu sem þeir hafa skapað, og því ber að lofa frekar en lasta.

kveðja Max

Max (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 00:32

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þetta er ótrúleg umræða.

Það er ekki umdeilt að fyrirtækið Hagar gangi ágætlega heldur er það eignarhaldið og hvað fór úrskeiðis annarstaðar undir sama eignarhaldi.

Alltaf skal koma frétt frá Finni um Haga þegar gagnrýnin er á eigendurna en ekki fyrirtækið sjálft.

Carl Jóhann Granz, 26.2.2010 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband