Steingrímur J. hefur opnað hugann

Steingrímur J. segir við Bloomberg fréttastofuna að hann vonist til að Bretar og Hollendingar komi til viðræðna við Íslendinga með opnum huga, þrátt fyrir að hafa reynt að kúga fé af íslenskum skattgreiðendum síðast liðna 17 mánuði, með hótunum og hreinu ofbeldi.

Þetta er ákaflega fróm ósk af hálfu Steingríms J., en betra hefði verið, ef hann hefði ekki sjálfur verið með gjörsamlega lokaðan huga og fastur í baráttunni fyrir hagsmunum kúgaranna og jafn staðfastur í baráttunni gegn lögvörðum réttindum sinnar eigin þjóðar.

Hann hefur varið þrælasamning félaga sinna, Svavars og Indriða H., alveg fram í síðustu viku, þegar hann lokst viðurkenndi að hvergi í íslenskum lögum eða tílskipunum ESB, væri að finna stafkrók um ábyrgð ríkissjóða á tryggingasjóðum innistæðueigenda í Evrópu.

Baráttumenn fyrir réttindum og hagsmunum íslensku þjóðarinnar fagna auðvitað nýjum liðsmönnum, hvaðan sem þeir koma, ekki síst hverjum liðsmanni fjárkúgaranna, sem snýst hugur og yfirgefur herbúðir óvinanna.

Vonandi verður Steingrímur J. með opinn huga, alveg fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna og lætur ekki einkennilegar hugrenningar um að fella hana niður, loka huga sínum aftur.


mbl.is Komi til viðræðna með opnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála en ég virði það að hann er þó farinn að tala okkar máli.

Björn (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 11:42

2 identicon

... þó af veikum mætti sé (átti að vera þarna með líka)

Björn (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband