22.2.2010 | 11:50
Ótrúlegt að verið sé að ræða gagntilboð til fjárkúgara
Það verður að teljast algerlega ótrúlegt, að yfirleitt sé verið að hugleiða að gera fjárkúgurum gagntilboð vegna ólölgegrar kröfu á hendur íslenskum skattgreiðendum, í stað þess að hafna slíkri lögleysu með öllu og vísa henni alfarið til heimahúsanna.
Landsbankinn var einkahlutafélag og starfaði samkvæmt lögum og reglum, sem alfarið voru í samræmi við tilskipanir ESB, þar á meðal um tryggingasjóði innistæðueigenda og ef Bretar og Hollendingar þurfa að ræða við einhvern hérlendis um uppgjör á Icesavereikningum, þá er það stjórn og framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, sem er sjálfseignarstofnun sem ekki má veita ríkisábyrgð.
Þar sem sjóðurinn má ekki njóta ríkisábyrgðar, er ríkissjóður ekki samningsaðili fyrir hans hönd og hefur heldur ekki leyfi til að taka að sér vaxtagreiðslur fyrir hann.
Því verður ekki trúað, fyrr en í fulla hnefana, að stjórnmálaflokkarnir ætli að sammælast um gagntilboð, því ekki verður séð, að þeir hafi yfirleitt umboð til að ræða málefni tryggingasjóðsins, hvað þá að yfirtaka skuldbindingar hans. Skattgreiðendur munu ekki láta bjóða sér slíka afarkosti aftur og alls ekki á að svara kúgurunum einu eða neinu, fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Verði um lítilsháttar breytingar að ræða á fyrri fjárkúgunarsamningi, verður að grípa til nýrrar undirskriftasöfnunar til að skora á forsetann að synja nýjum uppgjafarlögum staðfestingar.
Jafnvel gagntilboð í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við verðum að hlíta alþjóðalögum, sérstaklega þar sem við erum jú aðilar að EFTA sem er með tvíhliðasamning við ESB. Við höfum skuldbundið okkur til að hlíta lögum ESB og innleitt þau flest öll. Okkar er ábyrgðin klárlega en ekki að hve miklu leyti.
Við getum ekki bara stungið hausnum í sandinn og óskað þess að allt gangi yfir. En við getum baristi fyrir okkar rétti ef stór hluti þjóðarinnar hafi ekki keypt lygina og rógburðinn frá þessum aumu vinstriflokkum fyrir kosningar. Nú sitjum við uppi með algjöra ónytjunga við stjórn landsins þökk sé óupplýstum og bráðlátum kjósendum þessara flokka. Aula sem vilja selja framtíð þjóðarinnar fyrir eigin duttlunga eins og inngögnu inn í ESB. Eða valdastöðu eins og kommúnistarnir í VG virðist þrá meira en nokkuð annað.
Birgir (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 12:19
ENGANN SAMNING - DÓMSTÓLALEIÐINA - ÞAÐ HEFUR ENGINN HEIMILD TIL ÞESS AÐ SEMJA UM GREIÐSLUR -
KJÓSUM NÚNA - STÖNDUM SAMAN OG SEGJUM NEI NEI NEI
Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.2.2010 kl. 12:26
Það er eins gott að það sé fyrirvari í þessu gagntilboði að samþykki þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu.
Sigurður Eggert Halldóruson, 22.2.2010 kl. 13:01
Birgir, þú segir að ábyrgðin sé klárlega okkar, en hvað meirar þú nákvæmlega með því? Ábyrgðin er öll hjá Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta, sem stofnaður var í samræmi við lög og tilskipanir ESB. Í þeim tilskipunum kemur skýrt fram að ekki megi vera ríkisábyrgð á slíkum tryggingasjóðum. Það á við um alla slíka tryggingasjóði í Evrópu. Því er ábyrgðin ekki "okkar" að öðru leyti en því, að hafa stofnað tryggingasjóðinn og við hann eiga Bretar og Hollendingar að glíma vegna innistæðutryggingannna á Icesavereikningunum.
Íslenskir skattgreiðendur eru ekki sá aðili sem þeir eiga að reyna að kúga, hvorki til að taka á sig höfuðstól eða vexti af honum. Það er einfaldlega ekki "okkar" mál.
Axel Jóhann Axelsson, 22.2.2010 kl. 13:07
STOPP!
Sigurður Haraldsson, 23.2.2010 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.