Staðfestir ábyrgð tryggingasjóðanna

Sé það rétt, að bankastjórar Landsbankans og yfirmenn fjármálaeftirlitsins í Bretlandi hafi verið að ræða flutning á Icesavereikninunum úr úitbúi Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag, til þess að ábyrgð á innistæðunum flyttust yfir í tryggingasjóð innistæðueigenda í Bretlandi, þá staðfestir það, að allt sem sagt hefur verið um að enginn hafi talið sjóðina ríkistryggða fyrir bankahrunið.

Ef þetta hefur verið svona í pottinn búið, hefur yfirmaður fjármálaeftirlitsins breska alls ekki reiknað með því að innistæðurnar ættu að falla á íslenska skattgreiðendur, heldur á tryggingasjóð innistæðueigenda og flutningur reikninganna undir tryggingasjóð Breta átt að vera til að tryggja innistæðurnar betur, enda breski sjóðurinn margfalt sterkari, fjárhagslega, en sá íslenski.

Hafi það átt að kosta Landsbankamenn aðein 40 milljarða króna, að flytja innistæðurnar í breska lögsögu, er algerlega ófyrirgefanlegt af stjórnendum bankans, að hafa ekki gengið frá málinu umsvifalaust, enda upphæðin sem til þurfti ekki hærri en þeir voru að ausa í algerlega ótrygg lán til útrásarmógúla, nánast á hverjum degi.

Hefðu þeir verið menn til að ganga frá þessu á sínum tíma, hefði það sparað þjóðinni mikinn tíma, mikið fé og mikla fyrirhöfn vegna fjárkúgunartilrauna Breta og Hollendinga vegna þessara reikninga.  


mbl.is Rannsóknarnefndin með upptöku af samtali bankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar að auki hefði Landsbankinn varla þurft að leggja fram alvöru peninga þar sem FSCS (breski innlánstryggingasjóðurinn) tók aldrei við neinum iðgjöldum frá breskum bönkum heldur safnaði bara kröfum á þá. Svo áttuðu menn sig á því á síðustu stundu að ef einn þeirra félli og myndi reyna á greiðsluskyldu sjóðsins þyrfti hann að taka bótaféð út úr öðrum bönkum, sem þoldu það ekki heldur þar sem vandinn stafaði einmitt af lausafjárskorti. Þannig gæti farið af stað keðjuverkun sem hefði sjálfkrafa tæmt hvern bankann á fætur öðrum þar til kerfið í heild yrði gjaldþrota. Þetta brot á tilskipunarákvæðum um fjármögnun tryggingakerfisins er nákvæmlega það sem Bretar eru að reyna að hylma yfir með því að láta ekki reyna á lagalegar hliðar málsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einmitt, Guðmundur.  Bretarnir eru að reka þetta mál á algerlega ólöglegum forsendum, til að breiða yfir eigin vandamál.  Við eigum hinsvegar að standa í lappirnar og ekki láta þá komast upp með það.  Það getur þjóðin sýnt á eftirminnilegan hátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Axel Jóhann Axelsson, 24.2.2010 kl. 13:33

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta þarf að fara dómsmálaleiðina svo við og allar þjóðir geti lært af þessu!

Sumarliði Einar Daðason, 24.2.2010 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband