Vonandi finnur deCode markaðinn

Newsweek segir að deCode hafi verið árangursríkustu mistök í heimi, ekki vegna þess að fyrirtækinu hafi mistekist vísindaleg ætlunarverk sín, heldur vegna þess að því hafi ekki tekist að skapa tekjur úr mörgum merkum niðursöðum rannsókna sinna.

Ef til vill má rekja þessi rekstrarlegu mistök til upphafs fyrirtækisins, en þá var Hannes Smárason fjármálastjóri þess og hans helsta "afrek" var að tala upp gengi hlutabréfa fyrirtækisins, með þeim árangri að verð þeirra fór upp úr öllu valdi, sjóðir fyrirtækisins urðu digrir, en fljótlega féllu bréfin aftur í verði, þegar tekjur af rekstri létu standa á sér.

Hannes fór tiltölulega fljótlega frá fyrirtækinu og nýtti sér reynsluna af markaðssetningu þess, til þess að leika sama leikinn í fjölda annarra fyrirtækja, sem öll eru nú gjaldþrota, en sjálfur býr hann í lúxusvillu í auðmannahverfi London, án þess að nokkur maður viti hvaðan honum kemur fé til að fjármagna lúxuslíf sitt.

Líklega hefur sá gífurlegi sjóður, sem deCode áskotnaðist í upphafinu deyft skilning forystumanna félagsins á nausyn þess, að koma uppgötvunum félagsins í söluvænlegt horf, enda urðu tekjurnar aldrei miklar í samanburði við útgjöldin, enda varð félagið gjaldþrota, þegar sjóðina þraut.

Nú hafa nýjir fjárfestar komið inn í fyrirtækið, með nýtt fjármagn og bandarískan framkvæmdastjóra, með reynslu af rekstri á þessu sviði og verður það vonandi til þess að koma fyrirtækinu á nýjan rekspöl, sem treysti rekstur þess til frambúðar.

Kári Stefánsson hefur sannað sig á vísindasviðinu, en ekki sem rekstrarmaður, en nú verður vonandi breyting á, þegar hann fær góðan fjármálalegan framkvæmdastjóra sér við hlið.

Íslensk erfðagreining er geysilega mikilvægt fyrirtæki, sem skapar verðmæt störf, sem ekki standa annarsstaðar til boða á Íslandi og því bráðnauðsynlegt fyrir land og þjóð, að það nái að vaxa og dafna.


mbl.is Fjallað um deCODE í Newsweek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að vera ósammála þér og segja að vonandi finnur deCode sér sess utan markaðarins. Og að Kári Stefáns geti látið rekstrarhagfræðina eiga sig og einbeitt sér að erfðarfræðinni. Og að starfsmenn erfðargreiningannar þurfa ekki að vinna fyrir náð manna eins og Hanness Smárasonar og hans líkan. Og að starfsmenn þurfa aldrei að eyða orku í það að koma uppgötvum sínum í söluvænlegt horf heldur geti nýtt tíman sinn betur í það að koma þessum uppgötvunum í fræðilegt samhengi. Og að starfsmenn þurfi aldrei að vera meðvitaðir um að þeir séu að vinna fyrir fjárfesta X frá Kanada eða n-marga hlutabréfhafa frá BNA, heldur að þeir séu meðvitaðir að þeir séu að vinna fyrir fræðasviðið, þekkingasamfélagið og almenning sem hefur ómarkaðslega hagsmuni af þeirra uppgötvunum.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ertu þá að meina, að deCode ætti að vera hluti af heilbrigðiskerfinu og þar með fjármagnað af skattfé?  Ef þú ert á þeirri skoðun, þá af skattfé hverra?

Vonandi nýtast uppgötvanir fyrirtækisins öllum heiminum og því varla sanngjarnt að skattgreiðendur á Íslandi fjármagni reksturinn einir.

Axel Jóhann Axelsson, 13.2.2010 kl. 12:13

3 identicon

Ég er bara tortrygginn á markaðinn og trúi því bara einu að þekkingafyrirtæki sé betur komin af óháð honum. Hvernig nákvæmlega þekkingafyrirtæki ættu að starfa veit ég ekki, og kemur mér í raun ekki við nema sem leikmanni.

Ég vill bara meina að vísindanna vegna sé þeim betur borgið án þess að þurfa að reiða sig á fjármuni einhverja kapítalista út í bæ sem sjá bara vísindin sem eitthvað til að græða á persónulega og eru þar með líklegir til að hagræða þeim þannig að gróðinn hámarkist (til dæmis með því að fjármagna frekar rannsókn X heldur en rannsókn Y og að birta 100 rannsóknir sem sýna niðurstöðu x á móti hverri rannsókn sem sýnir niðurstöðu 1-x). Þess fyrir utan er það ekki samfélagslega hagkvæmt að þekkingafyrirtæki sem er að gera samfélagslega hagkvæmar rannsóknir fari á hausinn bara vegna þess að þær voru ekki markaðslega hagkvæmar.

Það eina sem ég vill eru að vísindin séu frjáls. Hvernig nákvæmlega það á að gerast veit ég ekki. Ég meina, ekki eru þau frjáls ef að þau eru hluti af einhverju ríkisreknu kerfi eins og heilbrigðiskerfinu, ekki frekar en ef að þau eru hluti af hlutabréfamörkuðum, auðhringjum og kauphöllum. Ekki geta þau heldur staðið sjálfstæð þar sem að þau eru jú háð utanaðkomandi fjármagni. Kannski væri mögulegt að þekkingafyrirtæki séu rekin eins og þau hafa alltaf verið rekin, þ.e. með aðstoð allra.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband