Samstaða er einmitt það sem þarf

Jóhanna Sigurðardóttir segist vonast eftir samsöðu allra stjórnmálaflokkanna um áframhaldandi viðræður við fjárkúgarana, bresku og hollensku.  Því ætlar hún að trúa, þangað til annað kemur í ljós.

Það er undir Jóhönnu sjálfri og Steingrími J. komið, hvort samstaða helst um aðgerðir gegn yfirgangi kúgaranna, því málið á ekki að ræða á neinum öðrum nótum en lagalegum, en það þýðir að vísa kröfunni algerlega til Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, sem að vísu á ekki fyrir skuldbindingum sínum, en getur innheimt þær sem forgangskröfur úr þrotabúi Landsbankans.

Bjarni Benediktsson hefur rétt fyrir sér, að ekki verði rætt frekar um fjárkúgunarkröfurnar, heldur eingöngu verði fjallað um málið á lagalegum grundvelli.  Á bak við þá málsmeðferð getur þjóðin staðið heilshugar.

Engin ástæða er til að flýta þessu máli.  Kjósendur munu lýsa stuðningi sínum við nýja samninganefnd í þjóðaratkvæðagreiðslunni, með því að segja NEI.


mbl.is Held í vonina um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað ertu búinn að hjakka lengi í sama litlausa tuðinu hér á blogginu Axel ? 2- 3 ár ?

hilmar jónsson, 21.2.2010 kl. 21:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Leggðu eitthvað málefnalegt til, Hilmar, í stað þess að reyna sífellt að rífa niður málstað íslenskra skattgreiðenda.

Það er þetta litlausa tuð, frá fjölda manns, sem hefur komið málinu í þann farveg sem það nú er í og gæti leitt til réttrar niðurstöðu í málinu.

Axel Jóhann Axelsson, 21.2.2010 kl. 21:36

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég held að Hilmari langi mikið til að fá að borga sem mest.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.2.2010 kl. 21:39

4 identicon

Þú hefur lög að mæla Axel.

 Nú reynir á Jóhönnu & Steingrím.

 Bjarni stendur undir fullu nafni !

 " Litla þjóð sem átt í vök að verjast,

 vertu ei við sjálfa þig að berjast".

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 21:48

5 Smámynd: Jón Sveinsson

 SÆLL AXEL

Ef réttlætinu á að halda þá á ekki að semja um neitt annað en að þeir fái bara eignir bankans og útrásareignir eigenda bankans  á Bretlandi og hollandi.    Síðan eiga hollendingar og Bretar að biðja íslenska þjóð afsökunar á hortugheitum sínum.

MENN TALA UM AÐ SUMIR SÉU AÐ TUÐA ÞEGAR ÞEIR VILJA RÉTTLÆTI OG STANDA MEÐ ÞJÓÐ SINNI, EN EKKI Á MÓTI  EN EF ÞAÐ ER TUÐ ÞAÐ SEM RÉTTLÆTIÐ ER ÞÁ VONA ÉG AÐ ÞÉR AXEL JÓHANN AXELSSON TUÐIR UM ÓKOMIN ÁR TAKK FYRIR MIG

Jón Sveinsson, 21.2.2010 kl. 21:59

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragnar, Kalli og Jón, þakka innleggin og góðar undirtektir.  Auðvitað á aldrei að beygja sig fyrir kúgurum, þá ganga þeir á lagið.  Ef það kallast tuð, að hamra á því, þá verður bara að hafa það. 

Tuðinu verður haldið áfram, til réttlátra endaloka þessa máls.

Axel Jóhann Axelsson, 21.2.2010 kl. 22:08

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Stjórnarandstöðunni hefur tekist hið ómögulega, að taka Icesave-málið úr höndum ríkisstjórnarinnar. Nú þarf að halda áfram að styrkja stöðu okkar og fyrsta skrefið er að fella ábyrgðarlögin með glæsilegum meirihluta.

Síðan tilkynnum við nýlenduveldunum að ekki ein skítug Evra verði greidd upp í kröfur þeirra. Jafnframt setjum við fram kröfur gagnvart Bretum um 5.000 milljarða fyrir beitingu hryðjuverkalaganna.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.2.2010 kl. 22:59

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er sorglegt að lesa skrif Hilmars 

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2010 kl. 23:10

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábærar færslur allar nema hjá Hilmari sem vill borga það má hann ef hann tekur ekki fleiri með sér í það. Við verðum að fá að kjósa það er lýðræði látum ekki fjórflokkinn komast upp með annað þeir höfðu ár til að semja, það var forsetinn sem breytti stöðunni þannig að við kjósum!

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 23:13

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ef það á að gera nýja samninga þá tel ég rétt að draga fram kröfugerð til Breta vegna beytingu hryðjuverkalaga á Ísland. Ef þessi krafa kemur fram frá Íslandi, þámun reyna á samningsvilja Breta.

Eggert Guðmundsson, 22.2.2010 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband