Mjög ásættanleg niðurstaða

Fundi íslensku samninganefndarinnar með sendiboðum fjárkúgaranna, bresku og hollensku, sem haldinn var í London í dag, lauk með mjög ásættanlegri niðurstöðu fyrir íslenska skattgreiðendur, því á meðan ekkert gerist á þessum fundum, semur nefndin ekki af sér á meðan.

Fyrri samninganefnd Steingríms J., undir forystu Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, nennti ekki að hafa málið hangandi yfir sér, eins og Svavar orðaði það, og skrifaði því undir allar þær kröfur, sem kúgararnir gátu látið sér detta í hug að setja á blað fyrir þá.  Hefði Svavar nennt að hanga lengur yfir málinu, hefði samningurinn sjálfsagt orðið enn verri, því þá hefðu ofbeldisseggirnir haft lengri tíma til að hugsa upp enn meiri og vitlausari kröfur, til að láta þá kumpána skrifa undir.

Því fleiri "samningafundi" sem nýja nefndin situr, því meiri hætta er á, að hún gefist upp fyrir fjárkúgun Breta og Hollendinga og skrifi undir eitthvað, bara eitthvað, ef það gæti orðið til að ljúka málinu, svo hægt verði að falla frá þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem mun án vafa. sýna yfirburða niðurstöðu gegn fjárkúguninni, mun enginn samningur verða í gildi og íslenskir skattgreiðendur það með lausir allra mála.


mbl.is Fundi lokið án niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband