Bústjóri með einkennilegar hugmyndir

Bústjóri þrotabús Baugs fékk þá furðulegu hugmynd í kollinn, að reyna að innheimta eins milljarðs skuld Haga við Baug, en Hagar hafa auðvitað ekki greitt af skuldinni og hvað þá látið sér detta í hug að skila ársreikningi, eins og kveðið er á um í lánssamningi.

Það, sem bústjórinn virðist ekki átta sig á, er að með "nýja hagkerfinu" sem útrásarruglarar og þeirra samstarfsmenn var öllum reglum um viðskipti breytt og þar á meðal voru orðin "afborganir" og "skilvísi" þurrkuð út úr þeirra viðskiptaveröld, enda hefur enginn þeirra greitt eina einustu krónu af þeim lánum, sem þeir tóku að láni, til að fjármagna "fyrirtækjakaup" og eigið lúxuslíferni.

Þess vegna er ekki nema von að Hagar mótmæli hástöfum, þessari tilætlunarsemi bústjórans, enda segjast þeir hafa munnlegt loforð um að þurfa ekki að borga, hvað svo sem skrifað hafi verið í gamni inn í lánsskjölin.  Engum fulltrúa "nýja hagkerfisins" hefur nokkurn tíma dottið í hug, að einhver meining væri í þeim klausum skuldabréfa, þar sem talað er um endurgreiðslur.

Hvað er líka bústjóri af gamla skólanum að setja sig á háan hest gagnvart höfundum "íslenska módelsins"?


mbl.is Hagar og Baugur deila um milljarð sem var gjaldfelldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband