Háleynilegar yfirheyrsluskýrslur í sjónvarpi

Ríkisstjórnin lofaði gegnsæi og opinni stjórnsýslu af sinni hálfu, þegar hún var mynduð fyrir rúmu ári síðan, en líklega hefur aldrei verið meira pukur og leynimakk í opinberri stjórnsýslu, en efir að það loforð var gefið.

Aftur á móti fréttist nánast allt sem leynt á að fara, samanber lánabók Kaupþings og nú í kvöd var lesið orðrétt upp úr yfirheyrsluskýrslum Sérstaks saksóknara yfir eigendum og starfsmönnum Milestone og Sjóvár.

Eitthvað virðist á reiki, hvað á að vera opið og gegnsætt, fyrst það sem helst kemst fyrir almennigssjónir eru bankaleyndarmál og lögregluskýrslur.  Ekki að almenningi komi ekki við hvað til rannsóknar er hjá lögregluyfirvöldum, en venjan er nú samt sú, að slíkt á ekki að komast í hámæli fyrr en þá í réttarhöldum yfir viðkomandi, enda ekki til hagsbóta fyrir rannsóknir, að aðrir sakborningar og vitni frétti í fjölmiðlum hvað aðrir eru búnir að gefa upp fyrir rannsakendum.

Ríkisstjórnin ætti að taka þessa "upplýsingagjöf" þeirra, sem eiga að þegja, sér til fyrirmyndar og upplýsa almenning um hvort hún sé yfirleitt nokkuð að gera, annað en flækjast fyrir atvinnuuppbyggingu og viðreisn efnahagslífsins.


mbl.is Yfirheyrslur vegna Milestone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband