12.2.2010 | 14:35
Hárrétt hjá Guðlaugi Þór
Það er alveg hárrétt hjá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, að nauðsynlegt er að farið verði ofan í saumana á verkum fjármálastofnanna eftir hrun, ekkert síður en á því, sem gerðist fyrir hrun. Á það bæði við um störf skilanefnda gömlu bankanna og starfsemi nýju bankanna.
Ekkert hefur verið upplýst um, hvað mikið hefur verið afskrifað af bankastjórum og starfsmönnum gömlu bankanna, né vegna útrásartaparanna og annarra af skilanefndum bankanna, enda hefur öll starfsemi þeirra verið þoku hulin og falin af bankaleynd.
Ekki síður þarf að fara ofan í afskriftir og aðrar gerðir nýju bankanna gagnvart því liði, sem setti þjóðfélagið á hausinn með glæpsamlegum lántökum og áhættutöku í alls kyns fyrirtækjum, innanlands og utan.
Að minnsta kosti í tveim nýlegum tilvikum, hafa bankarnir algerlega gengið fram af almenningsálitinu, en það er þegar Ólafi Ólafssyni var fært Samskip á silfurfati, þrátt fyrir gífurlegar fyrirséðar afskriftir skulda honum tengdum, fyrir utan að hann sætir sakamálarannsókn.
Hitt nýlega tifellið er sú ákvörðun Arion banka, að afskrifa meginhluta 70 milljarða skulda fyrirtækis Bónusfeðga, 1998 ehf., en afhenda þeim síðan Haga bakdyramegin, með því að gefa þeim og félögum þeirra kost á að ná þar undirtökunum á nýjan leik, enda þarf ekki stóran hlut í fyrirtæki, sem er á hlutabréfamarkaði, til þess að ná ráðandi stöðu.
Þetta og margt fleira þarf að rannsaka almennilega, með því að framlengja starf Rannsóknarnefndar Alþingis, eftir að hún hefur lokið störfum vegna þess sem gerðist fyrir bankahrun.
Margt bendir til að ýmislegt, sem ekki þolir dagsljósis, hafi átt sér stað allt frá hruni og fram á þennan dag.
Rannsaka þarf það sem gerst hefur frá hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eignaupptaka þeirra fyrirtækja sem ríkið yfirtekur er ótrúleg -
ef birgjar hafa afgreitt vöru til umboðssölu á nótu er hún tekin inn í pakkann sem hluti af eignum fyrirtækisins. Hafi þessir sömu birgjar afgreitt vöruna á afgreiðsluseðli geta eir sótt hana ef fyrirtækið fer í þrot.
það væri fróðlegt að fá tölur varðandi þetta mál.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.2.2010 kl. 06:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.